Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 14
Sjómannaskólinn í Reykjavík býður upp á ýmis konar endurmenntun- arnámskeið fyrir skipstjórnarmenn. Öll eru þau valnámskeið utan eitt, fjarskiptanámskeiðið, sem öllum skipstjórnarmönnum er skylt að sækja samkvæmt nýjum lögum. í vetur hafa reyndir skipstjórnarmenn á öllum aldri og víðs vegar af landinu setið á skólabekk í Reykjavík. Það voru líflegar umræður yfir kaffibollunum þegar Sjómannablaðið Víkingur hitti einn hópinn í marsbyrjun. Menn njóta þess að hittast og skrafa. Hörður Þórhallsson, skipstjóri og útgerðarmaður Sigþórs ÞH 100, hefur verið á sjó í rum 40 ár. Hann lauk skipstjórnarQámi frá skólan- um árið 1963. Ýmislegt hefur breyst síðan þá en annað ekki. Skólinn ó b re vtt u r en búið að ynur foka „Mér finnst notalegt að koma í skólann aftur eftir öll þessi ár. Það rifjast upp fyrir manni góðir tímar. Skólahúsið er nánast óbreytt og ekki van- þörf á að gera endurbætur. Mér virðist sem gamla lýsingin vera í skólastofunum; hún fór í taugarnar á mér þá og gerir enn. Verst er að það er búið að loka Röðli, aðalsamkomu- staðnum okkar í þá daga,“ segir Hörður Þórhallsson sem stundar nám (sínum gamla skóla eftir 35 ára fjarveru. Hann var sextán ára þegar hann fór fyrst á sjó og hefur verið sleitulaust að í rúm 40 ár. Hörður býr í Keflavík og ekur til Reykjavíkur á hverjum degi í skólann. „Það er meira vandamál að fá bílastæði á lóðinni núna. Mig minnir að fjórir nemendur hafi átt bíla í þá daga,“ segir hann. Varðandi námskeiðin segir hann að þau séu gagnleg fyrir sig. „Það hafa orðið gífurlegar breytingar í fjarskiptatækninni „Það hafa orðið gífurlegar breytingar í fjarskiptatækninni." og við verðum að fylgja þeim. Núna er búið að leggja morsið niður og annað komið í stað- inn. Þetta námskeið er fólgið í því að læra á nýja tækni í neyðar- og öryggistilfellum. Á næsta ári verða allir skipstjórn- armenn að hafa sótt þessi námskeið. Þau taka tíu daga, skemmtilega vil ég segja. Þetta er full vinna því við erum í skólanum í sex til átta tíma á dag,“ segir Hörður Þórhallsson skipstjóri. ■ 14 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.