Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Page 6
Stofnfundur Félags íslenskra skipstórnarmanna, skamm- stafað FSK, var haldinn í Gafl-inn í Hafnarfirði laugar- daginn 12. ágúst síðast liðinn. Þar sameinuðust formlega þrjú skipstjóra- og stýrimannafélög, Hafþór á Akranesi, Kári í Hafnarfirði og Skipstjóra- og stýrimannafélag íslands. Á fund- inum kom fram að félagið er annað stærsta félag skipstjórnar- manna á landinu með á 5. hundrað meðlimi. Formaður hins nýja félags er Jónas Ragnarsson og varaformaður Eiríkur Jónsson. Framkvæmdastjóri er Guðjón Petersen. Það var Guðlaugur Gíslason sem setti tundinn, en hann hefur unnið lengi að því að reyna að sameina félög skipstjóra- og stýrimanna. Guðlaugur rakti aðdraganda þess að félögin þrjú hefðu samþykkt að sameinast í eitt. Hann kvaðst vonsvikinn yfir því að sameiningin væri ekki víðtækari nú, en sagðist trúa því að í framtíðinni yrði til eitt félag skipstjórnarmanna. Að ávarpinu loknu var gengið til dagskrár og var Guðlaugur einróma kjörinn fundar- stjóri og Guðjón Petersen fundarritari. Síðan var lögð fram tillaga um að stofna hið nýja félag og fluttu framsögur þeir Ingvi R. Einarsson formaður Kára, Jónas Ragnarsson formaður Skipstjóra- Á fyrsta stjórnarfundinum voru sex stjórnarmenn. Frá vinstri: Magnús Harðarsson, Jónas Ragnarsson, Ingvi R. Einarsson, Pálmi Hlöðversson, Eiríkur Jónsson og Lárus Grímsson. og stýrimannafélags íslands og Eiríkur Jónsson formaður Hafþórs á Akranesi. í máli þeirra allra kom fram sú skoðun að stærri einingar væru öflugri en margar smáar og til sameiningar væri gengið með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Þeir þökkuðu Guðlaugi Gíslasyni sérstaklega fyrir hans framlag til sameiningarin- nar og töldu ólíklegt að án hans hefði sameining tekist. Stofnun félagsins var síðan samþykkt samhljóða. Fundarstörfum var fram haldið undir röggsamri stjórn Guðlaugs og lög félagsins lögð fram og samþykkt. Lagðar voru fram tilnefningar í fyrstu stjórn FSK til ársins 2002. Af hálfu Hafþór voru tilnefndir Eiríkur Jónsson, Bjarni Sveinsson og Guðmundur Einarsson. Frá Kára þeir Ingvi R. Einarsson, Guðmundur Jónsson og Lárus Grímsson. SKÍ tilnefndi Jónas Ragnarsson, Auðunn Fr. Kristinsson, Guðmund Kr. Kristjánsson, Magnús Harðarson og Pálma Hlöðversson. í kjörstjórn: Gestur B. Sigurðsson, Marteinn Einarsson og Róbert Dan Jensson. Séð yfir hluta fundarsalarins. Skoðunarmenn reikninga: Eiður Ólafsson, Högni Sigurðsson, Smári Sæmundsson og Sævar Líndal Jónsson. Fyrsti heiðursfélaginn í fundarhléi var skotið á stjórnarfundi. Þegar fundi var framhaldið sté Ingvi R. Einarson í pontu og greindi frá því að Jónas Ragnarsson hefði verið verið valinn formaður FSK og Eiríkur Jónsson varaformaður. Hinn nýkjörni formaður tók svo til máls og ávarpaði fundinn. Þar kom meðal annars fram, að á stjórnarfund- inum hefði verið samþykkt innganga nýs félaga, Jóns Frímanns Eiríkssonar. Þá hefði verið samþykkt einróma að tilnefna Guðlaug Gíslason fyrsta heiðursfélaga FSK. Heiðursfélaganum var klappað lof í lófa. Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins flutti nýja félaginu árnaðaróskir. Guðjón Petersen framkvæmdastjóri FSK flutti ávarp og kom víða við. Hann sagðist ekki efast um að hagsmunir farmanna og fiski- manna færu saman og hér væri stigið spor inn í framtíð þar sem farsæld og fall réðist alfarið af samstöðu þeirra sem þessu nýja félagi stæðu, fólagsmönnum og forystu þeirra. Minni munur væri á störfum og hlutverki farmanna og fiskimanna en áður var þar sem í báðum greinum mætti sjá breytingu yfir í hátæknistarf sem krefðist sífellt meiri sérhæfingar á öllum sviðum. Hann hvatti félaga til að vera í sem mestu og bestu sambandi við skrifstofu félagsins. ■ Jónas Ragnarsson afhendir Guðlaugi Gíslasyni, aðaihvatamanns að stofnun fólagsins og fyrsta heiðursfélaga þess, fagran blómvönd. 6 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.