Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 10
Sýningar hefjast brátt á sjónvarpsþáttum um sjávarútveg við aldahvörf Þættir sem ekki eiga sinn líka Þetta hefur verið óhemjumikil vinna en að sama skapi ánægjuleg. Auk umfangs- mikillar efnisöflunar hér heima höfum við ferðast til um 20 landa við heimildaöflun, enda verður ekki aðeins fjallað um íslenskan sjávarútveg heldur einnig gerð grein fyrir hvernig hann er rekinn með öðrum þjóðum," sagði Páll Benediktsson sjónvarpsmaður í samtali við blaðið. Hann er nú að leggja lokahönd á gerð sjónvarpsþáttaraðar um sjá- varútveg við aldahvörf og hefjast sýningar á þáttunum í Sjónvarpinu á næstunni, en þeir verða átta talsins. Páll segir að mikið af myn- defni og upplýsingum hafi gengið af við sam- setningu þáttanna og kemur til greina að nýta það með einhverjum hætti. Ýmsar ástæður lágu að baki þegar Páll Benediktsson ákvað að freista þess að ráðast í þessa þáttagerð. Sem fréttamaður sjón- varps hafði ekki farið framhjá honum að stór hluti þjóðarinnar hefur fjarlægst sjávarútveginn og gerir sér ekki grein fyrir mikilvægi hans fyrir land og þjóð. Páli fannst við hæfi að sýna þessum aðalatvinnu- vegi þjóðarinnar á öldinni þá virðingu sem honum bæri. Árið 1997 kynnti hann forráðamönnum Sjónvarps hugmyndir sína um gerð þáttaraðararinnar og þeir tóku henni vel. Eftir að búið var að tryggja fjármagn til verksins, meðal annars frá ríkinu, fór Páll í þriggja ára Páll Benediktsson fór víða í efnisöflun og hér er hann staddur í Kína. leyfi frá Sjónvarpinu, stofnaði fyrirtækið Articfilm um verkefnið og hefur síðan unnið sleitulaust að framkvæmd þess. Áætlaður kostnaður er um eða yfir 60 milljónir króna. Svo stiklað sé á stóru um innihald þáttanna þá fjallar sá fyrsti um lífríkið, annar þáttur um veiðar og sá þriðji um umheiminn, þar sem meðal annars verður komið inn á hugsanlega aðild okkar að ESB og hvaða þýðingu hún hefði fyrir sjávarútveginn. Fjórði þátturinn fjal- lar svo um fiskveiðistjórnunina og ólík sjónar- mið dregin fram. Fimmti þátturinn er um fiskvinnslu og sá sjötti um útflutningsmarkaði. í sjöunda þætti er nýtækni í sjávarútvegi gerð skil og síðasti þátturinn fjallar um efnahag og framtíð. Páll Benediktsson leggur áherslu á að efnið sé sett fram á áhugaverðan hátt þannig að það höfði til allrar þjóðarinnar. ■ LÍÚ vill láta sjómenn borga auðlindagjald Auðlindanefnd hefur lagt fram sameiginlegar tillögur um að tekið verði upp í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á nát- túruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Varðandi sjávarútveg bendir nefndin á tvær leiðir. Sú fyrri er fyrningarleið og byggist á því að allar aflahlut- deildir verði skertar árlega um fast hlutfall en síðan endurseldar á markaði eða uppboði. Síðari leiðin er veiðigjaldsleið og felur í sér beina gjaldtöku. Veiðigjaldið mætti annað hvort skilgreina sem hlutfall af verðmæti landaðs afla eða sem tiltekna fjárhæð af hvert kg af úthlutuðu aflamarki. Stjórn LÍÚ hafnar fyrningar- leiðinni en Ijær máls á auðlindagjaldi sem verði tekið af óskip- tum afla. Sjómannaforystan hafnar því alfarið að sjómenn greiði þetta gjald fyrir útgerðina. ■ 1 - T VERKFRÆÐISTOFAN FENCURehf CONSUITING ENGINEERS TÆKNIÞJÓNUSTA * SKIPAHÖNNUN * VERKLÝSINGAR * KOSTNAÐARÁÆTLANIR * VERKEFTIRLIT * * * * * HALLAPROFANIR STÖÐUGLEIKAÚTREIKNINGAR BT-MÆLINGAR LESTAR- OG HLEÐSLUMÆLINGAR VELTITANKAR WW VERKFRÆÐISTOFAN FENGURehf CONSULTING ENGINEERS Trönuhrauni I 220 Hafnarfjörður Sími:565 5090 Fax:565 2040 10 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.