Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 17
Eiríkur Jónsson stýrimaður sigldi Sveini Jónssyni KE til Suður-Afríku fyrr á árinu og segir hér ferðasögunaí máli og myndum var sía á vatninu sem var vægast sagt ógeðsleg og einnig var sér- stök sía við kaffivélina sem var enn verri. Við höfðum reynt að hella á kaffi en það lyktaði alltaf mjög illa og bragðaðist ennþá verr. Upþúr þessu lagaðist ástandið á vatninu og heilsan skánaði og kaffið varð drekkandi. Eftir þessa reynslu sáum við hversu lítið er raunverulega af lyfjum sem nota má við þessar aðstæður því töfl- urnar kláruðust strax þó við notuðum eins lítið og mögulegt var. Við komum til Las Palmas að kvöldi 26. júni kl. 23 að staðartíma eftir tæplega 9 sólahringa siglingu. Þar tókum við vatn og olíu strax um nóttina og var því lokið kl. 8 um morguninn þann 27. júní. Strax Sveinn við bryggju í Cape Town. um morguninn kom um borð maður sem vildi eiga viðskipti með kopar og aðra málma. Eftir málæði og handapat endaði það með þvi að hann fékk 4 kg af kopar en við tvær léttvínsflöskur sem að hans sögn voru þvílík eðalvín að annað eins var fáheyrt. Þetta voru í raun ódýr vín sem ekkert var varið í, en gaman var að fylgj- ast með þegar hann var að særa koparinn út úr vélstjóranum og mátti ekki á milli sjá hvor var harðari í prúttinu. Deginum eyddu menn við það að skreppa í land og versla lítillega. Mestur tíminn hjá mér fór í reddingar í sambandi við að útvega kost. Þar sem ekki hafði verið pantaður kostur fyrirfram og peningayfirfærslur frá S-Afr- íku taka tíma varð ég að fara með höndlaranum og taka út pening af kortinu til að borga kostinn. Við sáum þarna hvað íslenskur saltfiskur er vel kynntur á Spáni því allan daginn fengum við ekki frið. Spánverjarnir bentu alltaf á fánann og sögðu bacalao og trúðu því ekki að skipið væri ekki fullt af saltfiski. Ólfklegustu menn, þ.á.m hafnarlöggan og olíukallarnir sem voru að afgreiða kínverskan dall sem lá fyrir aftan okkur, voru að betla af okkur og endaði með því að við skiptum á saltfiski og einhverskonar túnfisktegund sem olíukallarnir fengu hjá Kínverjun- ► Ingimundur Valgeirsson - Siglingastofnun Liin£úu\iiín3í\i\n ixm öryggismál h)bh\í 3s\ih\ Fréttaskot - staðan 11. september 2000 Undirbúningsvinnu að gerð langtímaáætlunar um öryggismál sjófarenda lýkur í seinni hluta september mánaðar og verður þá tekin afstaða til athugasemda og tillagna sem hafa borist um öryggismálin. Verkefnisstjórn velur brýnustu verkefnin sem ráðast þarf í og að því loknu er gerð ítarleg framkvæmdaáætlun til ársins 2004 og verður hún lögð fram og kynnt í október 2000. Hluti undirbúningsvinnunnar fólst í að safna saman athugasemdum og tillögum frá sjómönnum og öðrum sem að öryggismálunum koma. Auglýst var eftir þátttakendum og send voru út kynning á verkefni og spurningalistar um öryggismál beint til sjómanna og útgerða. Spurningalistar voru útbúnir sérstaklega fyrir flutningaskip, farþegaskip, fiskiskip og smábáta. Svörun er misgóð eftir tegundum skipa/báta og þann 11. sep- tember hafa borist til baka um tíundi hluti spurningalista. Þátttaka sjómanna var almennt ekki eins góð og vonast var eftir, en þó nokkrir hafa ákveðnar skoðanir á málunum og á mör- gum spurningalistum sem hafa borist til baka eru athyglisverðar athugasemdir. Ýmsar góðar ábendingar fengust frá þeim sem létu í sér heyra eða skiluðu inn skriflegum athugasemdum. Einnig var leitað beint til ýmissa aðila sem hafa sérþekkingu á einstökum þáttum sem tengjast öryggismálunum og tekið var saman efni sem erindi á í áætlunina úr ýmsum nýlegum skýrslum og ritum. Ýmsar upplýsingar um slys á sjó eru teknar saman og verða þær hafðar til hliðsjónar við ákvörðun mikilvægustu verkefna ásamt því að hægt er að nota þær sem mæiigildi á árangur langtímaáætlunar. Athugasemdir hafa komið á marga flokka öryggismálanna og er hugmyndin að birta sem flestar þeirra á heimasíðu verkefnisins ásamt völdum tillögum verkefnisstjórnar þegar þær liggja fyrir. ■ Sjómannablaðið Víkingur - 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.