Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 18
Farið frá borði í ferðalok. Frá vinstri: Cavin, Júlli, Eiríkur, Chris, Georg og Frímann. um. S-Afríkubúarnir kölluðu hann Englafisk. Við elduðum þennan fisk seinna í túrnum og var hann mjög góður. Ekki fór nú svo að við slyppum frá Kanarí án þess að vera rændir en við höfðum verið varaðir við að skilja brúna aldrei mannlausa. Eini tíminn sem enginn var í brú var rétt á meðan við vorum að Ijúka við að taka kostinn niður. Eftir á að hyggja er eini mögueikinn að þjófurinn hafi verið sá sem afgreiddi kostinn, en hann hefur lík- lega gripið með sér GSM síma, myndavél og kíki um leið og hann gekk í land, en hann var alltaf að segja okkur frá hvað menn væru snöggir um borð til að stela. Stolið af kostinum Við fórum síðan frá Las Palmas kl. 22 um kvöldið. Þegar við fór- um að fara í gegn um kostinn daginn eftir kom í Ijós að það vantaði á pöntunina en það sem við höfðum pantað privat fyrir okkur kom allt. Ég sendi því skeyti til fyrir- tækisins sem er með höf- uðstöðvar í Barcelona og kvartaði og lét þá jafn- framt vita að við myndum vara öll íslensk skip sem leið ættu þarna suður eftir við að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki. Fengum við svar frá áðurnefndum manni. Fannst okkur það nú ekki sannfærandi og ég sendi annað skeyti og fór fram á að endur- greiddar yrðu umræddar vörur sem þeir og gerðu. Við erum vissir um að starfsmenn fyrirtækisins stálu því sem uppá vant- aði í kostinn. Þeir hafa tekið sjensinn á að við gætum ekki haft sam- band og þar sem við vor- um aðeins að koma í þetta eina skifti væri í lagi að stela af okkur. Nú tók við sigling suður með ströndum V-Afríku og iundridge vinnuflotgalli' 'Samþykktur af Siglingamálastofnun íslands RAFBJÖRG Vatnagörðum 14 Fax: 581 2935 • Sími: 581 4470 með hverjum deginum sem við sem við sigldum sunnar hitnaði að meðaltali um 1° sjávarhitinn og lofthitinn. Flæst fór hitinn á sjónum í 29° og lofthitinn í 30° frá 12°N og suður undir 03°N var hitinn og loftrakinn mestur. Á morgnana var allt rennandi blautt og yfirleitt al- skýjað alveg fram undir hádegi. Við útbjuggum okkur sundlaug á bátapallinum aftan við brú og var hún notuð á hverjum degi þangað til sjórinn var kominn niður í 19°. Var ansi notalegt að liggja þar yfir heitasta tímann meðan sjórinn var milli 25 til 29° þrátt fyrir að sólin léti á sér standa. Kvöldsögur í brúnni Þann 2. júlí um nóttina fengum við á okkur það sem veðurspáin kallaði thundersquails, en það er fyrirbæri sem stendur yfir frá 10 mínútum til 2 tíma. Þá gerir vind oft á tíðum uppá 8-9 vindstig og eldingar og úrhellisrigningu. í okkar tilfelli stóð fyrirbærið í um 1,5 klst. og logaði himininn í eldingum og rigningin var ofboðsleg. Vind- urinn komst í 8 vindstig en síðan lægði og gerði ágætis veður. Hit- inn í vélarrúminu fór uppí 65-70° og gátu menn ekki verið lengi í einu þar enda rann af vélstjórunum svitinn. Þrátt fyrir þennan mikla hita gátum við keyrt fulla ferð allan tímann, en við höfðum haft á- hyggjur af því að þurfa að minnka ferð yfir heitasta tímann. Ekki tókum við með okkur eina einustu videospólu þannig að við urðum að finna okkur aðra afþreyingu og alveg frá fyrsta degi var það þannig, að á kvöldin ca frá níu til miðnættis vorum við uppí brú og sögðum sögur og spjölluðum saman á meðan við biðum eftir veðr- inu á Standard C tækinu. Einnig fengum við oftast á kvöldin fréttir að heiman frá skipum sem við vorum í sambandi við, fékk þessi stund nafnið Söguhornið og aldrei í heilan mánuð var sama sagan sögð tvisvar. Út af Senegal settum við stefnuna á Walvis Bay og framundan voru 2900 sml á sömu stefnunni eða 134°, en þetta er lengsta strik sem við höfðum nokkru sinni siglt. Þann fimmta júli fór- um við yfir miðbaug kl. 0917 um morguninn. Við höfðum útbúið gerfi sjávarguðsins Póseidon og lék kokkurinn hann með tilþrifum. Við gerðum okkur dagamun og var grillað lambalæri ásamt hvítvíni og fleira góðgæti snætt um ellefu leytið. Við fórum reyndar þrisvar yfir miðbauginn því þegar við vorum komnir vel suður fyrir tókum við stb beygju og fórum stóran hring þannig að við sáum tölurnar breytast úr N í S og úr S í N og síðan aftur úr N í S. Höfðu menn mjög gaman af þessu. Eftir að komið var yfir miðbaug fór að kólna enda vetur á þessum slóðum og sjávarhitinn fór lækkandi og fannst okkur heldur kalt þegar hitinn var kominn í 20°. Þegar komið var suður fyrir 10° S fengum við á móti okkur kaldan straum sem á þessum tíma liggur N og NV með ströndum Afriku og er hann á milli 1-1,5 sml og virt- ist hann alltaf vera sterkastur yfir hádaginn. Á þessu tímabili fór sól- arhringsgangur niður í 225 sml en hafði áður komist í 274 sml þegar best lét. Á þessari leið var ekki mikið líf að sjá að undanskild- * um flugfiskinum sem var oft á tíðum í stórum torfum og virðist út- breiðsla á þessum fiski vera tölverð því við sáum þá fyrst sólarhring áður en við komum til Kanarí og allt niður undir 10°S. Alla leiðina yfir Bengalflóann voru S- SA og SV áttir svona frá 4 uppí 6-7 vind- * stig. Manni fannst ótrúlegt að þegar við vorum sem fjærst landi þá voru 750 sml til lands þar sem styst var og 950 sml þangað sem lengst var til lands. Fagnaðarfundir í Walvis Bay Þann 13. júlí kl. 0830 komum við til Walvis Bay í Namibíu í þokusudda og hráslagalegu veðri, þar er siglt inn eftir rennu sem grafin er í sandbotninn. Aldrei hafa fleiri tekið á móti skipi sem ég hef verið á eða samtals 16 manns. Á dráttarbátnum voru 6 manns og á bryggjunni voru 8 til að taka á móti endunum auk þess voru tveir lóðsar. Vélstjórinn okkar hann Cavin hafði starfað á dráttarbát í Walvis Bay í þrjú ár, síðast árið 1986 og voru fyrrverandi starfsfé- lagar hans á bátnum sem tók á móti okkur og urðu þar fagnaðar- 18 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.