Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 24
Steingrímur Hermannsson um tiiurð kvótakerfisins Sjónarmið LIU varð ofan á unar. Hún tók til starfa í maí 1982 og skilaði fuil- búnu frumvarpi tæpu ári sfðar, skömmu fyrir þing- lok 1983. Þá var of seint að fá frumvarpið sam- þykkt á Alþingi. Það var aldrei lagt fram.“ Aðdragandi þess að sett var á kvótakerfi í sjávarút- vegi á íslandi er saga sem enn hefur ekki verið skráð þótt undarlegt megi virðast. Þegar hagsmuna- aðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiski- veiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip. Tillögur mínar um byggða- eða löndunar- svæðiskvóta voru endanlega jarðaðar." Svo segir Steingrímur Hermannsson fyrrverandi ráðherra í 2. bindi ævisögu sinnar sem Dagur B. Egg- ertsson skráði og kom út fyrir jólin 1999 hjá Vöku- Helgafelli. Steingrímur var sjávarútvegs- og sam- gönguráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sem var við völd frá febrúar 1980 fram á vormánuði 1983. Þar lýkur 2. bindi æviminninganna. Eftir þingkosningar 1983 var mynduð ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks og var Steingrímur forsætisráðherra þeirrar stjórnar en Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Tillög- ur Steingríms sjávarútvegsráðherra um byggða- eða löndunar- svæðiskvóta voru því „endanlega jarðaðar" í ríkisstjórn Steingríms forsætisráðherra, svo undarlega sem það nú hljómar. En það er margt athyglisvert sem Steingrímur Hermannsson, síðasti sjávút- vegsráðherra landsins fyrir kvóta, hefur að segja um tilurð kvótkerf- isins og ýmislegt fleira sem kemur að aðdraganda þess. Sá kafli bókarinnar þar sem fjallað er um þessi mál ber heitið Samgöngur og sirkus sjávarútvegsmálanna. Um tilurð kvótakerfisins segir Steingrímur: „Stuðningur við einhverskonar kvótakerfi fór vaxandi á þessum árum í röðum þeirra sem nálægt sjávarútvegi komu. Á fjórðungs- þingum fiskideilda sem haldin eru fyrir hvert fiskiþing kom fram árið 1981 að allir fjórðungar nema Vestfirðir studdu kvótakerfi í einhverri mynd. Ég hafði hins vegar samúð með málstað Vestfirðinga og sagði í ræðu minni á fiskiþingi að ég mundi fara mér hægt í því að setja kvóta á skip. Ég lagði áherslu á að nýtt fiskiveiðistjórnunar- kerfi yrði að hafa þrennt að markmiði: fiskvernd, gæði og hag- kvæmni. Jafnframt hélt ég fram kostum byggðakvóta með heima- stjórn. Fiskiþing náði ekki samstöðu neinar breytingar árið 1981 og samþykkti stuðning við óbreytt kerfi. Sömu sögu var að segja ári síðar. Áður en þorskbresturinn var farinn að segja verulega til sín árið 1982 starfaði ég áfram í anda „sjávarútvegsráðherra“-nefndarinn- ar. í lok mars árið 1982 sagði ég í viðtali við Tímann að fyrst um sinn væri skynsamlegast að lagfæra skrapdagakerfið. Þær umbæt- ur byggðust fyrst og fremst á því að ég leitaðist við að ákveða ná- kvæmar en áður hvað veiða mætti úr hverjum stofni. Gildandi laga- heimildir frá 1977 gáfu ráðherra heimild til að setja hámark á afla- heimildir, kvóta, ef Hafrannsóknarstofnun teldi viðkomandi stofn vera í hættu. Litið var fram hjá þessu skilyrði í ráðherratíð minni og heildaraflamark ákveðið þótt stofnar teldust ekki í hættu. Fullgild lagaákvæði voru þó ekki fyrir þeirri framkvæmd. Af þeim sökum var stofnuð nefnd til að styrkja valdheimildir ráðherra til fiskveiðistjórn- Steingrímur Hermanns- son: Þegar ég yfirgaf ráðuneytið grunaði mig ekki hversu skammt væri í að Kristján Ragn- arsson hefði sitt fram. Kristján Ragnarsson hafði sitt fram „Kvótakerfi í sjávarútvegi hefur ranglega verið rakið til þessa nefndarstarfs. Merkilegasta dæmið um það er að finna í athugasemdum við frumvarp það sem lagt var fram á þinginu 1983-84 þar sem grundvöllur var lagður að núverandi kvótakerfi. Þar segir að frumvarpið sé „í meginatriðum efnislega samhljóða tillögum nefndarinnar“ sem skipuð var í minni ráðherratíð. Hið rétta er að hún gerði einungis til- lögur sem áttu að skjóta lagastoð undir óbreytta fisk- veiðistjórnun sem hvíldi á veikum lagalegum grunni, eins og fyrr segir. Raunar tóku nefndarmenn sérstak- lega fram í skilagrein sinni til mín að „enda þótt nefndin hafi nokkuð skoðað skipun togveiðiheimilda hefur hún ekki komist að endanlegri niðurstöðu þar um enda er hér um mjög við- kvæmt efni að ræða sem þarfnast nánari athugunar og umfjöllunar." Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-84. Það var sett á fót án þess að umtalsverð um- ræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða f sjávar- útvegsráðuneytinu. Þegar ég yfirgaf ráðuneytið grunaði mig ekki hversu skammt væri í að Kristján Ragnarsson hefði sitt fram. Ég leit ekki svo á að hugmyndirnar um byggðakvóta væru úr sögunni. í mínum huga var um- ræðan rétt að hefjast. Jón B. Jónasson, yfirmaður fiskveiðistjórnunardeildar sjávarútvegs- ráðuneytisins, hefur staðfest í viðtali vegna skrásetningu þessarar bókar að innan ráðuneytisins hafi ekkert verið unnið að undirbúningi kvótakerfis í líkingu við það sem komið var á, hvorki í sjávarútvegs- ráðherratíð minni né raunar haustið 1983. Vinna að útfærslu kvóta- kerfisins hófst ekki fyrr en Halldór Ásgrímsson, eftirmaður minn í sjávarútvegsráðuneytinu, hafði fengið lög þess efnis samþykkt á Al- þingi 28. desember 1983. Þar var ráðherra veitt víðtækt vald til að stjórna veiðum og ákvarða kvóta. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fisveiðistjórn- unar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra út- vegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiði- heimildir fylgdu byggðum urðu undir. í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þar segir meðal annars að kvóti skuli skiptast á skip miðað við veiðireynslu þriggja undan- genginna fisk- veiðiára og til eins árs í senn. Auk þess er kveðið á um að framsal út- hlutaðs aflakvóta milli skipa skuli vera leyfilegt. Þessi ákvæði í samþykkt fiski- þings hafa öll gengið eftir og orðið að lögum þótt ekki hafi þau öll náð fram að ganga (fyrstu at- rennu árið 1984.“i Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra fékk kvótalögin samþykkt á Alþingi. 24 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.