Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 25
Útgerðarmenn þurftu ekki að hætta sinu eigin fé Steingrímur Hermannsson segir að fiskveiðiflotinn hafi átt í sí- felldum vanda meðan hann var sjávarútvegsráðherra og hann virtist fara vaxandi dag frá degi. Yfirvofandi gjaldþrot í útgerðinni hafi verið nær daglega til meðferðar í ráðuneytinu. Ástæður erfið- leikanna hafi ekki síst verið dýr lán, afleiðingar verðtryggingar og óvarlegar fjárfestingar í nýjum og stærri skipum. Engu að síður reyndist erfitt að sporna við stækkun og endurnýjun skipastólsins. Með stærri skipum og öflugri veiðarfærum hafi útgerðarmenn og áhafnir geta gert sér vonir um að draga meiri fisk að landi þá daga sem veiðar voru leyfðar samkvæmt skrapdagakerfinu. Síðan segir Steingrímur: „Fleiri atriði skiptu þó máli. Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra úvegsmanna, var eitt sinn að því spurður hvers vegna útgerðarmenn sæktu svo stíft eftir heimild- um til að kaupa nýja og stærri togara fyrst þeir væru reknir með bullandi tapi. Kristján svaraði, og eflaust af hreinskilni, að það gerðu þeir vegna þess að þeir þyrftu ekki að hætta sínu eigin fé við fjárfestingarnar. Þeir fengju lánað nær til fulls fyrir kaupunum úr opinberum sjóðum og veðin væru aðeins í skipunum sjálfum. Útgerðarmenn hefðu því engu að tapa. Mér þótti þetta heldur vafasamt siðferði þótt skýringin ætti eflaust við rök að styðjast. Það er umhugsunarefni að fáum árum síðar voru þessir sömu menn, sem ekki hættu eigin fjármagni nema að iitlu leyti til kaupa á skipum, eftir því sem Kristján Ragnarsson sagði, taldir sjálf- sagðir handhafar, ef ekki eigendur kvótans þegar hann kom til sögunnar. Þá voru rökin þau að þeir hefðu með eigin dugnaði, fjármagni og fórnarlund dregið fiskinn úr sjó og fært hann á land áratugum saman.“ ■ Sjómenn voru hlunnfarnir egar Steingrímur Hermannsson rifjasr upp þau ár sem hann gegndi störfum sjávarútvegsráðherra kemst hann að þeirri nið- urstöðu að sjómenn hafi oft verið hlunnfarnir í launum. Venjulegt launafólk fékk kauphækkanir ársfjórðungslega í samræmi við hækkun verðlags, eins og kjarasamningar kváðu á um og vísitalan sýndi. „Frá þessu voru mikilvægar undantekningar. Sjómenn fengu laun sem voru hluti af verðmæti þess afla sem að landi kom. Þeir voru þannig nánast eina stéttin í landinu sem ekki hafði verðtryggð laun. Af þessu leiddi að þeir áttu tekjur sínar undir fiskverði", segir Steingrímur. Hann rekur síðan með hvaða hætti fiskverð var á- kveðið og þykir lítið til vinnubragðanna koma. Fiskverð hafi verið á- kveðið oft á ári og stöðugar deilur hafi rtaðið um það. Lögum sam- kvæmt átti sjávarútvegsráðherra hvergi að koma við sögu því fisk- verð skyldi ákvarðað í samningum kaupenda og seljenda. Raunin hafi hins vegar orðið sú að á borði sjávarútvegsráðherra og ríkis- stjórnarinnar hafi afgreiðsla fiskverðs iðulega farið fram. „Þegar öllu er á botninn hvolft hygg ég að sjómenn hafi verið þeir sem báru skarðastan hlut frá borði við fiskverðsákvarðanir, því sömu aðilar stóðu einatt fyrir útgerð og fiskvinnslu. Með lágu fisk- verði mátti halda launum sjómanna niðri og þar með lækka heild- arkostnað við veiðar og vinnslu. Þessi fyrirtæki gátu með öðrum orðum þolað að útgerðin væri rekin með tapi ef hagnaður væri að sama skapi af vinnslunni. Sú varð oft raunin," segir Steingrímur. Ráðríki Kristjáns Iævisögu sinni nefnir Stein- grímur Her- mannsson sam- skiptin við for- ystumenn sjó- manna og út- vegsmanna þau ár sem hann var sjávarút- vegsráðherra. Þar segir: „í sjávarút- vegsráðuneyt- inu kynntist ég þessum undir- stöðuatvinnuvegi vel með kynnum af mörgu því úrvalsfólki sem við hann starfaði. Ég dáðist mjög að íslenskum sjómönnum og ekki dró úr því við nánari kynni þótt oft ætti ég í hörðum deilum við ýmsa forystumenn þeirra. Óskar Vigfússon, for- maður Sjó- mannasam- bandsins, var einn þeirra sem mér líkaði hvað best við. Við vorum langt frá því að vera sammála um alla hluti. Hann dró ekki heldur af sér í gagnrýni á störf mín. Mér þótti hann hins vegar viðræðu- góður og skilningsríkur. Hið sama má að mörgu leyti segja um Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann gekk þó að mínu mati allt of langt í ráðríki um allt sem viðkom sjáv- arútvegi. Kristján leit á atvinnugreinina eins og hún væri ríki hans sjálfs. Yfirlýsingar hans voru óbilgjarnar og beinskeyttar. Mér þóttu þær ekki alltaf hæfa efninu. Stóryrðin misstu því oftar en ekki marks. Ég virti Kristján þó fyrir dugnað hans og ýtni fyrir hönd sinna umbjóðenda. Fiskiveiðistjórninni vildi ég hins vegar ekki láta hann ráða.“ ■ Eins og fjölleikahús Áður en við skiljum við endurminningar Steingríms Hermanns- sonar úr sjávarútvegsráðuneytinu er rétt að staldra við eftirfar- andi upprifjun hans um veru hans í ráðuneytinu: „Sjávarútvegsmálin voru eins og fjölleikahús. Hver uppákoman rak aðra, deilur voru daglegt brauð og skiptar skoðanir voru regla en ekki undantekning. Fátt virtist í föstum skorðum og ráðherr- ann varð að gera sér að góðu að dansa á mjórri línu málamiðl- ana milli hagsmunahópanna. Þeir sýndu klærnar við hvert fótmál og gerðu sig líklega til að rífa ráðherrann í sig. Ef ég missteig mig á þessum meðalvegi var voðinn vís. Ljónagryfjur voru á báða vegu. Oft og tíðum var ekki aðeins við deiluaðilana sjálfa að etja. Á Alþingi og í blöðum voru stóru orðin ekki spöruð. Sjáv- arútvegsráðherra gat löngum virst óvinsælasti maður landsins.“ ■ Óskar Vigfússon gangrýndi störf Steingríms en var viðræðugóður. Kristján Ragnarsson gekk alltof langt í ráðríki. Sjómannablaðið Víkingur - 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.