Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 29
Hvernig má bæta hin neikvæðu áhrif?
Hvað er þá hægt að gera til þess að draga sem mest úr slæmum
áhrifum síbreytilegs vinnutíma? Rannsóknir hafa sýnt að eftirtalin
atriði eru mikilvæg:
H fræða starfsmenn um áhrif vaktavinnu tii að gera einstaklingum
kleift að fyrirbyggja og/eða milda þessi áhrif
2+ koma í veg fyrir eða fækka sem kostur er vöktum sem sífellt
eyðileggja eðlilegan svefntíma, þ.e. svefn á eðlilegum tíma sól-
arhrings
3. breyta um vinnutíma með klukkunni, en ekki á móti henni, ef
um t.d. þrískiptar vaktir er að ræða
4 hafa sem mesta reglu á vaktabreytingum og skipulagi.
ÍL fræða starfsmenn um svefn og svefnheilsufræði, þannig að
þeir geti tryggt sér sem bestan svefn þegar þeir þurfa að sofa
6, tryggja nægilega langa og góða hvfld og frí á milli vakta,
þannig að ekki hlaðist upp þreyta og syfja (koma í veg fyrir
aukavinnu sem kemur niður á hvíld)
~L vanda sem mest til lýsingar á vinnustað þar sem unnið er á
nóttunni, þar sem vitað er að framleiðsla melatóníns stöðvast
af birtu.Þannig má stuðla að því að starfsmaðurinn verði betur
vakandi þegar hann þarf á því að halda
8. leggja sig stuttan tíma fyrir næturvakt. Það er betra en að
leggja sig á vaktinni
9^ taka tillit til þess að vaktavinna eða síbreytilegur vinnutími og
næturvinna er erfiðara fyrir þá sem eru kvöldsvæfir og árrisulir
10. taka tillit til þess að svefn og dægursveifla breytist/styttist með
hækkandi aldri og laga vinnufyrirkomulagið að þeim sem eiga
orðið erfitt með skiptingar, gefa þeim eldri tækifæri til að hætta
vaktavinnu ef mögulegt er
11. gefa starfsmönnum tækifæri til þess að leggja sig stuttan stund
á vaktinni, ef tækifæri er til, þetta bætir líðan þeirra, kemur í
veg fyrir óafvitandi syfju, eykur árvekni og bætir athygli
12. hafa næturvaktir sem fæstar í einu
Lokaorð
Hér hafa í stuttu máli verið tíundaðir kostir og gallar mismunandi
tegunda vaktavinnu og reynt hefur verið að tengja þá umræðu við
fyrirliggjandi vitneskju um svefn og dægursveiflur. Eins og fram hef-
ur komið er ákaflega mismunandi hvernig vaktakerfi hentar hverjum
vinnustað og hverju verkefni og verður að sjálfsögðu að meta það í
hverju tilviki fyrir sig. Engar algildar reglur eða leiðbeiningar eru til
um hvað sé besta vaktakerfið og því er afar erfitt að meta fyrirfram
kosti og galla mismunandi kerfa.
Hinar almennu reglur sem tíundaðar hafa verið hér eru að sjálf-
sögðu mikilvægar við skipulagningu vaktavinnu, en brýnna er að
fylgjast kerfisbundið með reynslunni af því kerfi sem er í notkun. Ef
slíkt er gert er ekki nóg að spyrja fólk hvernig því líki vinnufyrir-
komulagið, heldur er nauðsynlegt að fram fari kerfisbundin rann-
sókn á svefni og vökuástandi, að fylgst sé með svefnmynstri og
dægursveiflum á löngu tímabili, ásamt því að meta á hlutlægan hátt
líkamlegt og andlegt ástand þeirra sem í kerfinu vinna. Þannig
mætti fá svör við því hvernig kerfið reynist og í framhaldi af slíkri
rannsókn má breyta og reyna að laga þá galla sem fram kæmu. ■
Frekari fróðleikur á NetDoktor.is: svefntruflanir
Gagnlegar vefsíður með upplýsingum um svefn og svefnvanda:
http://www.sleephomepages.org/
http://www.sro.org/
Heimildaskrá
1. Rechtschaffen, A., & Kales, A. (Eds.). (1968). A Manual of Standardized
Terminology, techniques, and scoring system for Sleep Stages of Human
Subjects . Los Angeles: Brain Information Service/Brain Research Institute,
University of California at Los Angeles.
2. Dijk, D.J., Brunner, D.P., Beersma, D.G.M., & Borbely, A.A. (1990). Elect-
roencephalogram power density and slow wave sleep as a function of prior
waking and circadian phase. Sleep, 13(5), 430-440.
3. Gillberg, M., Andersen, I., & Akerstedt, T. (1991). Recovery within day-time
sleep after slow wave sleep suppression. Electroencephalography and Clin-
ical Neurophysiology, 78, 267-273.
4. Akerstedt, T., & Gillberg, M. (1986). Sleep duration and the power spectral
density of the EEG. EEG Journal, 64, 119-122.
5. Torsvall, L., & Akerstedt, T. (1987). Sleepiness on the job:Continously mea-
sured changes in train drivers. Electroencephalography and Clin Neurophysi-
ology, 66, 502-511.
6. Torsvall, L., & Akerstedt, T. (1988). Disturbed sleep while being on-call: an
EEG study of ships' engineers. Sleep, 11(1), 35-8.
7. Akerstedt, T„ Kecklund, G„ & Knutsson, A. (1991). Manifrest sleepiness and
the spectral content of the EEG during shift work. Sleep, 14(3), 221-225.
8. Corsi-Cabrera, M„ Ramos, J„ Arce, C„ Guevara, M.A., Ponce-de Leon, M„
& Lorenzo, I. (1992). Changes in the waking EEG as a consequence of sleep
and sleep deprivation [see commentsj. Sleep, 15(6), 550-5.
9. Menna-Barreto L, Benedito-Silva Aa, Moreno Cr, Fischer Fm, & Marques N
(1993). individual differences in night and continuously-rotating shiftwork:
seeking anticipatory rather than compensatory strategy. Ergonomics, 36(1-3),
135-40.
10. Parkes Kr (1994). Sleep patterns, shiftwork, and individual differences: a
comparison of onshore and offshore control-room operators. Ergonomics,
37(5), 827-44.
11. Tepas Di, Duchon Jc, & Gersten Ah (1993). Shiftwork and the older worker.
Experimental Aging Research, 19(4), 295-320.
12. Oginska H, Pokorski J, & Oginski A (1993). Gender, ageing, and shiftwork in-
tolerance. Ergonomics, 36(1-3), 161-8.
13. Harma M (1993). Individual differences in tolerance to shiftwork: a review.
[Reviewj. Ergonomics, 36(1-3), 101-9.
14. Folkard S, Totterdell P, Minors D, & Waterhouse J (1993). Dissecting circadian
performance rhythms: implications for shiftwork. Ergonomics, 36(1-3), 283-8.
15. Vidacek S, Radosevic-Vidacek B, Kaliterna L, & Prizmic Z (1993). Individual
differences in circadian rhythm parameters and short-term tolerance to
shiftwork: a follow-up study. Ergonomics, 36(1-3), 117-23.
16. Iskra-Golec I (1993).The relationship between circadian, personality, and
temperament characteristics and attitude towards shiftwork. Ergonomics,
36(1-3), 149-53.
17. Healy D, Minors Ds, & Waterhouse Jm (1993). Shiftwork, helplessness and
depression. Journal of Affective Disorders, 29(1), 17-25.
18. Smith L, & Folkard S (1993). The perceptions and feelings of shiftworkers’
partners. Ergonomics, 36(1-3), 299-305.
19. Jaffe Mp, Smolensky Mh, & Wun Cc (1996). Sleep quality and physical and
social well-being in North American petrochemical shift workers. Southern
Medical Journal, 89(3), 305-12.
20. Escriba-Aguir V (1992). Nurses' attitudes towards shiftwork and quality of life.
Scandinavian Journal of Social Medicine, 20(2), 115-8.
21. McNamee R, Binks K, Jones S, Faulkner D, Slovak A, & Cherry Nm (1996).
Shiftwork and mortality from ischaemic heart disease. Occupational & En-
vironmental Medicine, 53(6), 367-73.
22. Fujiwara S, Shinkai S, Kurokawa Y, & Watanabe T (1992). The acute effects
of experimental short-term evening and night shifts on human circadian rhyt-
hm: the oral temperature, heart rate, serum cortisol and urinary catechola-
mines levels. International Archives of Occupational & Environmental Health,
63(6), 409-18.
23. Williamson Am, Gower Cg, & Clarke Bc (1994). Changing the hours of
shiftwork: a comparison of 8- and 12-hour shift rosters in a group of comput-
er operators. Ergonomics, 37(2), 287-98.
24. Duchon Jc, Keran Cm, & Smith Tj (1994). Extended workdays in an und-
erground mine: a work performance analysis. Human Factors, 36(2), 258-68.
Ennfremur var stuðst við eftirtaldar heimildir þó þeirra sé ekki
sérstaklega getið í texta.
Folkard, S. & Monks, T.H. (Eds). Hours of work: Temporal factors
in work scheduling. Chichester, John Wiley, 1985.
Thorpy, M.J. (ed). Handbook of sleep disorders. Marcel Dekker,
Inc. New York, 1990.
Sjómannablaðið Víkingur - 29