Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 37
Gróska hjá Fiskmarkaði Suðurlands Fiskmarkaður Suðurlands ehf hefur yfirtekið rekstur Fiskmarkað- arins í Þorlákshöfn hf. í kjölfar þess að ísfélag Þorlákshafnar seldi allt sitt hlutafé í Fiskmarkaðinum í Þorlákshöfn og þar með rekstur fiskmarkaðarins. Fiskmarkaður Suðurlands ehf. hóf starf- semi sína í október 1997 og hefur reksturinn gengið vel. Á síð- asta ári seldi FSU um fimm þúsund tonn. Gert er ráð fyrir ein- hverri aukningu á þessu ári og umtalsverðri aukningu á næsta ári. Fiskmarkaðurinn er fluttur að Hafnarskeiði 11 í nýlegt hús- næði sem hentar starfseminni mjög vel. Eigendur Fiskmarkaðs Suðurlands eru Bjarni Áskelsson, sem jafnframt er framkvæmda- stjóri, Vilhjálmur Garðarsson og Sævar Sveinsson. Hjá markaðin- um vinna 2-3 menn. ■ Nes fær nýjan Hauk Skipafélagið Nes í Hafnarfirði hefur fengið nýjan Hauk í stað þess eldra sem var seldur úr landi. Haukur er smíðaður 1990 í Júgóslavíu en var keyptur frá Noregi. Hann er útbúinn með gröfu og skipið getur því losað sjálft þegar það er í mjölflutning- um. Sex manna áhöfn er á skipinu og eru skipstjóri og vélstjóri íslenskir. Haukur er 3.050 DWT, 74,65 metrar að lengd og 12.70 á breidd. Önnur skip í eigu Nes eru Lómur og Svanur. ■ Haukur kemur að bryggju í Hafnarfirði. í umsjón Hilmars Snorrasonar Það hefur ekki farið framhjá nokkrum íslendingi að netið er orð- inn jafn sjálfsagður miðill, á hverju heimili, og dagblöðin. En net- ið hefur engin landamerki og því hefur það orðið til þess að í æ ríkara mæli eru sjómenn farnir að tengjast á netið utan úr sjó. Þar sem ekki er mikill tengihraði við netið í gegnum farsíma get- ur reynst tímafrekt að ráfa um netið og leita að áhugaverðum síðum sem tengjast atvinnugreininni. Með þessum nýja dálki verður fjallað um ýmsar áhugaverðar heimasíður sem tengjast sjómennsku á einn eða annan hátt og er það von okkar að ein- hverjir hafi gaman af. í þessum fyrsta dálki verður einungis minnst á innlenda vefi og er við hæfi að byrja á ráðuneyti samgöngumála á íslandi http://brunnur.stjr.is/interpro/samgongur/samgongur.nsf/- pages/index.html þar sem getur að líta ýmsar upplýsingar um starfsemi ráðuneytisins er tengjast sjómennsku og siglingum. Siglingastofnun er að finna á www.sigling.is og er sá vefur mjög skemmtilegur. Þar er hægt að fá upplýsingar um veður og sjó- lag, lesa reglugerðir og hvað sé á döfinni hjá stofnuninni. Þetta er síða sem allir sjómenn eiga að vera fastagestir inn á. Nú er í gangi verkefnisvinna um stefnu í öryggismálum sjómanna næstu árin og er sérstök síða því helguð á vef stofnunarinnar. Næst er ferð okkar heitið í sjávarútvegsráðuneytið www.fisheries.is/is- lenska/index.htm og má þar finna áhugaverðar upplýsingar um sjávarútveginn. Þar er hægt að fræðast um stjórnkerfi fiskveiða Ekki hafa útgerðir látið á sér standa með að koma upp heima- síðum. Þar er að finna upplýsingar um skip þeirra svo og starf- semi fyrirtækjanna. Hér koma ýmsar útgerðarsíður, Granda finn- um við á www.grandi.is/ og eru þar lýsingar á skipum útgerðar- innar. Einnig er hægt að lesa fréttabréf Granda. ÚA http://www.ua.is/ hefur gert áhugaverða hluti á síðum sínum en þar er hægt m. a. að skoða sig um í vélarúmi Harðbaks. Áhöfnin á Sléttbak hefur komið sér upp heimasíðu http://notendur.cen- trum.is/~slettb/index.html og er hægt að komast á hana af síðu útgerðarinnar. ísfélag Vestmannaeyja http://www.eyjar.is/-is- felag/main.html hefur komið fyrir skipafréttum á forsíðu sinni auk þess sem þar er að finna upplýsingar um skipin þeirra. Heima- síða Samherja www.samherji.is er ákaflega áhugaverð og vel gerð síða þar sem eru m.a. upplýsingar um veiðiferðir allra skipa útgerðarinnar ásamt afla úr hverri ferð. Sérstakur fréttaþáttur er á síðunni þar sem lesa má vandaðar fréttir af starfseminni. Fyrir áhugamenn um skip þá er öflugasta vefinn í þeim efnum að finna hjá Skerplu www.skerpla.is. Þar er hægt að leita að skipum eftir ýmsum leiðum s.s. nafni, heimahöfn, stærð og smíðaári. Þá eru Ijósmyndir af hverju skipi ásamt upplýsingum um það og útgerð þess auk aflamarks. Víða má finna Ijósmyndir af skipum á netinu en gaman er að skoða Ijósmyndasafn Stein- gríms á Siglufirði www2.islandia.is/baddy/. Þar er að finna fimm síður með skipamyndum frá Siglufirði og er ekki laust við síldar- stemmingu á þeim. Að lokum vil ég geta vefs sem reyndar er á ensku og fjallar um þýska kafbáta. U-Boat net er að finna á http://uboat.net/ en þennan vef á Hafnfirðingur að nafni Guðmundur Helgason. Þessi vefur hefur fengið margar viðurkenningar en hann fjallar um kafbáta Þjóðverja úr seinni heimsstyrjöldinni. Of langt mál er að lýsa þessum vef en sjón er sögu rikari. Ótrúlegur vefur sem enginn stríðsáhugamaður má láta fara framhjá sér. ■ Góða skemmtun á netinu! Sjómannablaðið Víkingur - 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.