Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 40
Nýjungar í fjarskiptum við skip NetHnöttur Tæknivals Sítenging við Netið NetHnöttur Tæknivals hefur ver- ið til prófunar um borð í Mána- fossi EIMSKIPS, en um er að ræða búnað sem sítengir íslenska sjófarendur við Netið um gervi- hnött. „NethnötturTæknivals felur í sér samskiptabyltingu fyrir alla þá sem starfa á hafi úti og rýfur á margan hátt þá einangrun sem sjómenn þekkja ofurvel," segir Bergsteinn Hjörleifsson ráðgjafi hjá Tæknivali en hann ásamt Ara Jóhannessyni sérfræðingi Tæknivals í gervihnattamálum hefur haft yfirumsjón með prófunum um borð í Mánafossi. Bergsteinn bendir á að sjófarendur hafi að mestu leyti verið sniðgengnir í þeirri upplýsingabyltingu sem orðið hefur á síð- ustu árum „á fasta landinu", en með NetHnetti Tæknivals nái upp- lýsingatæknin út á haf til sjófarenda. Margir kostir - sumir óvæntir! Bergsteinn segir að þessar tilraunir hafi gengið eins og best verður á kosið, tækjabúnaðurinn hafi reynst vel við verstu aðstæð- ur, mikla ölduhæð og mikinn velt- ing. Netið sem upplýsingaveita hafi nýst skipstjórnarmönnum mjög vel, einkanlega veðurspárkerfið Halo sem hafi meðal annars leitt til þess að Mánafoss leitaði vars í tæka tíð áður en norðanbál skall á fyrir norðaustan land. „Við vissum af augljósum kostum fyrir útgerðir að hafa NetHnött Tæknivals um borð en svo hafa nýir kostir komið fram sem við þekktum ekki. Til dæmis má leiða sterkar líkur að því að Mánafoss hafi sloppið við tjón í ofsaveðri vegna Nethnattarins,“ segir Bergsteinn. Sparar stórfé og tíma Nethnöttur Tæknivals var fyrst kynntur á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi síðastliðið haust og vakti mikla athygli, enda þessi tæknilausn ekki þekkt í heiminum. í raun má segja að Nethnöttur Tæknivals opni sjófarendum heim nútíma samkipta sem áður var óþekktur til sjós. Skipin eru sitengd Netinu með hraðvirkari teng- Radiomiðun EMSAT lækkar símkostnaðinn „Við erum að taka í notkun nýtt gervihnattasímakerfi, EMSAT. Símtöl fara um fastsettan gervihnött og er svipað Inmarsat mini. Þessi hnöttur þjónar mjög vel okkar hafsvæði því það nær yfir alla Evrópu og Norður-Atlantshafið. Með aukinni samkeppni lækkar verð símtala. Við getum boðið mjög hagstætt verð, um eða undir 100 krónum á mínutu, um 1,3 dollara," sagði Jóhann Bjarnason framkvæmdastjóri Radimiðunar í samtali við blaðið. Að sögn Jóhanns er EMSAT símkerfið komið í átta skip og hefur reynst mjög vel. „Þarna eru menn með í einu kerfi tal, fax og gagnaflutning. Flutningurinn er stafrænn og ekki hægt að hlera það sem fer á milli og aðeins er greitt fyrir þann tíma sem notaður er. Þá erum við með sérstakan þjónustubanka fyrir sjó- farendur þar sem við erum með sértæka upplýsingaveitu. Þar er fimm daga veðurspá í samstarfi við Veðurstofuna, sjóveðurspá, erlent veðurkort, upplýsingar frá Siglingastofnun um öldudufl, upplýsingar frá Fiskistofu um lokanir og fleira, upplýsingar um gengi gjaldmiðla, verð á fiskmörkuðum hér heima og erlendis. Einnig tengingu við mbl.is og Fiskifréttir, svo dæmi séu nefnd. Með þessu er búið að rjúfa ákveðna einangrun og þessi sér- tæka lausn er sniðin að þeirri flutningsgetu sem við höfum í dag og upplýsingarnar er hægt að skoða myndrænt," sagði Jóhann Bjarnason. ■ SeaTel gervihnattasjónvarp frá ísmar Stödugt fleiri skip eru tengd SeaTel sjónvarpsloftnet ásamt móttökubúnaði gerir skipum kleyft að ná gervihnattasjónvarpi út á rúmsjó. Reynir Guðjóns- son framkvæmdastjóri fsrnar, sem selur búnaðinn, segir að æ fleiri íslensk skip séu búin SeaTel. Nú síðast hafi Samherji fest kaup á móttökubúnaðinum fyrir sín skip. Hægt er að nota bún- aðinn til að ná fleiru en sjónvarpssendingum og taldi Reynir lík- legt að þess yrði ekki langt að bíða að Morgunblaðið yrði sent til sjómanna þessa leið. Enn sem komið er nást aðeins erlendar sjónvarpsrásir um SeaTel, en á því kann að verða breyting áður en langt um líður. Ekkert er því til fyrirstöðu að senda efni íslenskra sjónvarps- stöðva til sjómanna um gervihnetti. Af hálfu stjórnvalda er nú verið að athuga með að senda dagskrá sjónvarps upp í gervi- hnött sem gerði íslendingum erlendis fært að ná íslensku sjón- varpi og þá sjómönnum á hafi úti um leið. Allur tæknibúnaður er fyrir hendi og þetta er aðeins spurning um peninga, en kostnaður er áætlaður 60 til 80 milljónir króna á ári. Það kann að reka á eftir málinu að með því að taka upp slfkt samband mætti koma sjónvarpi til afskekktra sveitabæja sem ekki ná út- sendingum sjónvarps gegnum endurvarpskerfið. Sambands- leysi einstakra bænda við sjónvarpsheiminn hefur oft verið til umræðu á Alþingi þótt lítið hafi þar verið rætt um einangrun sjómanna á þessu sviði. ■ 40 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.