Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 43
Þrenn hjón, gömul, miðaldra og nýgift fóru í kaþólsku kirkjuna og vildu ganga í söfnuð- inn. Presturinn segir þeim að til þess að það megi verða þurfi þau að lifa skírlífi í tvær vikur. Hjón ganga að þessu og komu aftur eftir tvær vikur. Presturinn segir þá við gömlu hjónin: -Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vik- ur? Gamli maðurinn svaraði strax: -Ekkert mál, faðir. - Til hamingu, segir presturinn. -Velkomin í söfnuðinn. Hann snýr sér að miðaldra hjón- unum og spyr: -Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur? Maðurinn svarar: -Fyrsta vikan var f lagi, en í seinni vikunni þurfti ég að sofa í sófanum nokkrar nætur. Við höfðum það samt. - Til hamingju, segir presturinn. -Velkomin í söfnuðinn. Að lokum spyr hann ungu hjónin: -Jæja, gátuð þið verið án kynlífs í tvær vikur? - Nei, svaraði ungi maðurinn dapur í bragði.-Við gátum ekki verið án kynlífs í tvær vikur. - Hvað gerðist?, spyr presturinn. - Konan mín missti mjólkurfernu í gólfið. Ég stóð fyrir aftan hana og þegar hún beygði sig niður til að taka hana upp stóðst ég ekki mátið og... - Þið skiljið það, sagði presturinn, að þetta þýðir að þið eruð ekki velkomin í söfnuðinn. - Við skiljum það, sagði ungi maðurinn. - Við erum heldur ekki velkomin aftur í Bón- us. Ungur drengur í Rússlandi var að tala við afa sinn. - Afi. Hvað er perestrojka? - Sérðu þessar tvær kolafötur, drengur minn? Önnur er full en hin er tóm. - Já, ég sé þær. Afinn tekur fullu kolafötuna og hvoiíir úr henni yfir í þá tómu. - Þetta er perestrojka, drengur minn. - En þetta er bara það sama? - Já, en þú heyrðir hávaðann. Eftir þriggja ára hjónaband var konan enn að yfirheyra mann sinn um fortíðina. -Segðu mér nú sannleikann. Hvað hefur þú sofið hjá mörgum konum? -Æi, láttu ekki svona. Þú verður alveg vit- laus ef ég segði þér það. Hún lofaði því að reiðast ekki og hann lét tilleiðast. -Allt í lagi, sagði maðurinn og byrjaði að telja á fingrum sér. -Ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex, sjö - svo komst þú - níu, tíu ell- efu, tólf, þrettán... Nokkur hvellur varð fyrir skömmu þegar Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra skipaði karlmann í stöðu hæstaréttardóm- ara, en nokkrar konur voru meðal umsækj- enda. Ýmsum konum þótti freklega gengið framhjá kynsystrum sínum og lágu ekki á þeirri skoðun. En það er ekkert nýtt að barist sé fyrir rétti kvenna til að eiga jafna möguleika og karlar til embætta. Þegar Ingibjörg H. Bjarnadóttir var á þingi fyrir mörgum áratugum vildi hún stuðla að auk- inni þátttöku kvenna í opinberu lífi. Sagt er að eitt sinn þegar rætt var um skipun fimm manna nefndar sem vinna skyldi ákveðið verk- efni, hafi Ingibjörg kvatt sér hljóðs og lagt til að mælt yrði fyrir um það að „tvær færar konur“ skyldu eiga sæti í nefndinni. Pétur Ottesen gat þá ekki á sér setið og sagði að þetta væri illa grunduð tillaga hjá háttvirtum þing- manni því fær kona gæti orðið vanfær á augabragði. Ingibjörg reiddist þessu heiftarlega, rauk út af fundi og skellti á eftir sér svo húnninn fauk af hurð- inni. Þrír írar voru í sér- stakri meðferð sem átti að lækna þá af stami. Talkennarinn sem tók þetta verk- efni að sér var ung og sérstaklega glæsi- leg kona. Þrátt fyrir að hún reyndi til hins ítrasta virtist árangur lítill sem enginn. Hún ákváð þá að reyna nýja aðferð. Tilkynnti að hún skyldi njóta ásta með þeim sem gæti sagt hvar hann væri fæddur án þess að stama. Sá fyrsti stóð upp og sagði: „B-B-B-B- Belf-f-f-f-ast“ og settist vonsvikinn niður. Næsti stóð upp og sagði: „D-D-D-Dublin“ og settist niður, vonbrigðin uppmáluð. Sá þriðji stóð upp og sagði: „London.“ Undrandi og glöð greip konan til manns- ins og fór með hann inn í næsta herbergi. Þau komu aftur eftir hálftíma og maðurinn var eitt sælubros í framan. Áður en kennsl- an hélt áfram spurði konan hvort einhver þremenningana vildi segja eitthvað. Þá rétti sigurvegarinn upp hönd og sagði: „d-d-d-d- erry.“ Allt á einu bretti! til netaveiða Eitt símtal • Ein pöntun • Ein sending IMETASALAIXI Skútuvogi 1E-L • Sími 5GB 1819 • Fax 5E8 I8E4 Sjómannablaðiö Víkingur - 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.