Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 44
Legið við ísbrúnina skammt frá Kulusuk. Ólafsvík. Hann bauð mér að taka við skipstjórn á nýjum togara fé- lagsins. Ég sló strax til og varð skipstjóri á Má SH sem var nýsmíði frá Portúgal. Áður hafði mér verið boðið að taka skipstjórn á togar- anum Sölva Bjarnasyni BA. Ársæll Egilsson, útgerðarmaður á Tálknafirði, hafði um sama leyti samband við mig en að athuguðu máli hafnaði ég því boði. n Árið 1980 hélt ég til Portúgal til að sækja nýja skipið. Skipasmíðastöðin var skammt frá Oporto og þar vorum við á meðan lokið var við smíði Más í tæpa 3 mánuði. Þarna störfuðu um 1800 manns sem borðuðu allir í sama mötuneytinu. Reglan var sú að gefa rótsterkan snaps eftir matinn og það vakti mikla undrun okkar að sjá alla þessa karla standa í biðröð til að fá snapsinn. Þarna var höndlari sem seldi okkur kost og annað tilfallandi fyrir brottförina til íslands. Hann var svertingi og hvers manns hugljúfi og þegar kveðjustundin rann upp kvaddi hann mennn með því að óska far- sældar og mikillar veiði. Þá sagði einhver við hann að íslendingar væru svo hjátrúarfullir að þeir trúðu því að óskir um góðan afla leiddu af sér andhverfu sína. Honum brá nokk- uð en síðan hálfhljóp hann til mín og sagði: „Not fish for you.” Síðan kyssti hann mig á báðar kinnar. Heimferðin gekk síðan að óskum og skipið reyndist í alla staði hið besta þegar við byrjuðum veiðar. Mér gekk vel og eitt árið náðum við að vera hæstir yfir landið. Ég var með Má í sjö ár og þetta gekk allt ágætlega. Reksturinn var þó þungur vegna þess að kaupin voru að mestu fjármögnuð með skammtímalánum. Ég var með afburðamannskap sem var lykilatriði til að ná góðum árangri. Garðar Rafnsson var vélstjóri hjá mér allan timann og hann sá um að vélakramið snerist allt eins og klukka. Hann var afskaplega hæfur maður en hæglátur. Það gekk oft mikið á í brúnni þegar ég hífði svo ekki sé talað um ef aflinn var góður. Garðar varð eitt sinn fyrir því óhappi að snúa sig á fæti. Hann kom upp í brú þar sem hann kom sér vel fyrir og setti fótinn upp á radar- inn. Þegar pokinn var hífður inn kom í Ijós 20 tonna hal. Ég varð himilifandi og í æsingnum greip ég í það sem næst var hendi. Það reyndist vera löppin á Garðari og hann rak upp sársaukavein svo skar f eyru. Þetta var auðvitað óviljaverk og mér dauðbrá þó ég hafi síðar hlegið að atvikinu. Á Má lenti ég í skelfilegustu reynslu minni til sjós. Við vorum á landleið með metafla sem reyndist vera 320 tonn. Búið var að fylla lestina og millidekkið en ekki búið að ganga frá aflanum, þegar við nálguðumst Rif. Ég sló af og sagði vélstjóranum að halda skipinu í ákveðinni fjarlægð frá Rifsbaujunni. Ég fór síðan niður á millidekk til að hjálpa til í aðgerðinni sem eftir á að hyggja voru mistök. Mér virðist sem vélstjórinn hafi farið niður í vél og skilið eftir aðkúplað svo skipið dólaði bara beint upp í Ólafsvíkurennið. Þar sem ég var í aðgerðinni byrjuðu slíkir skruðningar að ég man ekki annað eins. Millidekkið var hálffullt af fiski og ég þurfti að skríða yfir hrúguna til að komast í brúnna. Ég gerði mér fljótt grein fyrir því að við værum komnir upp í fjöru og skipið strandað. Þegar ég komst upp í brú reyndist ótti minn á rökum reistur. Það var hrikaleg upplifun að sjá að skipið var strandað. Þarna lá skipið og horfurnar voru ekki bjart- ar þar sem var að fjara út. Tilraunir til að bakka af strandstaðnum reyndust árangurslausar og skipið var klossfast. Ég hringdi í Krist- ján útgerðarmann sem sendi bátinn Hring út til að toga í okkur. Það gekk fljótlega að losa okkur af strandstað en ég taldi víst að botn skipsins hlyti að vera stórskemmdur. Stýrið var fast í borði en við gátum notað neyðarstýrið til að komast að bryggju. Þrátt fyrir á- fallið var í lagi með sjálfan mig þar til búið var að binda skipið. Þá helltist örvæntingin yfir mig og fór strax niður í káetu og settist á kojustokkinn og grét. Það hefur hvorki fyrr né sfðar verið minn hátt- Sjómannablaðiö Víkingur - 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.