Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 41
lauk skömmu síðar en ekki kom Ijós á dekkið. Eitthvað var bilað og ekki hægt að byrja veiðarnar. Því var snúið við og haldið aftur til Reykjavíkur. Bátsmaðurinn varð reyndar ekki langlífur því nokkru seinna kastaði hann sér fyrir borð og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Ekki lofaði upphaf togarsjómennsku minnar góðu og fyrsti túr- inn á togara virtist ekki ætla að verða til fjár. Skipið var stöðvað á ytri höfninni og viðgerðarmenn komu um borð og björguðu málum. Síðan var haldið út aftur. Það gekk betur næst þegar ákveðið var að kasta og trollið fór í sjóinn. Það sætti nokkurri undrun að ég, viðvaningurinn, var settur á for- hlerann sem þótti mikil en ótímabær upphefð. Ég þekkti auðvitað hvorki haus né sporð á því sem var að gerast á dekkinu en var þó ákveðinn í að láta ekki vaða yfir mig. Þegar verið var að taka trollið var mitt hlutverk að húkka á pokann sem síðan var hífður inn fyrir, venjulega með slink. Ég stóð vitlausum megin þegar átti að hífa í pokann og þá kallaði einhver: „Ef þú ætlar lífi að halda helvítis fíflið þitt þá skaltu vera réttum megin við pokann.” Ég tók ógurlegt við- bragð og stökk aftur fyrir pokann með talíuna og húkkaði henni í þaðan. Síðan kallaði ég til baka: „Steinhaltu kjafti. Heldurðu að ég hafi aldrei verið á togara áður?” Þetta hljómaði víst vel og togara- jaxlarnir tóku mig í sátt. Ég passaði bara upp á að öskra sem mest á dekkinu og vera sem vígalegastur undir öllum kringumstæðum. Enda kom á daginn að ég var orðinn pokamaður í öðrum túr sem þótti mikil og góð staða. Einhvern tíma var ég að slá úr blökkinni og í hugsunarleysi var ég með afturendann yfir keðjunni. Þegar hún slóst útfyrir lunning- una lenti hún í lærinu á mér og reif frá stórt stykki, alveg inn í bein. Karlinn sagði mér, þar sem hann gerði að sárinu, að þetta væri í eina skiptið sem hann hefði haldið að allt væri í lagi hjá mér. Venju- lega hafi ég öskrað svo mikið að það hefði verið eins og himinn og jörð væru að farast en þarna hefði hann ekki heyrt múkk. Hann setti sárið saman með nælum og gekk ágætlega á því. Ég var auð- vitað óvinnufær enda gat ég ekkert stigið í löppina. Skömmu eftir þetta óhaþp brast á mokveiði og ég vildi ólmur fara út á dekk og hjálpa til. Þá sagði karlinn að það kæmi ekki til greina: „Þegar ég skila mönnum (land eru þeir með jafnmörg göt og þegar ég tók þá út á sjó,” sagði hann og málið var útrætt. Hann sagði mér að annað gæti ég gert. Ég skyldi sækja netadruslu og koma með hana upp í brú. Hann kvaðst ætla að kenna mér að bæta. Það varð úr að hann kenndi mér að bæta á meðan sárið greri og sú kennsla endist mér ævilangt. Það kom á daginn að Jóhann skipstjóri var sómamaður og ekkert í líkingu við það sem strákurinn lýsti þegar ég kom fyrst um borð. Eftir rúmt ár á Neptúnusi fór ég í Stýrimannaskólann. Að loknu prófi úr fyrsta bekk fór ég aftur á togara en nú á Júpiter sem Jó- hann hafði þá tekið við skipstjórn á. Ég var ráðinn annar stýrimaður og leysti af sem fyrsti stýrimaður. Júpíter var einnig í útgerð hjá Júpiter og Mars og þrátt fyrir að hafa verið þennan tíma á skipum Tryggva Ófeigssonar hafði ég aldrei séð hann. Jóhann Þórðarson var fyrsti stýrimaður á Júpiter og það kom upp sú staða að hann þurfti frí á sama tíma og Jóhann skipstjóri. Þá segir karlinn við mig að nú sé komið að því að ég fari með skipið. Ég sagðist nú kannski ekki vera tilbúinn til þess enda reynslulítill í brú og ekki kominn með full réttindi. Það varð nú samt úr að ég var sendur út með skipið. Um borð hjá okkur var Valdimar Guðmundsson sem var nokkuð við aldur en hafði verið skipstjóri hjá útgerðinni á árum áður. Hann leppaði mig sem skipstjóra og var sjálfur stýrimaður. Því er ekki að leyna að auðvitað var gaman að fá tækifæri til að fara sem skip- stjóri á þessu skipi, sem var eitt hið öflugasta í flotanum. Ég var heppinn með túrinn og hélt mig á Selvogstánni allan tímann og náði góðum afla. Við sigldum á Þýskaland með 170 tonn af karfa og þar seldum við vel. ► EP Efficiency Propeller HSP High Skew Propeller HTP (KCA) AP(AU) DPO (Kaplan) NEP (Gawn-Burrill) Aerofoil Uniform Propeller Drawforce Propeller Neo-Efficiency Propeller X - In Nozzle A> íH TP Thrust Propeller * ejm Ito Salllng Propellnr ilUM FLUTTII p A FISKI- SLÓÐ REKI HF. P.O.Box 8088 Sími/Tel.: +(354) 562 2950 Fiskislóð 57_59 128 Reykjavík Fax/Telefax: +(354) 562 3760 101 Reykjavík Iceland E-maiI: reki.ehf.@simnet.is Sjómannablaðið Vikingur - 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.