Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 29
Túlli stýrimaður kallaði alla háseta á dekk og var nú farið að brjóta ísinn af skipinu með öllum tiltækum vopnum sem fundust. Til voru sérstakar ísaxir, ætlaðar í slíkri neyð og svo voru tíndar til sleggjur og hakar úr lestinni. Kuldinn var ægilegur í storminum, einkum þó á hvalbaknum, þar sem ekkert skyggði á. Heldur nöldruðu menn í Túlla og báðust undan meira íshöggi, en hann skipaði mönnum með harðri hendi að halda áfram, enda hlóðst ís jafnóðum á skipið þó höggið væri. Stebbi kokkur hafði tilbúna veislu að kvöldi, enda var hann listamaður á því sviði og allir gerðu sér gott af matnum, enda voru það einu hátíðabrigðin. Þetta voru hörðustu jól sem menn höfðu lifað, en þannig var haldið áfram við ísbrotið alla jóla- dagana þrjá. Þá linaði eitthvað veðrið og enn var haldið áfram veið- um í nokkra daga.Við komum heim á gamlársdag. Einn túr enn var farinn á heimamiðum og var þá ákveðið að farið skyldi með skipið í viðgerðina í South Shields eftir að hafa selt afl- ann í Grimsby. Tilkynnt var, að aðeins fjórir hásetar færu til að sigla skipinu fyrir utan yfirmenn og var ég einn þeirra. Varð nú góssmaður að bera skjóðu sína frá borði og varð þar með minna úr áformum hans að selja þýfið í útlandinu. Við seldum aflann í Grimsby og síðan var siglt norður eftir aftur til South Shields, sem er skammt frá Newcastle við Tín- arfljót. Við unnum um borð við að mála klefa skipverja, en vinnutími var ekki strangur, enda sagði Túlli, að vinnan yrði mest í því fólgin, að taka saman verkfærin og vinna af sér laugardaginn. Okkur var skift niður á tvö heimili hjá ekkjum, sem höfðu sitt lifibrauð af því að taka menn í fæði og hús- næði. Eftir skamma dvöl þarna sáum við frásögn í bresku blaði, að togarinn Júlí hefði farist með allri áhöfn við Ný- fundnaland. „Þið skömmuðust í mér þegar ég skipaði að brjóta fs yfir jólin.” sagði Túlli. “Hérna sjáið þið hvernig farið gat.” Menn gerðust hljóðir og störðu á greinina. Hún var með rauðu letri. Við vorum í mánuð í Englandi og margt bar á góma við bjórdrykkju sumra og ástir hinna yngri. Færður til yfirheyrslu Þegar við sigldum aftur inn á Hafnarfjarðarhöfn kom bátur siglandi á móti okkur, mannaður lögreglumönnum. Kallað var í gjallarhorn: „Er Hafliði Magnússon um borð í þessu skipi?” Því var svar- að játandi. “Hann á að koma í land út af innbroti”, var þá kallað svo hátt, að menn töldu að það mundi heyrast hljóma um allan Hafnarfjörð. Litu skipverjar á mig undrunaraugum og var ekki laust við, að sumir legðu grun á, að hér færi brotamaður nokkur, þó ekki hefði borið á því fram að þessu. Skifti það engum togum, að ég var drifinn niður í bátinn og siglt til lands. Þar beið bifreið þeirra löggæslumanna og var nú ekið í skyndi til stöðvar rannsóknarlögregl- unnar. Þetta reyndist allt vera útaf innbroti skartgripamanna. Höfðu þeir gerst félitlir og brotið upp skemmugólfið og farið að selja grip- ina, sem voru úr, hringar og armbönd. Lögreglan komst á sporið og piltungarnir voru teknir fastir. Enn var talsvert af góssinu í þeirra vörslu, en nokkuð vantaði á og tóku þeir nú að greina frá hvar ýmislegt af því væri nið- urkomið, það er þeir gátu tilgreint. Þar á meðal var úrið, sem ég bar á úlnliði og var mér nú skipað að afhenda það. Mér varð á orði, að betur hefði ég selt það úti í Englandi, því þar ágirntist það kona nokkur, heldur en að glata því á þennan hátt. Sögðu þá lögreglumenn að þá hefði ég legið laglega í því, því þá hefði ég hvort tveggja verið orðinn yfirhilmari og farinn að selja úr stolnu góssi og orðinn þá algerlega samsekur í málinu. Heimtuðu þeir svo, að ég skýrði frá hve mikið ég hefði tekið af þýfinu fyrir piltungana til að selja gyðingnum marg- nefnda. Hvergi hafði ég komið þar við sögu, enda fór ekkert af því til Englands, en lögreglumenn reyndu að flækja mig f málinu langt fram á kvöld. Að lokum varð þeim Ijóst, að ég væri saklaus og sannfærðust þeir um, að ekkert af góssinu hefði flækst úr landi. Munaði þó litlu, að ég flæktist þarna inn í þjófnaðarmál fyrir ein- skæran barnaskap. Má maður fagna því eftir langa ævi, að þetta skuli hafa verið í eina skiftið, sem maður lenti í því að heimsækja rannsóknarlög- reglu og vera þó, sem betur fór, ekki meira en svo við málið riðinn. Það voru þó nokkrir viðsjálsgripir sem komu á togarana á þess- um árum. Margir voru þó bestu drengir, en sumir nokkuð fyrir drykkinn. Tími síðutogaranna er liðinn. Það var samt merkilegt tímabil í sögu þjóðarinnar. Nokkuð var því farið að hnigna undir lok- in, en svo er um flest og nýjir tímar og nýjir menn taka við. ) m m £mmm 2 mm Barhasuða Cuðmundar ehf. n/uinir Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Sími: 554 1661 • Fax: 554 4220 stalbarkar 6SM: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 fyrir wKi Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum § % m Sjómannablaðið Víkingur - 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.