Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 22
máli hvort það er hér hjá okkur eða annars staðar í veröldinni.
Þessir menn eru að hafa milljónir tonna af mannkyninu með rangri
ráðgjöf líklega vegna þess að þeir eru að drukkna í meðaltölum og
sligaðir af ábyrgð sem huglausir stjórnmálamenn hafa lagt þeim á
herðar.
í fyrrnefndri grein í Morgunblaðinu 1. okt. 1997 sagði ég meðal
annars eftirfarandi sem reyndar er ekki merkilegasti kafli þeirrar
greinar.:”Ef ég leyfi mér að skjóta á væntanlegan nýliðaárangur
1997 klaksins mundi ég segja að hann næði rúmlega 200 milljón
nýliðum sem er svolítil hækkun frá því sem ég lofaði forstjóra Haf-
rannsóknarstofnunar fyrir hrygningu í vetur. Alist hluti árgangsins
upp utan íslandsmiða mun það koma sem hrein viðbót síðar.”( tilv.
líkur). Nú þremur árum síðar hljóðar mat Hafrannsóknarstofnunar
upp á 212 milljónir nýliða og jafnframt heyrast sögusagnir af ís-
lenskum þorskum á erlendum hafsvæðum.
Hvað varðar árangur þorskstofnsins frá 1997 til 2000 ætti að vera
nokkuð Ijóst að þá var um mikla framför frá liðnu tímabili að ræða.
1997 árgangurinn nýtur góðs að afar litlum ofanáliggjandi árgöng-
um auk þess sem tillegg hans mun hafa verið all gott og framleiðsla
næstu ára styður hann til að byrja með. Erfiðara er að segja til um
árgangana 1998 og 1999 en líklegt er að árangur þess fyrri hafi
öfug áhrif á árangur hins seinni og þar sem ég hef ekki mikla trú á
árangri 1998 árgangsins þrátt fyrir góða seiðavísitölu, tel ég að
hann muni enda nálægt 150 milljónum en 1999 í 250 milljónum+.
Það kæmi mér hins vegar á óvart ef 2000 árgangurinn næði veru-
legum árangri þrátt fyrir allgóða seiðavísitölu. Allar þessar tölur
miðast við uppeldi á íslandsmiðum og gætu því átt inni viðbót frá
öðrum hafsvæðum.Eg viðurkenni að slíkur spádómur við þau skil-
yrði sem nú eru jaðrar við fífldirfsku og líklega hefði verið skynsam-
legra að segja að meðalárgangur áranna 1997-2000 verði í
námunda við 200 milljónir nýliða plús væntanlega ein eða tvær
Grænlandsgöngur síðar.
Það skal viðurkennast að á umræddu tímabili náði þorskstofninn
væntanlega að sinna skyldum sínum við umhverfið hvað varðar
framleiðslu fæðueininga og mun það koma sem búbót í árangri ná-
býlistegunda eins og ufsa, ýsu og flatfiska hvað varðar árganga frá
og með 1997 og jafnvel í ástandi eldri árganga.
Gelda stofninn
Það sem á hinn bóginn veldur mér áhyggjum er að á þessu ári
hófu valdhafar smáfiskavernd í stórum stíl og hjálpa því vel til við
þá þróun sem reyndar er fólgin í fiskveiðikerfi okkar, að gelda stofn-
inn og koma þannig í veg fyrir að hann geti spilað sína eðlilegu
rullu í vistkerfinu. Það er hættulegt að reyna að ala stóra smáfiska-
árganga með því að fórna framleiðnasta hluta stofnsins. Þetta ættu
vísindamenn að hafa lært af biturri reynslu því ekki skortir dæmin.
Sóknaraukning sem mjög stórir nýliðaárgangar hafa í för með sér
vegna aflareglunnar samfara smáfiskavernd veldur ofsókn á
þroskaðasta hluta stofnsins og þar með tímabundinni geldingu
hans. Lítil framleiðsla sem kemur í kjölfarið á ekki mikinn séns
vegna ofanáliggjandi samkeppni og afráns og þar með kemur hugs-
anlega langt tímabil lélegrar nýliðunar.
Apstekið
liþurð og lægra verd
Um lei<5 og vi<5 fjökkum fyrir
viðskiptin á árinu sem er a<5 líc5a,
óskum við sjómönnum og
fjölskyUum feirra gleðilegra jóla
og farsæUar á nýju ári.
Starfsfólk Apóteks
22 - Sjómannablaðiö Víkingur