Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 70
iTíxTI i
Ungur maður ætlaði að gleðja kærustuna
sína á jólum. Þau höfðu ekki verið lengi
saman og eftir dágóða umhugsun ákvað
hann að kaupa handa henni loðfóðraðar
lúffur. Það væri rómantísk gjöf en ekki of
persónuleg. Hann fór í bæinn með yngri
systur kærustunnar og hún hjálpaði honum
að velja lúffurnar. Sjálf keypti systirin sér
nærbuxur. Afgreiðslustúlkan ruglaði þessu
saman þegar hún pakkaði hlutunum inn og
ungi maðurinn sendi kærustunni því nær-
buxurnar án þess að vita af því. Hann skrif-
aði hjartnæmt bréf með pakkanum og að
sjálfsögðu ætlaðist hann til að hún læsi
bréfið áður en hún tæki utan af gjöfinni.
Bréfið var svohljóðandi:
Ég valdi þessa gjöf vegna þess að þú ert
vanalega ekki i svona þegar við förum
saman út á kvöldin. Ég hefði valið aðeins
lengri ef systir þín hefði ekki verið með, en
hún er alltaf í svona litlum sem erfiðara er
að fara úr.
Liturinn er dálítið viðkvæmur, en af-
greiðslustúlkan sýndi mér sitt eintak sem
hún hafði verið í í þrjár vikur án þess að
sæist á þeim. Ég bað hana að máta eintak-
ið þitt og hún var virkilega sæt. Ég vildi
óska að ég fengi að klæða þig í gjöfina í
fyrsta skipti vegna þess að ég er viss um
að aðrar hendur munu snerta hana áður en
ég fæ tækifæri til að hitta þig aftur.
Þegar þú ferð út mundu þá að blása í
hana áður en þú leggur hana frá þér vegna
þess að hún verður yfirleitt dálítið rök.
ímyndaðu þér bara hvað ég á eftir að kyssa
gjöfina oft á næstu mánuðum. Ég vona að
þú verðir í þeim á laugardagskvöldið.
Ástarkveðja.
p.s. Nýjasta tískan er að bretta aðeins
uppá þær og láta loðfeldinn aðeins sjást.
Ertu boðinn í mat á nýjársdag? Þú verður
að fara og það sem verra er; búast má við
að þar verði fullt af gestum. Hafi gleði
gamlárskvölds staðið framundir morgun
verður ekki hjá því komist að gera ákveðnar
ráðstafanir ef þú átt að treysta þér í matar-
boðið:
Byrjaðu á að slökkva á útvarpsvekjaran-
um og opna augun. Veltu þér framúr rúminu
og skríddu framá bað. Burstaðu tennurnar
rækilega. Drekktu eins mikið af vatni og þú
getur. Settu tvær parkodin út í og drekktu
meira vatn. Farðu í sturtu eða í bað ef þú
treystir þér ekki til að standa lengi. Rakaðu
þig. Drekktu meira vatn og burstaðu tenn-
urnar aftur.
Nú er komið að morgunverði og heilsu-
bótaræfingum. Fáðu þér kornfleks með mik-
illi mjólk og púðursykri, ristað brauð, egg
eða hvað sem þú getur haldið niðri. Drekktu
mikið af heitu kaffi eða te. Stattu svo upp
og taktu til við ná fullri heilsu. Eftirtalin með-
ul eru sögð áhrifarík:
I.
Freyðvín (Kampavín ef þú hefur efni á og
ekki sjá eftir því sem hellist niður vegna
skjálftans).
Ferskur appelsínusafi.
Blandað í hlutföllunum þremur á móti ein-
um.
II.
Tvær teskeiðar af viskí.
Þrjár teskeiðar af rjóma.
Þrjár teskeiðar af hunangi.
Settu þetta í blandarann ( eða hrærðu
saman ef þú þolir ekki hávaða) með ís og
drekktu hægt.
III.
Ein matarskeið af sítrónusafa.
Ein matarskeið af Worcesershire sósu.
Sex dropar af Tapasco.
Einn sjúss af vodka.
Hrærðu með ís og skelltu þessu í þig.
Burstaðu svo tennurnar vel og lengi.
Þvoðu þér í framan úr köldu vatni, greiddu
þér og hertu bindishnútinn. Ef þú treystir
þér ekki enn i veisluna þá er að stinga á sig
vasapela og drífa sig á stað - í leigubíl.
Reiðufé er krítarkort launþegans.
Ríkur maður er fátæklingur með peninga.
Skattgreiðandi er maður sem þarf ekki að
vera í BSRB til að vinna fyrir ríkið.
Banki er stofnun sem lánar þér regnhlíf í
sólskini og heimtar hana aftur um leið og
það fer að rigna.
70 - Sjómannablaðið Víkingur