Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 5
Mælirinn er fullur Langlundargeð sjómanna er mikið en því eru takmörk sett. Samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambands íslands hefur mánuðum saman reynt að fá fulltrúa LÍÚ til að ganga til kjarasamninga án árangurs. Því hefur verið ákveðið að boða til verkfalls frá miðjum mars hafi samningar ekki tekist. Sjómanna- samband íslands og Vélstjórafélagið boða einnig verkfall á sama tíma. Með þessum rúma tima til áframhaldandi viðræðna sýna sjó- menn enn samningsvilja framyfir verkfallsvilja. Enginn getur haldið því fram með réttu að sjómenn hafi ekki lagt sig fram um að ná samningum við LÍÚ. Samningar hafa verið lausir frá því í febrúar þegar lög sem sett voru á sjómenn vorið 1998 gengu úr gildi. i maí visuðu Samtök atvinnulífsins deilunni til ríkissáttasemjara. Sátta- semjari fékk forstjóra Þjóðhagsstofnunar til að reyna að finna lausn á deilunni. Hann skilaði álitsgerð í málinu þar sem tekið var tillit til sjónarmiða beggja deiluaðila. Fulltrúar útvegsmanna brugðust við með köpuryrðum í garð hins opinbera embættismanns. í október lagði forstjórinn svo fram tillögu um viðræðugrunn þar sem meðal annars var lagt til, að gerður yrði skammtímasamingur meðan til- tekin atriði yrðu endurskoðuð. Útvegsmenn höfnuðu þessu eins og öðru. Þar á bæ er enginn sýnilegur vilji til samninga. Þvert á móti segir framkvæmdastjóri LÍÚ í fjölmiðlum, að sjómenn hafi svo há laun að þau verði í engu bætt. Einstakir útvegsmenn ganga lengra og segja laun sjómanna standa í vegi fyrir endurnýjun fiskiskipaflot- ans! Sem betur fer hafa margir sjómenn góð laun og sjómennska á að vera hálaunastarf. í siðasta tölublaði Víkingsins biftist viðtal við skipstjóra og útgerðarmann þar sem hann segir réttilega að enginn fari út á sjó nema hann hafi helmingi meira uppúr því en að vera í landi. LÍÚ forðast að nefna að laun sjómanna á fiskiskipum hafa lækkað um allt að 12,5% vegna tengingar hlutaskipta við olíuverð. En í kjaradeilunni er mest tekist á um verðmyndun á afla. Sam- kvæmt kjarasamningum ber sjómönnum hæsta mögulega verð fyrir aflann. Þetta ákvæði er þverbrotið þar sem fiskverði er haldið niðri í beinum viðskiptum og sjómenn bera skarðan hlut frá borði. Forystu LÍÚ má vera það Ijóst, að sjómenn láta ekki lengur traðka á sér með þessum hætti. Svívirðingum og óhróðri um sjómenn og forystu þeirra af hálfu sumra útvegsmanna verður mætt af fullri hörku. Hér er um að tefla sjálfsvirðingu sjómanna og framtíðarhagsmuni þeirra. Vera má, að ófyrirleitnum atvinnurekendum haldist uppi að kúga sumar stéttir manna. Sjómenn munu hins vegar seint kyssa vöndinn. Sæmundur Guðvinsson Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Afgreiðsla og áskrift: sími 562 9933 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sæmundur Guðvinsson. sími 868 2159, netfang sgg@mmedia,is. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587 4647 Ritnefnd: Benedikt Valsson, Eiríkur Jónsson, Hilmar Snorrason Forseti FFSÍ: Grétar Mar Jónsson Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson. Umbrot, filmuvinnsla, prentun og bókband: Grafik Aðildarfélög FFSÍ: Félag islenskra skipstjórnarmanna, Skipstjórafélag Norðlend- inga, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík; Bylgjan, ísafirði; Sindri, Neskaupstað; Verðandi, Vestamannaeyjum; Vísir, Suðumesjum; Ægir, Reykjavík. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. 6 Jólahugvekja biskups íslands 8-12 Viðtal við Matthías Johannessen skáld og ritstjóra þar sem hann kemur víða við og segir meðal annars frá kynnum sínum af sjónum og sjómönnum 14-16 Saga Slysavarnarfélags íslands. Viðtal við Einar S. Arnalds og kafli úr bók hans um sögu félagsins 20-22 Gelding þorskstofnsins. Grein eftir Svein- björn Jónsson sjómann 28 Nepja við Nýfundnaland. Frásögn Hafliða Magnússonar fyrrverandi togarasjómanns 30-33 Samykktir frá formannráðstefnu FFSÍ sem haldin var í Keflavík í nóvember 38 Makalaus áróður á hendur sjómönnum. Grein eftir Eirík Jónsson stýrimann 40-48 ísmaðurinn í Kuummiit. Kafli úr nýrri bók Reynis Traustasonar þar sem segir frá Sig- urði Péturssyni togaraskipstjóra sem er nú búsettur á Grænlandi 57-59 Utan úr heimi 62-63 Af skútulífi ofvitans. Frásögn Þórbergs Þórð- arsonar Sjómannablaðið Víkingur - 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.