Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 34
mm íTMJIlLLLlllM'jTh• I i <í--1 t i iOiBil’i I Það hefur ekki verið tjaidað til einnar nætur við ráðningi forstjóra Eimskips til þessa. Frá stofnun félagsins árið 1914 hafa aðeins fimm menn gegnt því starfi. Hver þeirra hefur haft sinn stjórnunarstíl. Þannig var Óttarr Möller þekktur fyrir að umgangast starfsfólkið mikið og sagt er a< hann hafi komið í eitthvert af pakkhúsunum á hverjum degi. Hörður Sigurgestsson þótti stjórna á annan og óper- sónulegri hátt. Þann 12. október síðast liðinn tók Ingi- mundur Sigurpálsson við starfi forstjóra Eimskips og það á eftir að koma í Ijós hvaða stjórnunarstíl hann hefur. Ingi- mundur er fæddur 1951 og því á besta aldri. Gæti þess vegna verið forstjóri næstu 20 árin. Sjómannablaðið Vík- ingur spjallaði við Ingimund þegar hann hafði aðeins verið tvær vikur í starfi. Ingimundur hefur rólega og alúðlega framkomu en það er festa í svipnum. Hann er fyrst spurðui hvernig honum lítist á nýja starfið. Vona að skipin t „Mór líst mjög vel á allar aðstæður. Hér er unnið mikið og gott starf og margir hæfir starfsmenn þannig að ég get ekki annað en hlakkað til að takast á við þetta verkefni.” - Hefur þú einhvern tíman stundað sjóinn? „Nei, ég hef aldrei unnið til sjós. Hins vegar ólst ég upp á sjó- mannsheimili hjá afa mínum og nafna, Ingimundi Jónssyni skip- stjóra og útvegsbónda frá Strönd á Stokkseyri. Þar var gestkvæmt mjög og mikil umræða um sjósókn og fiskveiðar. Þegar ég var bæj- arstjóri á Akranesi sat ég sem slíkur í stjórn útgerðarfélagsins Krossvíkur sem Akraneskaupstaður átti hlut í. Þar kynntist ég vel útgerðinni auk þess sem embætti bæjarstjóra fylgdi staða hafnar- stjóra og ég kom því nokkuð að uþþbyggingu hafnarinnar þar og rekstri hennar.” - Eimskip er með starfsemi í mörgum löndum. Hefur þér á þess- um stutta tíma frá því þú tókst við gefist tækifæri til að kynnast starfinu erlendis af eigin raun? „Ég er búinn að fara eina ferð til Rotterdam þar sem er stærsta starfsstöð Eimskips erlendis. En stöðvarnar eru alls um 20 í 11 löndum svo ég á eftir að fara víða. Hjá Eimskip vinna um 1.200 starfsmenn, þar af um 800 hér innanlands og um 400 erlendis. -Hefur þú komið um borð í nýju fossana? Ég fór um borð í nýja Goðafoss þegar hann kom til landsins og svo um borð í nýja Dettifoss sem var að koma til hafnar. Dettifoss var opinn starfsmönnum og fjölskyldum þeirra til skoðunar og það var gaman að sjá hve margir notuðu þetta tækifæri til að líta á skip- ið. Þetta er stórglæsilegur farkostur eins og raunar Goðafoss einnig og er athyglisvert hvað skipin eru vel með farin. Þau eru sem ný þótt þau hafi verið fimm ár í notkun.” Hörð samkeppni - Nú gerðist það um svipað leyti og Dettifoss kom að Brúarfoss var afhentur nýjum eigendum og þar með hvarf íslenski fáninn af síðasta fossinum. Er þess að vænta að þjóðfáninn sjáist aftur á skipum Eimskips ef frumvarp um breytingu á lögum um skráningu skipa nær fram að ganga? „Ég ætla að vona það. Þeir sem standa í hörðum samkeppnis- rekstri verða auðvitað að leita allra leiða til að lágmarka tilkostnað. Einn þáttur í því er skattlagning fyrirtækjanna og skattaleg meðferð á skipum. Því hafa menn eðlilega orðið að leita allra leiða til þess að finna hagkvæmustu niðurstöðu í því. Ef að reglur hér á landi verða með þeim hætti að sambærilegt sé því sem gerist erlendis þá liggur metnaður manna til þess að skrá skip hér á landi.” - Hvernig er útlitið i rekstri Eimskips um þessar mundir? „Rekstrarumhverfið er mjög erfitt þessa mánuðina. Gengislækk- unin hefur töluvert að segja, sérstaklega þegar um er að ræða miklar fjárfestingar sem að hluta til eru fjármagnaðar með erlendum gjaldeyri eins og þessi nýju skip sem við vorum að kaupa. Þá hefur olíuverðshækkunin talsverð áhrif. Þar fyrir utan er hörð samkeppni á þessum markaði og ekki bara að íslensku skipafélögin séu að keppa innbyrðis heldur er líka samkeppni við erlenda aðila í sigling- um. Rekstrarumhverfið er því krefjandi. Það hafa verið miklir flutn- ingar hjá okkur en nú eru uppi teikn um að þessi mikla þensla sem verið hefur sé eitthvað að hjaðna og það segir fljótt til sín í sam- drætti í innflutningi. Það hefur þó ekki komið fram að neinu marki ennþá. Það er hins vegar búið að renna styrkari stoðum undir rekstur Eimskips, ekki síst með þátttöku í fjárfestingarstarfsemi. Rekstur fyrirtækisins er í meginatriðum tvíþættur; annars vegar Sjómannablaðið Víkingur - 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.