Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 51
Núpur BA frá Patreksfirði
^igorn
fyrir linubata
Árið 1993 byrjaði Vaki-DNG að þróa LineTec átaks- og lengdar-
mælibúnað fyrir línuveiðar. í upphafi var aðeins um mælikerfi að
ræða en fljótt komu upp hugmyndir að reyna að stjórna línuspilinu
eftir þessum upplýsingum. Nú er svo komið að kerfið er í öllum ís-
lenskum beitningavélabátum og mikill áhugi í Noregi, Færeyjum og
víðar.
Þörf fyrir nákvæmni
Á línuveiðum er mjög mikilvægt að stjórna hraðanum á spilinu af
mikilli nákvæmni. Bæði vegna þess að vinna með yfir 30 þúsund
króka á dag krefst þess að menn haldi vel á spöðunum og einnig
að ekki sé dregið of hratt því þá slitnar fiskur af línunni sem þegar
hefur bitið á agnið, og tapast því. Þetta verður svo enn vandasam-
ara þegar veður versna. Áhrifaþættir á þetta ferli eru mjög margir,
straumar, línutegundir, fiskitegundir, veður, andófið, ástand spilbún-
aðar um borð og svo mætti lengi telja. En það að fá mælingu á
hraða og lengd var skipstjórunum veruleg hjálp. Þá er ótalinn þáttur
átaksins, þvf það að taka ekki of mikið á í festum gerir það að verk-
um að hætta á sliti er svo verulega miklu minni og þar af leiðandi
ætti lína síður að tapast. Einnig hjálpar átaksstýring til við að lengja
líftíma línunnar því ef tekið er of fast á línunni þá tapar hún teygju-
eiginleikum.
Þessar aðstæður urðu til þess að starfsmenn íslenskrar Vöruþró-
unnar (nú sameinað inn í Vaka-DNG hf) og skipstjórar á línuskipun-
um fóru að kasta sín á milli hugmyndum að kerfi til að mæla þessa
hluti og síðar að þróun til að stjórna eftir þessum mælingum. Eftir
langt ferli voru svo sett LineTec vöktunarkerfi um borð í Skarf GK,
Kóp GK og Ásgeir Frímanns ÓF árið 1995. Síðan þá hefur LineTec
stjórnkerfið verið þróað og kerfið heldur utan um mælingar og að-
gerðir langt umfram það sem farið var af stað með.
Eiginleikar LineTec
Line Tec stjórnkerfið fyrir línuveiðar hefur sannað sig sem mjög
öflugt hjálpartæki við línuveiðar. Með kerfinu hafa notendur náð að
lækka veiðarfærakostnað, auka afköst við dráttinn, fækka þeim fisk-
um sem slitna af línunni og bæta beitninguna umtalsvert. Kerfið
hefur reynst mjög hagkvæmur kostur og er orðinn hluti af staðal
búnaði línuskipa á íslandi og er að ryðja sér til rúms í Færeyjum,
Noregi og víðar. Nýrri viðbót er svo Beituvakinn - kerfi til að fylgjast
með beitningarhlutfallinu frá beitningavélinni. Þá er nemum komið
fyrir í beitningavélina og í rennuna frá henni til að telja króka og
beitur.
• LineTec mælir átak og dráttarhraða á línu og færi, og birtir þær
upplýsingar á LineTec skjánum.
• Stillanleg viðvörun er fyrir átak og hægt er að velja hvort dráttar-
hraði er mældur í krókum á mínútu eða í metrum á mínútu.
• Með mælingu á dráttarhraða er auðvelt að fylgjast með og halda
fullum afköstum við veiðar.
• Upplýsingar um átak minnka líkur á að lenda í erfiðum festum og
getur þannig komið í veg fyrir tap á veiðarfærum og dýrmætum
tíma frá veiðum.
• LineTec telur afla á hvern rekka og geymir þær upplýsingar á-
samt upplýsingum um dagsetningu, tíma, staðsetningu og lengd
línu. Þessar upplýsingar birtast jafnóðum á “vakttöflu” ásamt því
að þær eru geymdar í gagnagrunni.
• Með þessu móti eykur LineTec kerfið upplýsingaflæði á milli
vakta og auðveldar að greina hvar mestur afli fæst og þá hvar sé
best að leggja næst.
• LineTec gagnagrunnurinn geymir dýrmætar upplýsingar um
hverja veiðiferð og hægt er að framkvæma leit eftir staðsetnigu,
tíma eða nýtingu á hvern rekka. Með myndrænni framsetningu er
auðvelt að greina hverja veiðiferð og fá yfirlit yfir hana eina sér
eða allar til samans.
Fjárfesting sem skilar sér!!
Það er auðvelt að sýna fram á mjög stuttan endurgreiðslutíma
við fjárfestingu í LineTec, allt niður í 2-5 mánuðil! Kerfi sem skilar
nákvæmari stjórnun, sannanlega fleiri fiskum og lægri veiðarfæra-
kostnaði auk þess að skipstjórar segjast geta dregið 2-5 þúsund ►
Sjómannablaöið Vikingur - 51