Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 59
ekki fengið greidd laun sín í eitt og hálft ár. Ákváðu þeir því að taka til róttækra aðgerða en þær eru að ef þeir fái ekki greidd laun sín muni þeir sökkva skipunum hægt og bítandi í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa þeir fyllt eina iest í hverju skipi af sjó og munu ætla að halda því áfram á þann veg að í hverri viku verði ein lest til við- bótar sjófyllt. En það eru meira en launin sem þeir eru að krefjast með þessum aðgerðum sínum og það er engu að síður mikilvægt, en það er hver eigi þessi skip. Skipin voru á sínum tíma seld til kýpvreskrar útgerðar eftir að fyrri eigandi, Vostoktransflot, varð gjaldþrota en svo virðist sem nýji eigandinn sé hreinlega ekki til. Það var eins gott að áhöfnin á Odinkova fór ekki út í slíkar aðgerð- ir. Mengun frá skipi Gin og klaufaveiki sem kom upp á bóndabæ skammt utan Durban í Suður Afríku er talin eiga upptök sín frá uppsópi og rusli úr lest skips sem hafði haft viðkomu í höfninni í Durban. Yfir 600 svín og nokkur naut voru aflífuð í kjölfar sýkingarinnar en gin og klaufaveiki hefur ekki orðið vart þar í landi síðan 1958. Farmi stolið Þann 25 september s.l. var tankskipinu Petchem, sem er 3,984 tonn að stærð, rænt þar sem það var á siglingu undan Indónesíu. Var skipverjum haldið föngnum meðan farmur skipsins var fluttur yfir í annað skip. Skipið var búið að vera á siglingu í tvo daga þeg- ar sjóræningjar réðust til uppgöngu og tóku yfir stjórn skipsins. Eftir að skipverjarnir höfðu verið lokaðir inni kom óþekkt tankskip sem lagðist utan á Petchem og farminum sem var 2.200 tonn af gasolíu var dælt milli skipanna. Áhöfninni tókst að losna úr prísundinni sól- arhring eftir að sjóræningjarnir yfirgáfu skipið en ekkert er vitað um afdrif farmsins. Mjög svipað atvik átti sér stað á sömu slóðum fyrir um tveimur árum síðan og er talið að um sömu aðila hafi verið að ræða. Petchem var í flutningum á vegum Shell þegar farminum var rænt. Allir að leita að grænna grasi Siglingaráðherra Sri Lanka hefur lagt fram lagafrumvarp á þingi landsins þar sem gert er ráð fyrir mjög strangri refsingu til sjó- manna. Um er að ræða lög sem fjalla um viðurlög til handa sjó- mönnum sem strjúka af skipum auk að krefja skipstjóra hærri launa en samið var um. Refsing við þessum brotum varði fangelsi og sektum. Það hefur farið mjög vaxandi að þarlendir sjómenn yfir- gefa skip sín með því að strjúka úr skipsrúmi og eru þess dæmi að sjómenn hafi stokkið fyrir borð þegar verið er að sigla um Evrópsk- ar hafnir og gera þeir það í þeirri von að fá betri laun á skipum ann- arra þjóðfána. Einnig er það áberandi að sjómenn sem hafa ráðið sig í skiprúm krefji skipstjóra um hærri laun en þeir hafi samið um. Það sem af er þessu ári hafa 25 sjómenn stungið af skipum undir fána Sri Lanka. „Týndur farþegi” Farþegi sem talinn var hafa fallið fyrir borð af farþegaskipinu Dawn Princess þar sem það var á siglingu í Alaska fannst heima hjá sér við bestu heilsu. Um var að ræða 73 ára konu sem var far- þegi á skipinu en hún lenti í rifrildi við ferðafélga sinn meðan skipið lá við bryggju í Juneau og ákvað því að yfirgefa skipið án þess að láta nokkurn vita af því. Dagin eftir að skipið lét úr höfn varð ræst- ingafólkið vart við að konuna vantaði þar sem ekki hafði verið farið um klefann í sólarhring. Skipstjórinn lét strandgæsluna vita og var þegar hafin leit að konunni þar sem enginn skipverji hafði orðið var við að hún færi í land né hafði það verið skráð í tölvur skipsins. Leitað hafði verið á 225 sjómílna svæði með skipum og þyrlum þegar uppgötvaðist að konan sat heima hjá sér í Bandaríkjunum og það við hestaheilsu. Það er eins gott að vera ekki að æsa upp gamlar konur í skemmtisiglingum. 'ir V • Mikil aukning hefur orðið á hollenska kaupskipstólnum á síðustu þremur árum. Eiginkonan má koma með Ég hélt satt best að segja að ég væri að lesa bók frá fyrri hluta síðustu aldar þegar ég rakst á frásögn um að nú mættu kínverskir skipstjórar hjá COSCO ríkisskipafélaginu taka eiginkonur sínar með í siglingu. Að vísu er það ekki skipstjórinn einn sem hefur fengið leyfi til að taka eiginkonu sína með því þetta nær einnig til yfirvél- stjórans og pólitíska leiðtogans um borð. Búist er við að önnur kín- verks skipafélög munu einnig taka upp þennan hátt á næstu tveim- ur árum Þar fjölgar kaupskipunum Hollenski kaupskipsflotinn hefur vaxið um 46% á síðustu fjórum árum en á sama tíma hefur hollenskum farmönnum einungis fjölg- að um 11,5%. Ástæðu þessa miklu aukningar á kaupskipastólnum má rekja til skattaívilnanan sem ríkisstjórnin kom á. Pöbba„rölt” Breskur skipstjóri var nýlega dæmdur til 14 mánaða réttindamiss- is eftir að hann ásamt þremur öðrum skipverjum á tankskipinu Matco Clyde ákváðu að skreppa á pöbb. Það hefði eflaust verið í lagi ef skipið hefði verið bundið við bryggju en svo var nú ekki því það lá til akkeris í Moray firði og þurftu þeir að sigla um 14 mílna leið meðfram ströndinni til að komast á pöbbinn. Eftir að hafa eytt fimm tímum á pöbbnum héldu þeir af stað til skips en þá vildi ekki betur til en að þeir urðu bensínlausir og rak til hafs. Var þeim síðar bjargað en ekki af eigin skipi. Eins og áður sagði fékk skipstjórinn, sem hafði 33 ára siglingatíma, réttindin af sér dæmd en hann lofaði fyrir dómnum að slíkt myndi aldrei endurtaka sig. Sjómannablaöiö Víkingur - 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.