Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 68
Frumvarp til laga um breytingu á skráningu skipa ' V^1-."'7 ......... _iW*W . Brúarfoss var síðasti fossinn sem sigldi undir ísienskum fána - í bili. (Ljósm.: Jón Páii Asgeirsson) r AAIþingi hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um skráningu skipa. Tiigangur þess er að rýmka heimildir til að skrá kaupskip á íslenska skipaskrá. Samkvæmt núgildandi lögum er það skilyrði fyrir skrán- ingu skips að það sé í eigu íslenskra ríkisborg- ara sem eiga lögheimili hér á landi eða ís- lenskra lögaðila sem eiga hér heimili. Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að skrá kaupskip á íslenska skipaskrá þegar aðilar hafa skipið aðeins á leigu. í 1. grein frumvarps- ins segir að við 1. grein núgildandi laga bætist við tvær málsgreinar. Þar kemur meðal ann- ars fram eftirfarandi: Heimilt er að skrá kaupskip þurrleiguskráningu þegar aðilar hafa aðeins umráð skipsins með samningi og skilyrðum um eignar- hald er ekki fullnægt. Heimilt er að skrá skip með slíkum hætti til allt að fimm ára og framlengja skráningu í framhaldi af því um eitt ár í senn. Með umsókn um þurrleiguskráningu skal fylgja afrit af þurrleigusamningi á íslensku eða ensku, staðfesting frá skipaskrá frumskráningarríkis sem sýnir hver er skráður eigandi skipsins. Skip sem skráð er þurrleiguskráningu skal sigla undir íslenskum fána og skal uppfylla ákvæði íslenskra laga og reglna um eftirlit með skipum, þ.m.t. ákvæði um búnað skipa og mönnun þeirra. Það kemur fram í athugasemdum með frumvarpinu að tekið hefur verið mið af ákvæðum danskra laga sem fjalla um skrán- ingu kaupskipa. Annars vegar er um að ræða þurrleiguskrán- ingu á íslenska skipaskrá og skipið þá frumskráð erlendis. Hins vegar að skip sé frumskráð á íslenska skipaskrá og þurrleigu- skráð á erlenda skipaskrá. í fyrra tilvikinu er skipið áfram skráð á erlenda skipaskrá, það er í heimalandi eiganda skipsins eða leigusalans. Leigutaki tek- ur þá við skipinu og þurrleiguskráir það á íslenska skipaskrá. Við það færist skipið undir íslenska lögsögu og íslensk lög gilda um allan rekstur skipsins, þ.m.t. um öryggismál, kjaramál, trygg- ingamál og atvinnuréttindi og það siglir undir íslenskum fána. 68 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.