Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 16
Róðraræfing á björgunarbátnum Þorsteini acI lokinni vígslu í maí 1929. Inn í þessa sögu má skjóta að á stjórnarfundi 7. mars 1929 var rætt um nauðsyn þess að fá vélknúinn bát sem að öllu leyti væri út- búinn sem nýtísku björgunarbátur, en þar sem áætlað var að slíkur bátur myndi ekki fást fyrir minna en 50-60 þúsund krónur, vildi stjórnin ekki koma fram með tillögur í þessa átt að sinni, fjárhagsins vegna, en stefnt var að þvi þegar fært þætti. Uppbygging fluglínu- stöðva þótti mun brýnna verkefni á upp- hafsárum félagsins.2 Til upplýsingar má geta að á þessum tíma var liðlega helming- ur báta breska björgunarbátafélagsins enn mótorlaus, en Ijóst var þó að vélknúnir bát- ar voru framtíðin í þessum efnum. Báturinn sem félagið festi kaup á kom til landsins 15. april 1929 með Selfossi, einu af skipum Eimskipafélagsins, og gaf skipa- félagið flutninginn. Hann var fyrst í stað hafður í geymslu á athafnasvæði Slippfé- lagsins í Reykjavík þar eð skýli yfir hann í Sandgerði var þá ekki enn fullbúið. Sama dag og báturinn kom til landsins hlotnaðist Slysavarnafélaginu stórgjöf, en þá tilkynnti Þorsteinn Þorsteinsson skip- stjóri, sem kenndur var við hús sitt, Þórs- hamar í Reykjavík, að hann og kona hans, Guðrún Brynjólfsdóttir, gæfu Slysavarnafé- laginu bátinn með öllum fylgibúnaði. Þor- steinn var þá stjórnarmaður í Slysavarnafé- laginu og varð síðar forseti þess. Báturinn var vígður við hátíðlega athöfn þann 26. maí 1929 að viðstöddum þúsund- um manna en hann var jafnframt til sýnis almenningi þennan dag. Athöfnin hófst á svonefndri Steinbryggju í Reykjavíkurhöfn. Guðmundur Björnson landlæknir, þv. forseti Slysavarnafélagsins, flutti ræðu, lýsti bátn- um og þakkaði gefendum fyrir höfðinglega gjöf. Frú Guðrún Brynjólfsdóttir flutti stutta ræðu og gaf bátnum nafnið Þorsteinn í höfuðið á eiginmanni sínum. Jón Helga- son, þáverandi biskup íslands, flutti sjálfa vígsluræðuna, bless- aði bátinn og bað fyrir starfsemi Slysavarnafélagsins. Því má skjóta hér inn í að það mun vera siður hjá Englendingum að láta presta vígja björgunar- báta. Að lokum ávarpaði Þor- steinn Þorsteinsson mannfjöld- ann og greindi frá stefnu og starfi Slysavarnafélags íslands.3 Að afloknum ræðuhöldum var bátnum hrundið á flot úr vagninum þar sem hann stóð á Steinbryggjunni. Voru 10 ræð- arar undir árum og auk þeirra var stjórn Slysavarnafélagsins með í reynsluferðinni og stóð Þorsteinn Þorsteinsson við stýri. Fyrst var róið út að Örfiris- eyjargarði, en þar voru sett upp segl og siglt fyrir allhvössum norðanvindi. Erlend skip í höfn- inni heilsuðu bátnum með fán- um sínum þegar hann fór fram- hjá þeim. “Er það siður enskra sjómanna að votta björgunarbátun- um og skipshöfnum þeirra virðingu sína og þakklæti, hvar sem þeir sjá þá, og er það venjulega gert með því að draga þjóðfánann þrisvar að húni í kveðjuskyni.”4 Ferðin gekk ágætlega og þótti öllum viðstöddum vel hafa tekist þessi fyrsta för björgunarbátsins. Blöðin fóru mjög lofsamlegum orðum um starfsemi Slysavarnafé- lagsins í greinum sem þau birtu um at- höfnina. Stórhugur var í mönnum og þetta átak Slysavarnafélagsins hafði mjög hvetjandi áhrif á fólk um allt land um að standa sem best að slysavarna- málum á íslandi. Vígsludagurinn var jafnframt fjáröflun- ardagur fyrir starfsemi félagsins. Hann var fyrsti merkjasöludagurinn í sögu fé- lagsins, en þá voru merki með mynd af hinum glæsta farkosti til sölu og kostuðu 1.00 kr, en kr. 1.50 ef þau voru skreytt með borða. Björgunarstöðin í Sandgerði var vígð þann 28. júlí 1929 og þann dag kom Þorsteinn siglandi til Sandgerðis. Þarna var Þorsteinn síðan staðsettur næstu árin. Vegur var nokkru síðar lagður milli Sandgerðis og Stafness til að hægt væri að flytja bátinn eftir honum. 1 f Árbók Slysavarnafélags íslands 1929, bls. 72- 80, er nákvæm lýsing á bátnum Þorsteini. 2 Fundargerðabók stjórnar 1928-1938, tundur 28. febrúar 1929, skjalasafn Slysavarnafélagsins, Eld. 2. 3 Gils Guðmundsson: Slysavarnafélag Islands tuttugu og fimm ára, bls. 65-66. 4 Árbók Slysavarnafélags fslands 1929, bls. 11 Mannslíf í húfi Saga Slysavarnafélags íslands Frá vígslu björgunarbátsins Þorsteins í Reykja- víkurhöfn 26. maí, að viðstöddu fjölmenni. í stafni er Guðmundur Björnson, forseti SVFI, að halda ræðu. 16 - Sjómannablaöiö Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.