Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 24
Að frumkvæði Stýrimannaskólans í Reykjavík var haldinn fundur í október um fjarnám fyrir sjómenn !<y5ir0iám i Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, setti fundinn og bauð fundarmenn, sem voru um 40, velkomna. Síðan flutti hann stutt ávarp sem um leið var inn- gangur að fundarefninu. Hann minntist m.a. á að á vordögum 1999 var undirritaður samstarfssamningur milli Stýrimannaskólans í Reykjavík, Verkmenntaskóla Austurlands, Farmanna- og fiski- mannasambands íslands og þriggja fiskvinnslu- og útgerðarfyrir- tækja á Austurlandi, Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Hraðfrysti- húss Eskifjarðar og Skipakletts á Reyðarfirði, um að stefnt skuli að því að hefja fjarnám fyrir sjómenn og koma námsefni sjávarútvegs- brautar á tölvutækt form. Þá var á síðasta ári undirritaður sam- starfssamningur milli Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Stýrimanna- skólans um samvinnu og eflingu náms og fræðslu á sviði útgerðar og fiskveiða. Guðjón Ármann benti á að fjarnám er í hraðri þróun og nauðsynlegt að Stýrimannaskólinn í Reykjavík og aðrar mennta- stofnanir í þágu sjávarútvegs og siglinga fylgist vel með á þessu sviði, hagnýti sér þá möguleika sem þessi nýja tækni býður nem- endum og kennurum upp á. Framsöguerindi Fyrsti frummælandi var Helga M. Steinsson, skólameistari Verk- menntaskóla Austurlands. Hún rakti sögu þeirra tilrauna sem gerðar höfðu verið með fjarnám fyrir sjómenn og samstarf við Stýrimanna- skólann í því efni. Margir byrjunarörðugleikar hefðu verið yfirstignir og margt hefði skýrst í þessu sambandi. Mjög vel hefði komið fram hve marga sjómenn vantar tilfinnanlega grunnmenntun sem hefði átt sinn þátt í því að sjö nemendur hættu mjög fljótlega námi. Pálmi Hlöðversson er kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík og hefur unnið að í fjarkennslumálum á vegum Stýrimannaskólans. Hann ræddi m.a. um hina ýmsu möguleika við mismunandi útfærsl- ur fjarkennslu. Pálmi sagði að fjarnám fyrir þá sjómenn, sem yrðu að vera tengdir interneti um gervihnattakerfi, gæti verið kostnaðar- samt. Nauðsynlegt væri að nýta vel tímann sem sjómaðurinn væri í frii í landi. Tölvutæknin byði upp á nýja og spennandi möguleika en einnig væru ýmsir örðugleikar. Tímasetningar yrðu að vera sveigj- anlegar. Hjalti Jón Sveinsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri ræddi m.a. um þann alvarlega vanda sem stafaði af því hversu fáir sækja skipstjórnarnám. Gera þyrfti námið aðlaðandi og laga það að breyttum þjóðfélagsaðstæðum. Fjarnám væri vissulega ein leið til að bæta úr því, öll skilyrði væru fyrir hendi, vilji væri allt sem þyrfti. Þá lagði hann áherslu á í erindi sínu og einnig síðar á fundinum að samtök atvinnulífsins styrktu þessa viðleitni. Karl Kristjánsson deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu lýsti m.a. viðhorfi ráðuneytisins til framtíðar fjarkennslu almennt. Hann sagði að stefna ætti að því að fjarkennsla yrði hluti af kennsluframboði hvers skóla, og skýrði á hvern hátt unnt væri að ná því markmiði. Hann gat um átta símenntunarstöðvar, sem væru í öllum landshlutum, og hafa þær séð um að dreifa og miðla náms- efni. Karl vék að aðsókn að skipstjórnarnámi. Hann sagði að það hefði oft komið fyrir að settar hefðu verið upp námsbrautir sem síð- ar hefði komið í Ijós að afar fáir vildu sækja. Hann sagði það nánast vera áráttu að vilja setja almennar greinar á undan fagnámi. Lárus Þ. Pálmason, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stundakennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík lýsti fjarnámi sjó- manna á vegum skólans í faggreinum netagerðar, þ.m.t. nemenda Stýrimannaskólans í Reykjavík. Sigríður Ingvarsdóttir, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, upplýsti um vinnu þeirrar stofnunar að margmiðlunardiski fyrir sjómenn og lýsti áhuga sínum á samstarfi á sviði fjarnáms fyrir sjómenn. Síð- asta framsöguerindið hélt Þorvaldur Pálmason, verkefnisstjóri við Símenntunarstofnun Kennaraháskóla íslands. Um var að ræða mjög skýra greiningu á fjarnámi og lýsingu á þróun þess. Hrönn Þormóðsdóttir frá fyrirtækinu Gagarín veitti fundarmönnum upplýsingar um margmiðlunardiska, en fyrirtækið hefur unnið að verkefninu með Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. í lokin voru al- mennar umræður. ■ 24 - Sjómannablaöiö Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.