Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 63
Selvogsbanka. Kútter Hafsteinn liggur til drifs með þrírifaða fokku og lítið horn af mesan. Framstefnið rís upp á hvern hasjóinn á fæt- ur öðrum og dettur í næsta andartaki niður í djúpa og krappa öldu- dalina. Innyflin í manni lyftast í beinagrindinni, þegar það dettur. Ég fæ ennþá klígju. Við og við brotna blágráir hafsjóarnir utan á kinn- ungi skipsins og reka á það lemjandi hnykk, eins og það hefði steytt á boða. Okkur hefur þó ekki drifið vestur að Geirfuglaskerj- um? Fjallhá, íbjúg holskefla fellur hvæsandi inn á þilfarið, brýtur fiskikassann og fyllir skipið stafna á milli. Svo kemur stutt, hljóðlaus kyrrð, eins og allt sé að síga í svartakaf. Þá rís nýr risasjór, sem drynur á skipinu aftan við framvantinn, kastar því á hliðina og æðir kolblár aftur eftir endilangri bakborðslunningunni. Koffort og ílát í lúkarnum þeytast eins og byssuskot yfir þvert lúkarsgólfið og send- ast aftur dunkandi til baka. Dallurinn hefur rétt sig við. í því stingst klýfirbóman á kaf inn í nýjan brotsjó, sem af einhverri slembilukku ríður undir brjóst skipsins, í staðinn fyrir að hvolfast yfir það, og rykkir um leið bómunni upp úr sogandi öldufaldinum með þvílíku ægiafli, að skipið hriktir og titrar við átökin. Það hvín í möstrum, stögum, fölum, rám og reiða, og þessi gnauðandi hvinur verður að langdregnum, ömurlegum sogum og hvæsi í hvert sinn, sem skipið kastast móti veðurofsanum. í slíkum hamförum lofts og lagar er engri lifandi sálu fært á dekki. Aðeins stýrimaðurinn stendur útkíg með blá-höfuðið upp úr hálflok- uðum káetukappanum og rýnir í allar áttir út í fnæsandi sædrifið og gufukennda, vatnsgráa mugguna. Og á hverju augnabliki er hann albúinn að forða lífi sínu niður káetustigann, ef einhver brotsjórinn sópar kappanum burtu af þilfarinu. Lúkarskappinn er líka lokaður til hálfs. En við og við skellast hvissandi öldusveipir inn um opna rifuna. Það koldimmir snöggvast í lúkarnum. Skelettið myrkvast af hnédjúpum sjó, sem fyllir í sömu andrá rifuna á kappanum og steypist í hvæsandi skvett niður á lúk- arsgólfið, streymir aftur eftir því, skvampast þar svolitla stund, smá- fjarar og hverfur að lokum um göt og smugur niður í kjalrúm skips- ins. Á mjóum bekk bakborðsmegin í lúkarnum, svo sem tvö fet frá endanum á kabyssunni, situr unglingspiltur með rautt hár mikið og flókaþykkt. Hann er í dökkbláum nankinsbuxum og samlitri skakskyrtu, sem hangir í gljándi poka framan á kviðnum. Hann • x • • (9skum s/omcmnvmi og fyölskijlduwi fjeiua ojleðilecjm jóla ocj ^atsæls koman$i áts starir inn í glæðurnar í kabyssunni gegnum brotinn hring yfir eld- hólfinu og grípur um stoð við kabyssuendann, þegar skipið tekur skörpustu yfirhalningarnar. Þetta er kokkur skipsins, og nú hefur hann hvorki komist með vott né þurrt aftur í káetuna í dag. Hann er grindhoraður, og nú er hann að hugsa um öldurnar á sjónum. Guðmundur gamli Magnússon er í þann veginn að fara til kojs. Hann er snöggklæddur og sætir lagi með að bregða sér snöggvast upp í rifuna á lúkarskappanum. Hann er eini maðurinn í lúkarnum, sem skilur, að í svona veðri séu skip ekki eins örugg á yfirborði hafsins og í logni og blíðu. Hann les sig upp brattan járnstigann og nemur staðar i næst efsta haftinu. Hann ætlar að pissa, áður en hann fer í koju, og leggur kranann út yfir þröskuldinn fyrir kappaop- inu og svo byrjar hann að pissa. En rétt í því ríður feiknarlegur hnykkur á stjórnborðskinnung skipsins og í sömu svifum heyrist snöggur brestur og byljandi dynkur niður í lúkarinn, og Guðmundur sendist, langur og krangalegur, eins og kólfi væri skotið öfugur nið- ur stigann, holdvotur frá hvirfli til ilja. Það hafði fallið holfskefla á skipið, og toppstöngin hafði kubbast sundur í miðju og efri hluti hennar slöngvast í einu vetfangi niður á þilfarið svo sem spannar- lengd framan við þann hluta Guðmundar, sem lá út yfir þröskuldinn. Og hreyfingar hans niður stigann bera það með sér, að hann hefur skilið hættuna út í ystu æsar. Það er hlegið í lúkarnum, og aftur við þilið stjórnborðsmegin hafa hópað sig nokkrir hásetar, sem syngja við raust: Einn er um borð, sem borðað getur, býsna tæpur á gallanum. Vikuforðann víst hann étur vel á þremur dögunum. Síðan eins og soltinn refur sérhvern sníkir hann á mann. Þar af leiðandi þunnt líf hefur. Þrjátíu sinnum drullar hann. Þetta er ógeðslegur skáldskapur í svona veðri. Bölvaðar skepnur eru þetta. © Útvarpsþáttur um sjávarútvegsmál! Auðlind alla virka daga kl. 12.50! Sjómannablaöið Víkingur - 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.