Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 50
Þjónustusíður ft€>ir - nú verða allir að taka þátt! Nú á haustmánuðum eru kjarasamningar í gangi hjá mörgum stéttarfélögum. Sumir hafa nú þegar gengið frá samningi. Ég veit ekki um einn einasta nýjan kjarasamning, sem ekki innifelur þátttöku vinnuveitanda að séreignarsparnaði. í flestum tilvikum er framlag vinnuveitanda 1% og hækkar það í 2% 1.1.2002. Því má segja að þeir sem ekki taka þátt í séreignarsparnaði séu að segja nei-takk við kauphækkun. Því miður eru allt of margir, sem ekki eru búnir að átta sig á þessu, en það er skilyrði að menn gangi frá samningi um séreign- arsparnað við einhvern þeirra aðiia sem til þess hafa fengið leyfi. Auk þess sem vinnuveitandi greiðir á móti einstaklingi, þá leggur ríkissjóður til 10% á móti þeirri upphæð sem einstaklingurinn spar- ar, upp að 4% framlagi einstaklings. Þessi sparnaður einstaklings frestar líka skattlagningu á sparn- aði, þar til hann verður tekinn út, en það er fyrst hægt að taka út séreignarsparnað eftir 60 ára aldur. Þeir sem kjósa að byrja að taka út séreignarsparnað við 60 ára aldur, verða að dreifa úttektinni á minnst 7 ár. Þeir sem kjósa kannski 65 ára gamlir að byrja að taka út sparnaðinn, geta skipt því á minnst 2 ár, 67 ára gamlir geta hins vegar tekið alla upphæðina út í einu. Reglurnar eru sem sagt þannig að úttektin skiptist á þann árafjölda sem viðkomandi rétthafa vantar á 67 ára aldur. Það má líka færa fyrir því sterk rök, að öllum sé það nauðsynlegt að spara meira til efri ára, en gert hefur verið. Samtryggingarkerfið sem allir landsmenn eru skyldugir að greiða til, 10% af sínum laun- um, lofar að greiða 60% af meðallaunum manns á starfsævinni, sem mánaðarlegan lífeyri til æviloka. Auk þess veitir þessi sam- trygging rétt til örorkulífeyris, ef menn missa starfsgetu eða hluta hennar. Makalífeyrir er einnig innifalinn, en hann er takmarkaður og er almennt ekki greiddur nema tiltekinn tíma hjá flestum sjóðum. Mikil viðbrigði Viðbrigði fólks sem fer á eftirlaun eru oft mikil og mörgum finnst að þeir geti ekki mikið veitt sér af lágum lífeyri. Það er líka raunin, að lífaldur er alltaf að lengjast og menn gera líka kröfur til meiri lífs- gæða. Því er öllum nauðsynlegt að auka sinn sparnað til efri ára til þess að auka sín lífsgæði. Eins og lagaheimildir líta út í dag, þá er gert ráð fyrir því að einstaklingur geti sparað 4% af sínum launum, með mánaðarlegum sparnaði, og framlag vinnuveitanda er nú í flestum tilfellum 1% og verður 2% frá 1.1.2000. Þess má geta að sumar stéttir hafa samið um hærri % frá vinnuveitanda, eins og t.d. bankafólk, sem fær 7% framlag í séreignarsparnað frá vinnuveit- anda, en um það var samið þegar svokölluð 95 ára regla var af- numin. Nú er bara ekki eftir neinu að bíða. Hafðu strax samband við þann aðila, sem þú treystir best til þess að ávaxta þinn sparnað. Við hjá Hlíf bjóðum þig að sjálfsögðu velkominn í viðskipti til okkar. Hafðu samband í síma 562-9952, eða fax 562-9096 eða í tölvu- póst: valdimar@hlif.is Við munum senda samningsform til baka, eða þú kemur bara við hjá okkur í Borgartúni 18. Valdimar Tómasson. ðr ftisýjftlu FJérmál-fóftirtitftinft um stftrfftftml Hfftyrissjédft árlð 1999 Heildareignir lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris í árslok 1999 voru 518 milljarðar. Iðgjaldatekjur lífeyrissjóða árið 1999 voru 49 milljarðar. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðakerfisins var alls 149 milljarðar. Lífeyrissjóðum fækkaði úr 66 í 60 á árinu, 13 þeirra taka ekki lengur við iðgjöldum. Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða var 12% árið 1999, en var 7,8% árið 1998. 5 stærstu lífeyrissjóðirnir eiga 50,4% af heildareignum kerfisins. Besta raunávöxtunin árið 1999: 1. Lífeyrissjóðurinn Hlíf 22,o% 2. Séreignarlífeyrissjóðurinn 21,7% 3. Lífeyrissjóður verkfræðinga 21,6% 4. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 17,8% 5. Lífeyrissjóður lækna 16,2% Besta meðaltal raunávöxtunar fyrir árin 1995 til 1999. 1. Lífeyrissjóðurinn Hlíf 12,6% 2. Lífeyrissjóður Vesturlands 11,2% 3. Lífeyrissjóður Norðurlands 10,7% 4. Lífeyrissjóður lækna 10,4% 5. Lífeyrissjóður verkfræðinga 10,3% • Skipting lífeyrisgreiðslna eftir tegund lífeyris. 1. Ellilífeyrir 64,6% 2. Örorkulífeyrir 16,2% 3. Makalífeyrir 17,6% 4. Barnalífeyrir 1,6% Tilkynning frá Ríkisskattstjóra varðandi 4% framlag rétthafa í séreignarsparnað. Borist hefur bréf frá Ríkisskattstjóra þar sem tilkynnt er aö sú breyting sem kom til framkvæmda í vor, aö framiag rétthafa í sér- eignarsparnaöi, sem hækkaöi úr 2% í 4%, gildi fyrir allt áriö 2000, en ekki aöeins frá 1. júní eins og áöur var tilkynnt. Þetta þýöir að þeir sem vilja nýta þann möguleika, aö fá skatta- frestun á 4% af sínum tekjum á árinu 2000, hafa enn þann mögu- ieika opinn aö greiöa viöbótarframlag inn í sinn séreignarsjóö, þannig aö sparnaöurinn veröi 4% af tekjum alls ársins 2000. 50 - Sjómannablaðiö Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.