Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 52
fleiri króka á dag, er að sjálfsögðu mjög hagkvæmur fjárfestinga- kostur fyrir línuútgerðir. Reynsla núverandi notenda hefur sýnt að með tilkomu búnaðarins hafa þeir náð að bæta beitningu um allt að 10%. Ljóst er að hvert prósentustig upp eða niður í beitningu hefur samsvarandi áhrif á afla, því er um gríðarlega hagsmuni útgerðar og áhafnar að ræða. Næstu skref í þróun LineTec er kerfi sem hefur þróast mikið og batnað með samvinnu við íslenska skipstjóra. Nú þegar hefur Beituvakanum verið bætt við og “slæðukerfið” verður sett upp til prufu á næstu vikum. Gagna- bankinn er mjög mikilvægur og verður þróaður áfram til þess að verða auðlæsilegri og geti gefið einfaldar staðlaðar skýrslur sem t.d. geti verið sendar sjálfkrafa um gervihnött á útgerðina t.d. á hverjum morgni. Tengingar við fleiri tæki í brúnni, geymsla á gögn- um inná t.d MaxSea kortakerfum o.fl. Einnig er áhugi á að þróa fiskateljarann upp í mælingu á lengd og þyngd og jafnvel að hægt verði að flokka fisk í vinnslunni á grunni þeirra upplýsinga. En eitt er víst að sífellt er gerð meiri ávöxtunarkrafa á veiðarnar og krafist af þeim að skila betri fiski, auk þeirrar ábyrgðar sem fiskveiðistjórn- unarkerfið hefur sett á herðar sjómönnum. Þá er kerfi sem bætir af- köst og skilar upplýsingum á notanlegu formi gott verkfæri. Stýrivélaviðgerðir Öll almenn rennismíði og viðgerðarvinna. Almenn járnsmíði. Sjóheldar plasthurðir. Varahlutir frá Scan Steering - Ulstein - Tenfjord - dælustöðvar Stýrisblöð frá Bot Gronningen. Stýrívélaþjónusta Gardars LineTec skjánum er komið fyrir í brúnni Véla- og skipaþjónustan Framtak IBpkrialw tri UtlHt á hagstœðu verði VÉLA- OG SKPAÞJÓNUSTAN FRAMTAK í Hafnarfirði hefur tekið við sölu og þónustu fyrir ITUR dælur frá fyrirtækinu BOMBAS ITUR á Spáni. ITUR dælur eru seldar á afar hag- stæðu verði sem er fyllilega samkeppnisfært við annað sem í boði er. Nú þegar hafa ITUR dælur verið seldar í þrjár nýsmíð- ar íslendinga í Kína auk þess sem Eimskip og Norðurál hafa pantað slíkar dælur. BOMBAS ITUR er 80 ára gamalt fyrirtæki og þar starfa 240 manns. Fyrirtækið hlaut ISO-9001 viðurkenningu frá Lloyds Register Quality Accurance árið 1994. ITUR framleiðir geysi- lega fjölbreytt úrvai af dælum, bæði til notkun á sjó og i iðnaði. Sölustjórar ITUR fyrir Evrópu og Asíu hafa heimsótt Framtak og fulltrúar Framtaks hafa kynnt sér verksmiðjuna á Spáni og framleiðsluna þar. Sú heimsókn fullvissaði þá enn betur um það sem áður var vitað, að ITUR framleiðir hágæða vörur. Því til staðfestingar má benda á, að spönsku togararnir sem komu nýir til íslands upp úr 1970 voru með ITUR dælur og þær eru enn í notkun. Framtak stefnir á að eiga helstu gerðir af dælum á lager ásamt varahlutum og stuttur afgreiðslutími er á sérpöntunum. Dælurnar fást í fjölmörgum útfærslum; úr steypu- járni, kopar eða riðfríu, láréttar eða lóðréttar, án rafmótors eða með rafmótor á undirstöðu, með áföstum rafmótor (monoblock), með bensín- eða dieselvél. Ef dæla er afgreidd með rafmótor notar ITUR aðallega hina viðurkenndu ABB raf- mótora. Einn af reyndustu vélfræðingum Framtaks, Jón Aðal- steinn Jónsson, mun starfa með sölu- og markaðsdeild við markaðssetningu og þjónustu á dælunum. 52 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.