Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 62
Af skutulifi ofvitans Sem kornungur maður var Þórbergur Þórðar- son sjómaður á skútum. í ritum Þórbergs er samt ekki að finna margar frásagnir af sjó- mennsku hans. Þó drepur hann á skútutímann í Ofvitanum. Fyrsti kafli bókarinnar ber heitið Upphaf viskunnar og byrjun hans er svona: Það er sunnudaginn 9. maí árið 1909 milli hádegis og dagmála. Þá er aftur komið vor með kuldagráum himni, flöktandi sunn- ankuli og þriggja stiga hita í lofti. Við siglum áfram á hægri sigiingu inn Faxaflóann úr síðasta vetr- artúrnum. Akurey frammi undan á stjórnborða. Bak við hann móar í bæinn með stúlkunni, sem trúlofaðist í vetur. Á aðfangadag jóla síð- astliðinn vetur. Loksins hafði meðfædd ólyst mín á tilbreytingum lotið í lægra haldi fyrir bölvaðri nýjungagirninni. Það var afstaðið stríð, sem kost- aði mig þungar þjáningar. Ég hafði afráðið að rífa mig upp úr skútu- lífinu fyrir fullt og allt, slíta mig burt úr þriggja ára vinnumennsku, kolaburði og skolpræsagreftri, hafa ekki hugboð um, hvað við mér tæki í framtíðinni. En hvað ég var mikill einstæðingur! Úti á þessu misgjöfula veraldarhafi var ég búinn að kasta á glæ þrem úthöldum æfi minnar. Þrisvar sinnum sjö mánuðum. Eitt út- hald háseti upp á hálfdrætti og premíu. Fékk aldrei bein úr sjó. Tvö úthöld kokkur, kjaftfor eiturbrasari í gljámalandi skakskyrtu, lafandi í poka framan á kviðnum niður í potta og soðningarbakka. Þriðji rétt- hæsti maður á 87 tonna kútter. Kaup 60 krónur á mánuði. Sérrétt- indi: Klukkan fjögur á næturnar: Rífið þið andskotans eiturbrasarann upp á rassgatinu! Æ, Jesús minn! Á daginn: Ég sker af þér helvítis hnappinn, náhundurinn þinn, ef ég fæ ekki kinnarnar mínar með skilum upp úr pottinum. Aðalnær- ing uppþornaður þrumari með margaríni og púðrara í hlandrökum kökkum úr rottustíunni hjá Duus. “Það er nógu gott í skútukarlana!” Klukkan hálf tólf á kvöldin: Sálarlíkaminn svældur út úr skininni beinagrind jarðlífsins með kabyssustybbu og þurrkuðu rjóli í römm- um pípusterti frá Þorleifi á horninu. Það var hátíð sólarhringsins. Á nóttinni: Fjögurra stunda svefn, svefnrot. Og svo aftur klukkan fjögur á næturnar: Rífið þið andskotans eit- urbrasarann upp á rassgatinu! Æ, Jesús minn! Heiðursmerki: Svikin loforð um rúgbrauðsorðuna. Ég vil elska mitt land... Svona höfðu lífdagarnir mjakast framhjá fjörefnasnauðri æsku of- vitans i þrjú veltandi úthöld, fyrst á Seagull með stolnu patent- bómuna undir stjórn þess mikla kapteins Jóns Þórðarsonar frá Ráðagerði, síðan á kútter Hafsteini með Jóni Ólafssyni, er fyrstur allra hvatti ofvitann til lærdómsiðkana, kannski ræktarbesti náungi, sem ofvitinn hefur nokkurn tíma þekkt. Jón varð síðar bankastjóri og framlengdi víxla. Og nú stóð “drengskökullinn” uppi jafn snauður að öllum veraldargæðum og þegar hann fyrst fann lúkarslykt í norðangarðinum rétt eftir lokin mannskaðaárið mikla 1906. Öskrandi suðaustan ofsi Þórbergur hætti á skútunni og hóf nám í Kenn- araskólanum. Hann stríðir við fátækt og basl sem hann lýsir vel í Ofvitanum, en það birtir upp inn á milli. Undir lok bókarinnar reikar Þór- bergur í öngum sínum niður í fjöru og reynir að finna ráð til að slá lán fyrir nýjum skóm. Þá leiftrar fyrir augum hans gömul mynd sem hann lýsir svo: Það er vetrarvertíð. Öskrandi suðaustan ofsi í Eyrarbakkabugt. Himininn einn svartkembdur skýjamökkur. Rosastjórsjór djúpt úti á 62 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.