Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 32
Árni Sverrisson, Guðlaugur Jónsson og Guðjón Ármann Einars- son, Aldan Magnús Guðmundsson, Halldór Guðbjörnsson, Verðandi og Högni Skaftason, Sindri Jónas Ragnarsson og Ingvi R. Einarsson FSK Um virka samkeppni í sjávarútvegi Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldin í Keflavík dagana 23. og 24. nóvember 2000, fagnar breyt- ingum á samkeppnislöggjöfinni, sem taka gildi í desember 2000. Þessar breytingar fela í sér m.a. öflugra eftirlit með samruna fyrir- tækja og skerpingu á reglum varðandi misnotkun markaðsráðandi fyrirtækja á samkeppnismörkuðum. Formannaráðstefnan krefst þess að samkeppnisyfirvöld / stjórn- völd grípi nú þegar til aðgerða og uppfylli skyldu sínu um að eðlileg samkeppni ríki varðandi verðmyndun á sjávarfangi. Til að ná þessu markmiði krefst formannaráðstefnan að útgerð fiskiskipa verði skil- greind sem sjálfstæð atvinnugrein og fiskvinnsla sem önnur sjálf- stæð atvinnugrein. Aðeins með aðskilnaði milli veiða og vinnslu er hægt að sýna trúverðuga afkomu í rekstri greinanna tveggja. Með þessu móti verða sköpuð skilyrði fyrir verðmyndun á fiski á sam- keppnislegum grunni. Slíkt verðmyndunarfyrirkomulag er nauðsyn- leg forsenda fyrir hagkvæmni og framgangsríkum rekstri í íslensk- um sjávarútvegi. Um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldin í Keflavík dagana 23. og 24. nóvember 2000, beinir því til sjávarútvegsráðherra að hann beiti sér fyrir því að sú nefnd sem hann skipaði til þess að endurskoða og koma með tillögur til breyt- inga á lögum um stjórn fiskveiða, hraði störfum og skili niðurstöðum í síðasta lagi fyrir næstu áramót. Upphaflega var nefndinni ætlað að skila niðurstöðum til ráðherra fyrir 1. september 2000. Um útflutning á óunnum fiski Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldin í Keflavík dagana 23. og 24. nóvember 2000, skorar á stjórn- völd að afnema þá reglu sem gildir um vigtun á óunnum fiski til út- flutnings. Einnig verði kvótaálagið með öllu afnumið. Jafnframt telja samtökin það gróflega mismunun að fiskiskip á aflamarki skuli lúta ákvæði um kvótaálag en afli krókabáta til útflutnings er laus við álagið. Greinargerð: Við útgáfu reglugerðar nr. 496/2000 um veiðar í atvinnuskyni fisk- veiðiárið 2000/2001, voru gerðar nokkrar breytingar á ákvæði sem snertir álag á aflamark þegar botnfiskur er seldur óunninn á erlend- an markað. Samkvæmt þessari nýju reglugerð er álagið lækkað úr 20% í 15% á þorski og sömuleiðis lækkað úr 15% í 10% á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu, en óbreytt í öðrum kvótabundnum botnfisk- tegundum. Einnig er gerð sú breyting að álagið er fellt niður með öllu ef fiskur er endanlega vigtaður hér á landi og skráður í afla- skráningakerfið Lóðs fyrir útflutning. Sú úrtaksvigtun sem fylgir þessu kerfi leiðir til þess að fiskur verður fyrir skemmdum sökum umstöflunar sem síðan leiðir óhjákvæmlega til lægra verðs á er- lendum mörkuðum. Slík niðurstaða skilar af sér lægri tekjum til sjó- manna, útgerðar og þjóðarbúsins. Af þessum sökum telja samtökin nauðsynlegt að afnema með öllu ákvæði um kvótaálag og sérstak- ar vigtarreglur fyrir óunninn fisk til útflutnings. Um Landhelgisgæslu íslands Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldin í Keflavík dagana 23. og 24. nóvember 2000, beinir því til stjórnvalda að Landhelgisgæslu íslands verði tryggt nægjanlegt rekstrarfé til þess að geta haldið úti þeim skipum sem stofnunin hefur yfir að ráða og án þess að skert verði annað rekstrarfé sem nauðsynlegt er til að stofnunin geti sinnt öryggis- og eftirlitshlutverki sínu til sjós sem henni er ætlað lögum samkvæmt. Jafnframt er skorað á stjórnvöld að láta flýta smíði á nýju varðskipi sem sam- þykkt var af stjórnvöldum fyrir rúmlega þremur árum. Greinargerð: Samkvæmt 1. grein laga nr. 25/1967 um Landhelgisgæslu ís- lands er skýrt kveðið á um markmið stofnunarinnar hvað snertir ör- yggis- og eftirlitshlutverk hennar til sjós. Úthald varðskipa hefur dregist saman á undanförnum árum. Áform eru uppi um það að draga enn frekar úr úthaldinu. Þetta eru slæm tíðindi fyrir sjómenn, þar sem litið er á að öflugt úthald varðskipa hafi verið mikilvægur hlekkur í öryggi sjófarenda hér við land. 32 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.