Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 14
'Jéd I~l Ci r i~? t 't- ’fcsí 't y i 't í þjóðarsálinni Ný uvjf vrilr £]jjur £3. Am> •Idt tr komin úi: .pu/ sujjj uurju Slysnvarnarfélngt ItlnncJa «r rakSn í jjjúJ] og jjjyjjjJujjj uJ’Jí fri stofnun r í J u rju] jj 5, Vlklftgw/inn tpjalMI víð höfundinn Bókaútgáfan Mál og mynd sendir nú frá sér bókina Mannslíf í húfi, saga Slysavarnar- félags íslands. Einar S. Arnalds rithöfundur skráði. Bókin er um 500 blaðsíður og í henni eru um 300 gamlar og nýjar Ijósmyndir. Einar var fyrst spurður hvenær Slysavarnarfélagið hefði verið stofnað. „Félagið var stofnað 29. janúar 1928 og ritið rekur sögu starfseminnar í stórum dráttum fram til ársin 1999 er félagið sameinaðist Landsbjörgu og samtökin Slysavarnafélagið Landsbjörg urðu til.” - Var einhver einn atburður þess valdandi að félagið var stofnað? „Nei, stofnun félagins átti sér nokkuð langan aðdraganda. Fyrstur til að hefja kyndilinn á loft, ef svo má að orði komast, var séra Odd- ur V. Gíslason í Grindavík rétt fyrir aldamótin 1900. Síðar reyndu fleiri að þoka málinu áfram, menn eins og Guðmundur Björnson landlæknir, sem síðar varð fyrsti forseti þess, og Jón E. Bergsveins- son, sem varð fyrsti starfsmaðurinn. Ekki má heldur gleyma fram- taki Vestmannaeyinga sem stofnuðu björgunarfélag í Eyjum 1918. Stofnun félagsins spratt af brýnni þörf og segja má að hún hafi í raun gerst fremur seint.” - Hvað áttu við með því? „Nú, íslendingar sóttu þá sem nú lífsbjörg sína í sjóinn og drukknanatíðnin var skelfileg á þessum árum, eða um 70 manns á hverju ári.” - Breyttist þetta með tilkomu félagsins? „Já mjög mikið. Félagð lagði í fyrstu höfuðáherslu á að koma fluglínutækjum fyrir við ströndina hringinn i kringum landið, þar sem mest þörf var talin á, til þess að geta bjargað mönnum úr skipum sem strönduðu.” - Þetta hefur væntanlega kostað mikið fé? „Já, og meginhlutinn af þeim fjármunum kom frá félagsmönnum sjálfum. Félagið lagði strax frá upphafi áherslu á að stofnaðar yrðu slysavarnadeildir sem víðast úti um landið sem sinntu björgunar- þættinum og öfluðu fjár til starfseminnar. Þegar félagið varð 25 ára árið 1953 voru þessar deildir hátt í 200 og félagatalan upp undir 30 þúsund manns, sem sýnir glöggt hvern hljómgrunn félagið fékk hjá þjóðinni. Þetta voru sérstakar karladeildir, blandaðar deildir og kvennadeildir.” - Bar þessi starfsemi strax einhvern árangur? „Já, fyrsta björgun með fluglínutækjum átti sér stað við Grindavík árið 1931 en þá tókst að ná 38 frönskum sjómönnum í land úr bráðri lífshættu um borð í strönduðum togara. Á fyrstu 25 árunum tókst að bjarga yfir 800 mannslífum með björgunartækjum félags- ins, oft við afar erfið skilyrði.” Víðtæk starfsemi - Stafsemi félagsins hefur þróast mikið frá því það var stofnað? „Starfsemin var stöðugt umfangsmeiri, í fyrstu var bara einn maður á skrifstof- unni en þeir voru um 30 síð- asta starfsárið. í rauninni kom mér það verulega á óvart þegar ég hóf söguritunina hveru víðtæk þessi starfsemi var og hversu víða hún teygði anga sína í nútíð og fortíð. Á verkefnaskrá félagsins hefur verið rekstur björgunarbáta og björgunarskipa, tilkynniga- skylda fyrir skip frá 1968, Slysavarnaskóli sjómanna frá 1968, sérstakt starf að slysa- vörnum á landi frá 1937, mik- il uppbygging neyðarskýla eftir 1940, aukin áhersla á björgunarstörf inn til landsins eftir miðja öldina og þannig mætti lengi telja. Svo má nefna sérststæða þætti eins og að standa fyrir því að fá björgunar- þyrlu til reynslu til íslands árið 1949 og stuðningur við sjúkraflug Björn Pálssonar upp úr 1950. Ég hefði viljað gera sögu starfsem- innar úti um landið betri skil og vonandi auðnast mér að gera því merkilega efni verðug skil síðar.” - Svo það hefur verið vel þess vert og tímabært að skrá alla þessa sögu. Tók ekki töluverðan tíma að gera þessu mikla efni skil? „Jú, þetta tók allmörg ár. Heimildavinnan var tímafrekust, þó svo að heimildir hafi flestar verið mjög aðgengilegar. Þar má fyrst telja Árbók sem félagið gaf alla tíð út, skjalasafn sem var í mjög góðri reglu þar sem voru fundagerðarbækur, aftrit af sendibréfum og svo framvegis. Ég man að mér þótti nú ekki sérlega árennilegt að byrja yfirferð yfir skjalasafnið því það var geymt í upp undir 200 pappa- öskjum, en það var ekki um annað að ræða en setja undir sig hausinn og byrja.” - Notar þú einhverjar munnlegar heimildir? „Já, ég tók viðtöl við þá sem staðið höfðu framarlega í félags- starfinu. Svo má ekki gleyma að það var ómetanlegt að hafa skrif- stofuaðstöðu í höfuðstöðvum félagsins á Grandagarði. Þarna var maður í hringiðu starfsins og lærði oft meir um félagið í einum mat- artíma heldur en heilan morgun yfir skræðum. Sumt skilar sér í inn- skotsgreinum sem eru víða í bókinni, oft í léttum dúr, sem ætlað er að bregða birtu á ýmsa þætti starfsins.” - Var það ekki ánægjulegt verkefni að skrá þessa sögu? „Jú, vissulega, og mér fannst það mjög áhugavert að kynnast þessum þætti þjóðlífsins. Hins vegar tók það stundum á þolinmæð- ina að halda stöðugt áfram í svona löngu og viðamiklu verki. Það hjálpaði mikið að finna ávallt öflugan stuðning forráðamanna félags- ins og almennan áhuga félagsmanna á mínu starfi.” - Hvað er þér eftirminnilegast úr því starfi að skrifa bókina? „Ætli það sitji ekki lengst eftir að hafa kynnst svona mörgu góðu fólki, fórnfúsu hugsjónafólki. Starf félagsins á sér djúpar rætur í þjóðarsálinni og andi þess smitar út frá sér. Ég held það geri hvern mann betri að kynnast því náið,” sagði Einar S. Arnalds. Einar S. Arnalds hefur verið þaulsetinn við tölvuna þar sem sagan var færð í letur 14 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.