Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 6
Herra Karl Sigurbjörnsson biskup íslands Andspænis jólunum eru all- ir jafnir og alla snerta þau með einhverjum hætti. Jólin eru hátíð sem snertir öll skiln- ingarvit, sjón og heyrn, ilman og bragð og tilfinningu, en líka söknuð og trega. Engin hátíð, enginn atburður snertir okkur á eins altækan hátt og umfaðmar lífið allt eins og jólin. Það er undursamlegt, og það er engin tilviljun. Jólin eru nefnilega há- tíðin sem ber okkur á sérstak- an hátt boðin um Guð sem varð maður í heiminum okkar og vill helga mannlegt allt. Og á erindi við alla. Börn og full- orðna, trúaða og efagjarna, og allar aðstæður mannlegs lífs og allt litróf mannlegra kennda. Allt vill Guð helga himninum sínum. Tvö þúsund ár eru frá fæðingu hans í heim. Þúsund ár frá því að hin kristnu jól með sögu sína og helgan hljóm varð þáttur í þjóðlífi okkar þjóðar. Heiðin jól eru veisla og blót til árs og friðar, til heiðurs hækkandi sól. Það er vissulega fagnaðarefni í landi hinna löngu, myrku vetrar- nótta. En hin kristnu jól eru frásögn, saga um fæðingu barns, um himinninn á jörðu, um söng, um orð, sem fær dimmu í dagsljós breytt. Um náð sem ummyndar harðan og kaldan heim og hrífur og mýkir og virkjar siggróin hjörtu til þjónustu við lífið. Nú eru þúsund ár frá því að norræni víkingurinn varð kristinn og lærði að lúta barninu í jötunni í trú. Og lærði að meta að mildi er ekki veikleiki, að valdbeiting er ekki styrkur, að sælla er að gefa en þiggja, að umhyggjan, elskan, sigrar allt um síðir. Og þennan boðskap þurfum við vissulega enn að temja okk- ur og tileinka okkur. Þess vegna þurfum við að heyra boðskap hinna kristnu jóla, enn og aftur. Boðskapur jólanna um Ijósið í myrkrinu, um frið á jörðu, um barnið í jötunni, það er boðskap- ur sem enginn meðtekur nema með trú. Hvað er trú? Trú er að treysta, að taka í útrétta hönd sem til manns er rétt og reiða sig á þá hönd. Trú er að þiggja allt eins og úr hendi þess máttar sem er kærleikur, miskunn, náð, þrátt fyrir allt, Drottinn minn og Guð minn. Trú er það trúnaðar- traust sem verður í sjálfu sér svar við spurningunum sem eng- in svör fást við þegar hryggðin slær og áföllin henda. Að elska Guð þrátt fyrir allt og þakka hon- um það er að snúa sér í átt til birtunnar, heiðríkjunnar, gleðinn- ar, því “Ijósið skín í myrkrinu.” Þótt dimmt sé yfir Betlehem og dapurt víða heims um ból, þá er þetta sem jólin boða engin draumsýn, það er ekki ævintýri. Það er raunveruleiki, sem snertir heiminn okkar. Þótt ef til vill sé dimmt í heimi þínum, og kvíðvæn- legt fram að horfa. Engill Drottins stendur hjá þér og dýrð Drottins Ijómar kringum þig og bendir þér á Ijósið sem aldrei slokknar, lífið sem sigrar dauðann, huggunina í hverri sorg. Það er barnið í jötunni, Jesús. Guð vill leiða okkar að barninu í okkur sjálfum og barn- inu í jötunni. Svo við getum lært af því í hverju sönn lífs- gæði, lífsfylling, friður og gleði eru fólgin. Það er ekki fólgið í neinu af því sem tjaldað er til á vettvangi jólaaug- lýsinganna né keypt á markaði neyslunnar. Það er fólgið í því að játast lífinu og gefa þeim sem þarfnast. Guð gefi okkur öllum það að finna og sjá og blessi okkur og lands- lýð öllum aðventu og jólatíð. ■ Karl Sigurbjörnsson biskup íslands 6 - Sjómannablaöið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.