Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Side 21
um tengslum og samstarfi við aðrar fræðslugreinar og fræðslusvið. Á því leikur ekki vafi að skipstjórnar- fræðslan eflist og styrkist af því að starfa með t.d. vélstjórnarfræðslunni, tækni- fræðimenntun, og önnur fleiri sambæri- leg fræðslusvið og námsbrautir má nefna. Miðað við íslenskar forsendur um nemendafjölda og starfsmannafjölda, og við íslenskar forsendur um nýliðaþörf í viðkomandi atvinnugreinum, fer ekki á milli mála að skólafloti eða skólaklasi saman felur í sér mikil samlegðaráhrif, sameiginlega eflingu, bæði í fjárhag, fjöl- breytni námsframboðs fyrir nemendurna, mannauði starfsmanna, og svo mætti á- fram telja. Ráðningarsamningar og réttindi kenn- ara og annarra starfsmanna eru mikilvæg atriði sem sýna verður fyllstu virðingu í öllum skipulagsbreytingum. Pað er inik- ilvægt skilyrði árangurs. Störf við skipstjórn eru sérhæfð og tæknivædd stjórnunarstörf Nú er unnið að rniklu átaki í gæðamál- um og fullnuslu STCW-krafna í Stýri- mannaskólanum og Vélskólanum. Við þurfum að ná marktækum áfanga í þessu verkefni á næsta ári. Mikið liggur við, því að þetta getur ráðið úrslitum urn við- urkenningu og skráningu íslands á hvít- lista Alþjóðasiglingastofnunarinnar. Framþróun í nauðsynlegum tækjabún- aði við fræðsluna er auðvitað nátengd þessu líka. Varðandi endurmenntun og símenntun liggur það fyrir okkur að efla þetta starf og auka tengingu þess við annars vegar reglulegt skólastarf og hins vegar þróun- arþarfir fyrirtækjanna. Frá sjónarmiði reglulegs skólastarfs, eins og það er kallað, skiplir það mestu að samþætting þess við endurmennlun og símenntun og ráðgjafarverkefni úti í fyrirtækjunum verði sem mest og nánust því að þannig berast straumarnir úr at- vinnulífinu, það nýjasta nýja, jafnan ör- ast og farsælast inn í skólastofurnar til uppvaxandi kynslóðar. Með þessu er ég að tala urn að söniu mennirnir, sömu kennararnir, komi sem mest að þessu á öllurn stigum og öllum vettvangi og beri áhrifin og straumana með sér á milli. Það fer ekki á milli mála að skipstjórn- arfræðslan getur átt nána samleið með öðrum námsbrautum og fræðslusviðum. Til greina koma vélstjórnarfræðsla og tæknifræðsla yfirleitt eins og ég nefndi áðan. Mér finnst ástæða til að taka það fram að ég lít svo á að skipstjórn, störf stýri- manna og skipstjóra, séu sérhæfð og tæknivædd stjórnunarstörf í fremstu röð slíkra starfa í þjóðfélaginu. Ég líl t.d. svo á að skipstjóri á stóru nýtískulegu fiski- skipi sé framkvæmdastjóri fyrir stóriðju- fyrirtæki. Og ég lít einnig svo á að efstu stig og áfangar skipstjórnarfræðslunnar séu nú þegar á háskólastigi. Skólastig skipstjórnarfræðslunnar er að hluta til mælistika á viðurkenningu sam- félagsins, hvar þessari fræðslu og þessurn störfum er skipað í virðingarstiga samfé- Iagsins. En það skiptir líka máli að gera sér grein fyrir því að öll almenn fræðsla er starfsfræðsla til að búa ungt fólk undir lífið. í alþjóðlegu mati tekur háskólastig við þegar að loknum 12 fyrri námsárunt í fullu námi. Samkvæmt þessu verður ljóst að mjög mikið af verkmenntafræðslunni er nú þegar á háskólastigi, og þá er hug- takið háskólastig notað í miklu víðari nterkingu en áður var. í mínurn huga er það ljóst að hluti efri stiga núverandi skipstjórnarfræðslu í Stýrimannaskólanum í Reykjavík sam- rýmist kröfum og skilgreiningum um verkmenntafræðslu á háskólastigi. Á þetta skorlir ekkert nema opinbera skil- greiningu og það er alger óþarfi að um- turna neinu eða flytja þessa menntun eitthvað á milli húsa af þessari ástæðu. Þar fyrir utan er auðvitað ljóst að það er eitt af skilyrðum fyrir velgengni í allri þessari starfsemi að nemendur í skip- stjórnargreinum hafi greiðar leiðir áfram til framhaldsnáms á háskólastigi. Reynd- ar hefur þegar verið gerður um þetla samningur við Háskólann á Akureyri, en rneira má í þessu efni. Og það er mikilvægt að menn hafi það hugfast að með þessu eru menn ekki að fjarlægjast atvinnugreinarnar sem starfs- vettvang, heldur þvert á móti að auka og bæta hæfni sína til starfa. Tenging skipstjórnarmenntunar Valkostir um ýmsar tengingar skip- stjórnarmenntunar eru margir: Til greina kemur tenging við fræðslu í sjávarútvegi, vélstjórnarfræðslu, slysa- varnir, fiskvinnslufræðslu. Þá kemur vel til greina að efla tenging- ar við tæknifræðslu hvers konar. Enn og aftur nefni ég virka gagn- kvæma tengingu - eða öllu heldur sam- rekstur - með símenntun, endurmennt- un, og með hvers konar sérfræðilegum þróunar- og ráðgjafarverkefnum. Loks er að nefna tengingu við samtök og atvinnulíf. Hvað þetta síðasta varðar, er rétt að það komi fram að í því verkefni sem ég hef verið að sinna fyrir Menntamálaráðu- neytið og samtök fyrirtækja í sjávarút- vegi og siglingum, hefur verið rætt um að þessi samtök leggi fram stofnfé og taki á sig alla ábyrgð og skuldbindingar. Þau munu þá líka skipa stjórn nýs fræðslu- fyrirtækis, Landssamband íslenskra út- vegsmanna, Samband íslenskra kaup- skiptaútgerða, og einnig hefur verið rætt við Samorku. Engum dyrum hefur þó verið lokað í þessu. Tenging og aðild samtaka eins og Far- manna- og fiskimannasambandsins og annarra slíkra getur orðið með ýmisleg- um hætli. Þótt ekki verði um eignarað- ild, stofnfjárframlög og slíkar skuldbind- ingar og áhættu að ræða, getur ýmislegt annað kornið til álita. Starfsgreinaráð heldur áfram urnboði og hlutverki sínu og þar eru fulltrúar stéttarsamtaka til jafns á við fulltrúa fyr- irtækjanna. Til greina kemur aðild að námsbrautarstjórnum og þær geta fengið víðtækt umboð. Ennfremur er að nefna ársfund til upplýsingar og samráða en það kemur vel til greina að slíkur fundur fái talsvert umboð og hlutverk. Ég vara ykkur við að trúa öllum frétt- um t.d. í Ríkisúlvarpinu, um þetta verk- efni. Reynslan af þeirn fréttaburði er því ntiður slænt. Mælistikur í starfinu færast frá ríkinu Mikilvægt er að hafa í huga að ráðandi þættir í fræðslumálum breytast ekki enda þótt þær breytingar verði á skipulagsmál- um sem ég hef minnst á. Ákvarðanir um þróun kjarna-náms- brauta verða áfram á vegum ráðuneytis- ins og starfsgreinaráðs og ráðið verður skipað samkvæmt lögum. Þar eru nú fulltrúar stéttarsamtaka og samtaka al- vinnugreinanna eins og áður segir. Yfir- umsjón ráðuneytisins breytist ekki, eða árlegir skólasamningar, fjárveitingar og eftirlit. Opinberar reglur um fræðslu- starfsemi halda einnig gildi sínu vita- skuld. Það sem einkum breytisl eru mælistik- urnar í starfinu sem færast frá embættis- kerfi ríkisins og út á markaðsvöll at- vinnulífsins. Þess má vænta að hvati til frumkvæðis geti aukist, að eigináhætta og sjálfsábyrgð verki sem örvun og ögrun til verka. Ég geri mér grein fyrir því að þetta vekur tortryggni og ótt.’ >' fyrstu og menn rnikla fyrir sér þá rösku’1 og þær breyt- ingar sem að er stefnt og finnst þetta alll óljóst og óþarft. Ég hef reynslu af slík t breytingum í skólastarfi áður. Og ej, nef líka reynslu af því að sjá og finna kraftinn og bjartsýn- ina sem kemur yfir hópinn, bæði kenn- ara og nemendur og aðra samstarfsaðila, þegar fyrstu skrefin hafa verið stigin og fyrstu erfiðleikarnir eru að baki. Fræðsluatvinnuvegurinn er hinn raun- verulegi undirstöðuatvinnuvegur nú- tímasamfélagsins. Fræðslufyrirtækin verða að taka sér stöðu í fylkingarbrjósti atvinnulífsins. Það er beinlínis hlutverk fræðslunnar i atvinnulífi og samfélagi framtíðarinnar. Slíkur verður metnaður okkar að vera á þessu sviði. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) Sjómannablaðið Víkingur - 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.