Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 24
LÍÚ-forystan létfclla tillöguna fyrir mér. Það var nú held ég meira út afflutningsmanninum heldur en hínu að þeir væru svona hlynntir brotlhasti. hafa séð hvernig lífeyrissjóðirnir telja skynsamlegt að fjárfesta erlendis. Sömu rök gilda gagnvart þeim sem eiga sjávar- útvegsfyrirtæki. hað er alveg jafn freist- andi fyrir kvótaeigendur og lífeyrissjóði að dreifa áhættunni.” En hvar er allur þessi gróði? Er ekhi sjávarútvegurinn rekinn með tapi? „Það er reyndar hörkugróði núna eftir allt gengisfallið. Þó er enginn vafi á að það eru ennþá rosaleg hagræðingarfæri i sjávarútvegi. Eru ekki skipin meira og minna vannýtt og gætu þau ekki hrein- lega rústað fiskistofnana ef þeim væri sleppt lausum? Það þýðir að ílotinn er alltof stór. Guðbrandur forstjóri ÚA talar oft um að bæði sjómönnum og land- verkafólki geti fækkað um alh að helm- ing frá því sem nú er og ég tek talsvert mark á því hjá honum. Það myndi stór- lækka kostnað og stórauka hagnað. Frið- rik Már Baldursson, þessi sem stýrði endurskoðunarnefndinni, hann benti á það á fyrirspurnaþingi sjávarútvegsráðu- neytisins um daginn að þegar þorsk- stofninn yrði sterkari, mætti nýta hann með langtum meiri afla á togtíma eða sóknareiningu og þar af leiðandi með miklu minni kostnaði á hvert veitt tonn. Sama sagan þar, meiri hagnaður og færri sjómenn. Sama gildir alveg áreiðanlega um aðra fiskistofna. Þeir eru flestir í lægð samkvæmt því sem má lesa í skýrslu Hafró frá í sumar. Hins vegar hef- ur gleymst að segja Davíð Oddssyni frá því. Hann sagði í Silfri Egils um daginn að flestir fiskistofnar væru í fínu lagi. Það er alger misskilningur. Hitt ætti að gleðja hann að fyrst stofnarnir eru í lægð núna, geta þeir stækkað og styrkst og staðið undir heilmiklum hagvexti. - En „Á árunum 1995- 2000 uxu heildar- skuldir og erlendar skuldir sjáxarút- xegsins um 50 milljarða umfram xerðbólgu, jafnxel þótt afkoman stœði undir öllum fjár- festingum.” þá þarf hann auðvitað að hætta við að af- sala þjóðinni ábatanum. Varðandi hagræðinguna, þá virðist eitt- hvað af henni komið fram. Afkoman fyr- ir afskriftir og vexti hefur batnað heil- rnikið. Hún var 12% af útflutningstekjum að meðaltali 1980-1989 en 19,4% að meðaltali 1990-2000. Á móti hafa skuld- irnar stórhækkað. Á árunum 1995-2000 uxu heildarskuldir og erlendar skuldir sjávarútvegsins um 50 milljarða umfram verðbólgu, jafnvel þótt afkoman stæði undir öllum fjárfestingum. Vextirnir af þessari aukningu eru varla undir 3 millj- örðunt á ári, þannig að skuldaaukningin er byrjuð að éta upp útflutningstekjurn- ar. Þetta er það sem þarf að stoppa.” Trúa því sem þægilegt er að trúa Erlu óánægður með Davíð? „Þegar hann tók við Sjálfstæðisflokkn- um gerði ég mér heilmiklar vonir að nú yrðu málin skoðuð. Ég komst fljótlega að því að hann hlustaði ekki á neinn nema Hannes Hólmstein og vini sína úr Há- skólanum sem voru orðnir lögfræðingar fyrir hin og þessi útgerðarfyrirtæki. Það breytti meira að segja engu þótt flottasti frjálshyggjumaður í heimi dúkkaði upp í Mogganum og segði að með íslenska kvótakerfinu færi allur ábatinn af hag- ræðingunni til þeirra sem fyrstir fengju kvótann. Þessi náungi heitir Gary Becker og er prófessor í Chicago. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn skoðar ekki gagnrýni á einka- væðingu frá einum helsta merkisbera markaðshyggjunnar, þá er nú ekki rnikið eftir af víðsýninni sem stofnendur ílokksins lögðu svo mikla áherslu á 1929. Þeirra flokkur átti að fylgja þjóð- legri og víðsýnni umbótastefnu. í Sjálf- stæðisflokki Davíðs Oddssonar setja menn kíkinn fyrir blinda augað ef hags- munir almennings henta ekki þeim sem borga í kosningasjóðinn. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé endilega skipulegt samsæri eða af yfirlögðu ráði. Það er bara þannig að ef menn í valda- stöðurn eru ekki á tánum yfir ábyrgðinni sem á þeim hvílir og hættunum í stöð- unni, þá hættir þeirn til að taka auðveld- ar ákvarðanir og trúa því sem er þægilegl að trúa.” Hvað meinarðu? „Ég held að þessi tilhneiging til að víkja sér undan erfiðum málum og ákvörðunum skýri furðu margt og liggi djúpt í mannlegu eðli. Eitt besta dæmið um þelta heyrði ég hjá gömlum fram- sóknarmanni norðan úr Skagafirði. Ég hafði þvælst inn á kvótafund sem Fram- sóknarfélag Reykjavíkur hélt á Borginni fyrir nokkrum árurn og reyndi að lýsa því fyrir honum að ég teldi jú líklegt að kvótakerfið myndi leiða til verulegrar hagræðingar, en mínar áhyggjur væru af því að almenningur í landinu myndi ekki njóta ábatans. Sá garnli sagði einfaldlega: 24 - Sjómannablaðið Vfkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.