Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 26
„Blessaður vertu, ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því, það verður alveg áreið- anlega í lagi.” Svo var hann ekki frekar til viðtals um þessa hættu. Þetta róaði mig nú samt ekki sérlega mikið. Þannig er þessi ótrúlegi hæfileiki til að loka á óþægilegar spurningar. Einfaldasta að- ferðin til að svæfa samviskuna er að hengja sig í fyrstu söguna sem hljómar sæmilega og getur nýst sem afsökun til að skoða ekki nánar. Ég man alveg sér- staklega eftir lýsingu á þessari aðferð i viðtali sem Stefán Jónsson tók við frægan borgara í Reykjavík fyrir Iöngu. Stefán spurði: „Finnst þér að menn eigi að segja satt?” Svarið kom eftir talsverða umhugs- un: „Ég held að það sé hentugt að trúa því sem maður segir.” Ég held að ótrú- lega margir stjórnmálamenn hafi tileink- að sér þessa aðferð þó nokkuð vel. En hún er hrein og klár vinnusvik. Mönnum sem er trúað fyrir fjöreggi heillar þjóðar ber skylda til að leita með logandi ljósi að því sem er best fyrir fólkið í landinu. Mér finnst bæði Davið og Halldór As- grímsson bregðast þessari skyldu.” Hafa sjónarmið þín þá engan hljóm- grunn fengið innan Sjálfstœðisflokksins? “Meira en helmingur kjósenda Sjálf- stæðisflokksins er á móti gjafakvótanum samkvæmt skoðanakönnunum. En við fengum bara milli 18 og 19% á lands- fundinum um daginn. Reyndar fórum við með býsna harðar tillögur á lands- fundinn, vorum ekkert að leita að mála- miðlun, heldur létum greiða atkvæði á milli uppboðs og tillögu endurskoðunar- nefndarinnar, sem eru litið annað en gömlu hugmyndirnar hans Þorsteins Pálssonar um kostnaðarhlutdeild. Davíð og Halldór eru búnir að binda einhverjar slaufur á þær og kalla útkomuna veiði- gjald. Annars vorum við klaufar á fund- inum og sérstaklega ég sem kom með illa undirbúna ræðu sem klúðraðist alveg. Hélt ég hefði meiri undirbúningstíma. Svo komu allir stórvesírarnir upp í lokin, Árni Matt og Davíð síðastir og sögðu fundinum að fyrir fyrir flokkinn og for- manninn þyrfti að greiða atkvæði gegn okkur og með veiðigjaldsnefnunni. Eftir allt þetta fannst mér tæp 20% í harðasta kjarnanuin bara talsvert, þótt við hefðum kannski átt sjans í 30% ef við hefðum brillerað. Þú verður að gæta að því að út- gerðin fjölmennti og ungliðahreyfingin er meira og minna bókstafstrúarfólk, alið upp á páfagaukahagfræði úr Hannesi „Ég komst fljót- lega að því að hann (Davíð Oddsson) hlustaði ekki á neinn nema Hannes Hólmstein og vini sína úr Háskólanum sem voru orðnir lög- frœðingar fyrir hin og þessi út- gerðarfyrirtœki. ” Hólmsteini. Restin af þessum landfund- arkjarna sér Davíð sem manninn sem dró flokkinn upp úr göturæsinu og hélt hon- um í ríkisstjórn í tíu ár og heldur enn. Flest þetta fólk sér ekki sólina fyrir for- ingjanum. Jafnvel ekki þeir sem studdu okkur í atkvæðagreiðslunni. En þetta er líka harðasti kjarninn.” Verja útflutningstekjurnar Liturðu þá svo á að sáttatillögur ríkis- stjómarflokkanna sé einskis virði? “Já. Þessar tillögur sem eru núna í um- ferð og Halldór og Davíð eru búnir að koma í gegnum flokksapparötin eru bara gömlu hugmyndirnar um að útgerðin borgi hluta af kostnaði ríkisins við sjáv- arútveginn. Nú á samkvæmt endurskoð- unarnefndinni að borga heldur minna þegar illa árar, heldur meira þegar vel gengur. Það dugar engan veginn til að stoppa skuldsetninguna og verja úlflutn- ingstekjurnar og hagsmuni þjóðarinnar. Svo tekur það ekkert á þeim hryðjuverk- um sem gjafakvótinn hefur framið í sjáv- arplássunt vítt og breitt unr landið. Taktu eftir því að stjórnarliðið segir í sífellu að það sé ósanngjarnt að taka kvótann af út- gerðarmönnum, þetta séu þeirra lögvarin atvinnuréttindi, sem þeir hafi byggt ákvarðanir sínar á. Segja líka að þeir sem ekki voru í útgerð þegar kvótinn var á- kveðinn, hafi engin réttindi misst. Það er þvæla. Halda menn að fólk hafi byggt hús á Hofsósi í þeirri trú að útgerðin og frystihúsið yrðu eilíf? Ætli það hafi ekki frekar verið vitneskjan um að þegar einn hættir þá byrjar annar, og ef í nauðirnar rekur fer maður að gera út sjálfur. Þannig var það líka í þúsund ár - en ekki lengur. Þegar kvótinn kostar þrisvar eða fimm sinnum meira en báturinn, þá byrja menn ekki svo glatt frá grunni. Rétturinn sem var tekinn af landkröbb- unum er lykillinn að byggðahruninu. Réttindi sem menn hafa í bakhöndinni geta skipt meginmáli.” En hvað á að koma í staðinn? „Aðalatriðin í minurn huga eru tvö: Annars vegar að verja útflutningstekjurn- ar sem eru undirstaða lífskjara í landinu. Það þýðir að þjóðin verður að eiga fiski- stofnana og fá arðinn af þeim. Annars heldur skuldsetningin áfram og útflutn- ingstekjurnar fara meira og meira í vaxtagreiðslur til útlanda. Hins vegar verður að rétta hlut þeirra sem gjafakvót- inn hefur kippt fótunum undan að ósekju. Með því á ég við að það verður að gera sérstakar ráðstafanir, vitrænan byggðakvóta. Mér finnst óhjákvæmilegt að rétta hlut fólks sem lagði allt sitt í hús í sjávarplássi í trausti þess að þar væri leyfilegt að veiða og verka fisk. Þetta fólk fer ekki fram á annað en að því sé ekki gert ókleift að búa áfram í byggðarlagi sem það hefur bundið tryggðir við. Það er hins vegar annað mál hvort það á að gera sérstakt átak til að viðhalda þessum byggðum um aldur og ævi, jafnvel með því að flytja þangað útlendinga. Mér finnst vafasamt að borga fólki fyrir að búa einhvers staðar sem það er ekki til í að vera af sjálfsdáðum, hvort sem það er vegna eingangrunar eða hitakostnaðar eða fábreytni í atvinnulífinu. Það er ekki brot gegn nokkurri manneskju þótt slíkt sé látið ógert. Ég er líka hræddur um að okkar auðlindir dugi skammt til að skaffa öllum vel gerðum útlendingum at- vinnu sem vildu fegnir koma hingað. En allsherjar byggðavarnir að eilífu eru miklu vafasamara mál, sem menn eiga ekki að negla niður nema þá eftir ítarlega Rydfríir stálbarkar Barhasuða Guðmundar ehf. Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Sími: 554 1661 • Fax: 554 4220 G5M: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 fyrir Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.