Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Síða 32
Helga María AK í október 1999.
skipa fari til karfaveiðanna á Hryggnum
eftir páskana. Þar var nokkur fjöldi er-
lendra skipa að veiðum í vikunni fyrir
páska og frystitogarinn Þerney RE var þá
einnig kominn til veiðanna og var afli
einstakra skipa allt upp í tonn á togtím-
ann. Á undanförnum árum hefur oft
komið til árekstra á milli skipa á miðun-
um enda hafa stundum hátt i 100 skip
verið að veiðum á afmörkuðu svæði. Ei-
ríkur segir Rússana hafa verið einkar erf-
iða í samskiptum en hann segist vonast
til að það heyri nú sögunni til.
Það er viðtekin venja á þessum veiðum
að fylgjast með öðrum skipum á ratsjá og
vegna þess hve veiðarfærin eru stór þá
höfum við haft það fyrir reglu að fara
aldrei nær öðrum skipum en 0,3 sjómíl-
ur. Rússarnir hafa ekki notað ratsjá þegar
skyggnið er gotl. Þeir hafa metið fjar-
lægðina á milli skipanna sjónrænt og fyr-
ir vikið hafa þeir stundum lent of nærri
öðrum skipum. Núna eru þeir hins vegar
komnir með þessi stóru og dýru troll,
sem allir aðrir nota, og ég hef trú á því
að þeir muni gæta þeirra eins og sjáaldra
augna sinna, segir Eiríkur Ragnarsson en
honum líst vel á að vera kominn til Har-
aldar Böðvarssonar hf. Aflaheimildir
skipsins eru verulegar og þannig er
t.a.m. þorskkvótinn helmingi meiri en
fyrir sölu skipsins. Fyrirtækið ræður
—
J 2(301 Ny2002
Okkar bestu óskir
um q leðileq jól oq
farsælt komandi ár
}Í|l= HÉÐINN =
Stórás 6 • 210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101
einnig yfir tæplega 4000 tonna út-
hafskarfakvóta og munu skipin Helga
María AK og Höfrungur III AK sjá um að
veiða þann kvóta.
Höfum lítið þurft að fara út
fyrir 200 mílurnar
Það var skrekkur í Eiríki skipstjóra í
byrjun vertíðarinnar en komið var annað
hljóð í strokkinn er rætt var við hann er
komið var fram í júní. Eiríkur var þá
með skipið á hefðbundnum karfaveiðum
úti á Heimsmeistarahryggnum innan
landhelginnar er samband náðist við
hann enda var úthafskarfakvóli skipsins
þá þrotinn fyrir nokkru. Heimsmeistara-
hryggurinn fékk nafn sitt á sínum tíma
eftir að karfaafli úr togaranum Karlsefni,
sem fékkst á þessu svæði, var seldur á
hæsta verði sem þá hafði fengist á mark-
aði í Þýskalandi.
Þetta er búin að vera ljómandi fín út-
hafskarfavertíð og ég held að menn séu
sáttir við veiðarnar í sumar. Aflinn hefur
verið miklu jafnari en á síðustu vertíð og
menn hafa sama og ekkert þurft að fara
út fyrir 200 mílurnar eftir karfanum. Til-
kostnaður við veiðarnar hlýtur því að
vera minni en í fyrra en þá fóru nokkur
skipanna til veiða í grænlensku landhelg-
inni.
Að sögn Eiríks fór Helga María AK alls
þrjár veiðiferðir á úlhafskarfamiðin á
Reykjaneshryggnum á vertíðinni og var
aflinn allan tímann mjög viðunandi.
Við vorum átta daga á veiðum í síðustu
veiðiferðinni eftir sjómannadaginn og
aflinn varð alls 400 tonn upp úr sjó eða
um 50 tonn að jafnaði á sólarhring. Við
toguðum yfirleitt í 8 til 14 tíma og al-
gengur afli var frá tveimur tonnum og
upp í fjögur tonn á togtímann. Síðasta
daginn okkar á miðunum var aflinn far-
inn að tregast og ég hef heyrt að síðustu
dagar hafi verið frekar slakir, segir Eirík-
ur.
Djúpkarfi seldur á
úthafskarfaverði
Um 80% úthafskarfaafla islensku skip-
anna á vertíðinni hefur veiðst fyrir neðan
500 metra dýpi. Eiríkur segir aflann allan
vera fínasla djúpkarfa og lítill munur sé á
karfanum ofan og neðan 500 metra lín-
unnar.
Við sjáum ekki orðið þennan svokall-
aða úlhafskarfa. Þetta er allt fínasti djúp-
karfi og eini munurinn á karfanum eftir
dýpi er sá að karfinn ofan við 500
metrana virðist vera heldur meira sýktur.
Það er þó ekki umtalsvert hlutfall sem er
sýkt en maður sér greinilegan mun á
þessu eftir dýpi, segir Eiríkur en í spjall-
inu við hann kemur fram að lítil breyting
hafi orðið á verðinu á karfanum á vertíð-
inni.
Verðið nú í síðasta túr var e.t.v. um 5-
10% lægra en í þeim fyrsta og það er
32 - Sjómannablaðið Víkingur