Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 32
Helga María AK í október 1999. skipa fari til karfaveiðanna á Hryggnum eftir páskana. Þar var nokkur fjöldi er- lendra skipa að veiðum í vikunni fyrir páska og frystitogarinn Þerney RE var þá einnig kominn til veiðanna og var afli einstakra skipa allt upp í tonn á togtím- ann. Á undanförnum árum hefur oft komið til árekstra á milli skipa á miðun- um enda hafa stundum hátt i 100 skip verið að veiðum á afmörkuðu svæði. Ei- ríkur segir Rússana hafa verið einkar erf- iða í samskiptum en hann segist vonast til að það heyri nú sögunni til. Það er viðtekin venja á þessum veiðum að fylgjast með öðrum skipum á ratsjá og vegna þess hve veiðarfærin eru stór þá höfum við haft það fyrir reglu að fara aldrei nær öðrum skipum en 0,3 sjómíl- ur. Rússarnir hafa ekki notað ratsjá þegar skyggnið er gotl. Þeir hafa metið fjar- lægðina á milli skipanna sjónrænt og fyr- ir vikið hafa þeir stundum lent of nærri öðrum skipum. Núna eru þeir hins vegar komnir með þessi stóru og dýru troll, sem allir aðrir nota, og ég hef trú á því að þeir muni gæta þeirra eins og sjáaldra augna sinna, segir Eiríkur Ragnarsson en honum líst vel á að vera kominn til Har- aldar Böðvarssonar hf. Aflaheimildir skipsins eru verulegar og þannig er t.a.m. þorskkvótinn helmingi meiri en fyrir sölu skipsins. Fyrirtækið ræður — J 2(301 Ny2002 Okkar bestu óskir um q leðileq jól oq farsælt komandi ár }Í|l= HÉÐINN = Stórás 6 • 210 Garðabæ Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 einnig yfir tæplega 4000 tonna út- hafskarfakvóta og munu skipin Helga María AK og Höfrungur III AK sjá um að veiða þann kvóta. Höfum lítið þurft að fara út fyrir 200 mílurnar Það var skrekkur í Eiríki skipstjóra í byrjun vertíðarinnar en komið var annað hljóð í strokkinn er rætt var við hann er komið var fram í júní. Eiríkur var þá með skipið á hefðbundnum karfaveiðum úti á Heimsmeistarahryggnum innan landhelginnar er samband náðist við hann enda var úthafskarfakvóli skipsins þá þrotinn fyrir nokkru. Heimsmeistara- hryggurinn fékk nafn sitt á sínum tíma eftir að karfaafli úr togaranum Karlsefni, sem fékkst á þessu svæði, var seldur á hæsta verði sem þá hafði fengist á mark- aði í Þýskalandi. Þetta er búin að vera ljómandi fín út- hafskarfavertíð og ég held að menn séu sáttir við veiðarnar í sumar. Aflinn hefur verið miklu jafnari en á síðustu vertíð og menn hafa sama og ekkert þurft að fara út fyrir 200 mílurnar eftir karfanum. Til- kostnaður við veiðarnar hlýtur því að vera minni en í fyrra en þá fóru nokkur skipanna til veiða í grænlensku landhelg- inni. Að sögn Eiríks fór Helga María AK alls þrjár veiðiferðir á úlhafskarfamiðin á Reykjaneshryggnum á vertíðinni og var aflinn allan tímann mjög viðunandi. Við vorum átta daga á veiðum í síðustu veiðiferðinni eftir sjómannadaginn og aflinn varð alls 400 tonn upp úr sjó eða um 50 tonn að jafnaði á sólarhring. Við toguðum yfirleitt í 8 til 14 tíma og al- gengur afli var frá tveimur tonnum og upp í fjögur tonn á togtímann. Síðasta daginn okkar á miðunum var aflinn far- inn að tregast og ég hef heyrt að síðustu dagar hafi verið frekar slakir, segir Eirík- ur. Djúpkarfi seldur á úthafskarfaverði Um 80% úthafskarfaafla islensku skip- anna á vertíðinni hefur veiðst fyrir neðan 500 metra dýpi. Eiríkur segir aflann allan vera fínasla djúpkarfa og lítill munur sé á karfanum ofan og neðan 500 metra lín- unnar. Við sjáum ekki orðið þennan svokall- aða úlhafskarfa. Þetta er allt fínasti djúp- karfi og eini munurinn á karfanum eftir dýpi er sá að karfinn ofan við 500 metrana virðist vera heldur meira sýktur. Það er þó ekki umtalsvert hlutfall sem er sýkt en maður sér greinilegan mun á þessu eftir dýpi, segir Eiríkur en í spjall- inu við hann kemur fram að lítil breyting hafi orðið á verðinu á karfanum á vertíð- inni. Verðið nú í síðasta túr var e.t.v. um 5- 10% lægra en í þeim fyrsta og það er 32 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.