Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Síða 34
ekkert til að gera veður út af. Það er al- veg greinilegt að japönsku kaupendurnir hafa mikinn áhuga á þessum karfa og þeir halda að sér höndum varðandi kaup á karfa þar til að í ljós kemur hvernig vertiðin gengur hjá okkur. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera. Af því að þetta heita úthafskarfaveiðar þá fá þeir djúp- karfann þar sem veiðist á lægra verði en djúpkarfann sem við erum að veiða nær landinu á öðrum árstímum. Munurinn á fiskinum er enginn en verðið er lægra, segir Eirikur. Einn frumkvöðlanna á úthafskarfaveiðunum Eiríkur hefur verið fyrsti stýrimaður og síðan skipstjóri á skipinu frá því að það kom til landsins sem Haraldur Kristjáns- son HF fyrir 12 árum. Eiríkur var meðal þeirra fyrstu sem fóru til úthafskarfaveið- anna á sinum tima og hann lók þátt í því með öðrum að reyna Gloríutrollin sem reynst hafa yfirburðaveiðarfæri á út- hafskarfaveiðunum. Okkur leist nú ekki meira en svo á Gloríutrollin til að byrja með. Guðmund- ur Gunnarsson hjá Hampiðjunni kom með okkur þegar verið var að þróa trollið og til að byrja með var þetta tómt basl og við lágum stundum dögum saman á meðan verið var að greiða úr trollinu og gera það klárt lil veiða. Páll Eyj- ólfsson var þá skipstjóri á Har- aldi Kristjáns- syni HF og einn daginn sagði hann við Guð- mund að þetta væru nú meiri gloríurnar sem Hampiðjan væri að gera með þessu trolli. Þetta var sagt í gríni en svo fór- um að við að fiska af krafti í trollið og Guð- mundi likaði gloríugamnið svo vel að hann ákvað að þetta nýja troll yrði nefnt Gloría. Gloríutrollin hafa reynst afburðavel á úthafskarfaveiðunum og nú er svo komið að flest íslensku skipanna og mörg er- lendu skipanna eru með Gloríutroll. Eirik- ur segist ekki hafa heyrt um nein óhappa- hol á vertíðinni í sumar og menn hafi sem betur fer sloppið við að fá of mikinn afla. Það, sem skiptir máli, er að fá nægilegan afla fyrir vinnsluna. Við ráðum við að vinna sem svarar til um 1500 kassa af fiski á sólarhring en það jafngildir unt 60 tonn- um af fiski upp úr sjó. Það tekst ekki alltaf að ná því magni en heilt yfir þá held ég að menn geti verið sáttir við árangurinn, seg- ir Eiríkur en vinnslugetan er reyndar mjög mismunandi hjá íslensku skipunum eða frá um 850 kössum og upp í um 1600 kassa á sólarhring. Athugandi að færa sjómannadaginn til Að sögn Eiríks eru margir sjómenn óá- nægðir með það hve sjómannadagurinn hefur mikil áhrif á veiðarnar í úthafinu og hann segir orðið tímabært að hugleiða það hvort ekki sé rétt að færa sjómannadaginn til. Ég veit að margir eru sammála mér þeg- ar ég segi að sjómannadagurinn slítur i sundur vertíðina hjá okkur í úthafinu. Ég vil ólmur halda 1 sjómannadaginn en ég hef velt því fyrir mér hvort ekki væri betra að hafa hann í lok ágúst þegar minnst er að gera hjá sjómönnum. Siðasta vikan í lok kvótaársins er yfirleitt frivika og þá mætti halda upp á sjómannadaginn með glæsibrag, segir Eirikur Ragnarsson. Þetta efni er unnið í apríl/júní 2000. Ei- ríkur Ragnarsson er enn skipstjóri á Helgu Maríu AK en hann var einnig með skipið á meðan það hét Haraldur Kristjánsson HE Þarftu hjálp í lestinni eða á dekkinu? IMytt og endi ú t d r a g a n færiband (telesci Telescope böndin fr: Klaka stálsmíðju ehf hafa verið geysilega vínsæl, og eru þegar um borð í flestum ísfiskskipum. Bandið auðveidar mjög flutning á fiski og ís í kör og kassa. Klaki stálsmiðja ehf. hannar og framleíðir ryðfrí tæki og búnað af ýmsu tagi fyrir fiskiðnaðinn til sjós og lands. Hafnarbraut 25 • 200 Kopavogur Sími 554-0000 • Fax 554-4167 Segull er alhliða þjónustufyrirtæki í rafiðnaði, til lands og sjávar, sem annast nýlagnir og breytingar á rafkerfum í skipum, verksmiðjum og öðrum byggingum. Viðgerðaþjónusta Seguls nær til raflagna, rafvéla og hverskonar rafbúnaðar. Vönduð vinnubrögð og vanir fagmenn tryggja góðan árangur. Leggjum áherslu á fljóta og örugga þjónustu. Hólmaslóð 6 | 101 Reykjavík | Símar: 551 5460 - 696 2104 - 696 2110 | Fax 552 6282 | Netfang: segull@segull.is | Heimasíða: www.segull.is Rafvélaverkstæði Rafverktakar Raftækniþjónusta 34 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.