Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 38
Seglabúnaði komiðfyrir í nýja bátnum. stefnu og var sumstaðar svo komið að baðstrendur við strandhótelin voru að hverfa. Ég hafði búist við að nemendurnir væru fátækir fiskimenn eða synir þeirra en Olav fullvissaði mig um að svo væri ekki. Enginn slíkur væri á meðal þeirra, einfaldlega vegna þess að þeir uppfylltu ekki þau skilyrði um menntun sem gerð voru til að fá inngöngu. Einnig var það vel kunnugt að þeir sem áttu áhrifamikil skyldmenni innan Kommúnistaflokksins gengu fyrir. Margir nemendanna voru fullorðnir menn, jafnvel komnir á efri ár ef miðað er við meðalaldur í landinu. Flestir höfðu góða undirstöðumenntun og jafnvel betri en svo því á meðal þeirra mátti finna menn sem lokið höfðu há- skólanámi. Nokkrir höfðu áður verið 1 góðum embættum og voru til dæmis tveir þeirra fyrrverandi háttsettir foringj- ar úr hernum. Aðalástæðan fyrir því að margir þessara manna settust aftur á skólabekk til að nema eitthvað sem gaf þeim litla sem enga möguleika á starfi sem yfirmenn á skipum - sem ekki voru til, var meðal annars sú að í skólanum fengu þeir tvö til þrjú góð ár þar sem all- ur aðbúnaður, laun og annað var miklu betra en hestir þeirra höfðu átt að venj- ast. Olav fullyrti að ég hefði ekkert að óttast. „Þetta eru,” sagði hann, „námfúsir menn, samvinnuþýðir og léttlyndir eins og flestir Afríkubúar. En aðalatriðið er að þú getir sýnt þeim að þú kunnir sjálfur það sem þú átt að kenna þeim,” og bætti við: „Þeir bíða sjálfsagt spenntir eftir að sjá hvað þú kannl því að fyrirrennari þinn í starfi var allgóður í bóklegri kennslu en því miður kunni hann varla að þræða nál. Þessu var öfugt farið með mig” Allt það sem Olav fræddi mig um þessa fyrstu daga kom sér vel fyrir mig, enda hafði forveri minn ekki skilið eftir sig starfslokaskýrslu eins og honum bar að gera. Samskipti mín við nemendur voru góð frá fyrstu stundu. Þeir voru námfúsir og samvinnuþýðir eins og Olav hafði lofað og kunnu vel að meta gaman- semi og skemmtileg uppátæki. Oft var glatt á hjalla hjá okkur í verklegu tímun- um. Eftir fyrri reynslu mína af Afríkubú- um vissi ég þó að ekki mátti ganga of langt í þessu efni. Þeir voru hjátrúarfullir og sumir auðtrúa eins og gengur og litu okkur hornauga þegar við sýndum þeim kúnstir sem voru þeim framandi. Kannski fannst þeim að við værum komnir inn á verksvið innfæddra galdra- manna. Ég kunni nokkur einföld sjón- hverfingarbrögð sem ég hugðist sýna þegar rétta tækifærið gæfist. Eitt sinn var ég með strákana í tíma þar sem allir voru að ríða fiskinet. Ég stóð við hliðina á ein- um sem var að hnýta saman enda á þræðinum. Hann hafði verið að fylla nál- ina. Ég Ieit á hnútinn sem var bæði of stór og illa hnýtlur og sagði: „Strákar, svona hnúta vil ég ekki sjá á nýriðnu neti. Það er víst tímabært að kenna ykk- ur að setja saman enda án þess að það sjáist.” Þeir söfnuðust fyrir framan mig til að geta fylgst sem best með. Ég tók um það bil 30 cm langan þráð og lagði hann tvöfaldan og skar síðan í sundur lykkjuna á öðrum endanum þannig að nú var ég með tvo þræði í höndunum. Ég sýndi þeim svo ekki var um villst að ég var með tvo aðskilda spotta í höndun- um. Síðan stakk ég tveimur endum upp í munninn á mér og byrjaði að tyggja og japla á þeim með allskonar tilburðum sem sjónhverfingarmenn nota til að villa urn fyrir áhorfendum. Eftir mátulega langan tíma tók ég þráðinn úl úr munn- inum. Þráðurinn var heill og svo vel sett- ur saman að engin merki sáust um að hann hefði verið skorinn í sundur. „- Svona vil ég að þið setjið saman endana,” sagði ég og rétti einum þeirra þráðinn til að þeir gætu skoðað hann. í fyrstu voru þeir hljóðir, spottinn gekk á milli þeirra, hann var gaumgæfilega rannsakaður, teygður og togaður. Þetta var yfirnáttúr- legt. Þræðirnir tveir voru aftur orðnir að einum og það leyndi sér ekki að hann var blautur af munnvatni þar sem end- arnir voru áður. Sumir þeirra gutu á mig tortryggnum augum og töluðu saman á málýsku sem ég skildi ekki en það gerðu þeir yfirleitt ekki í návist minni.Ég hafði upplifað þetta áður og vissi að svona gamansemi gat verið misjafnlega tekið. Ég minnist þess þegar ég sýndi þetta bragð eitt sinn skipverjum á nótaskipi sem ég var skipstjóri á í Persaílóanum. Mannskapurinn var mest Indverjar og Pakistanar. Ég hafði sýnt þeim einhverja einföld töfrabrögð sem auðvelt var að sjá í gegnum, en þau nægðu nú samt til þess að þeir litu mig hálfgerðu hornauga sem göldróttan skratta. En þegar ég sýndi þeim þann sem hér að ofan er lýst þá gekk ég of langt að þeirra mati því að eft- ir á kallaði fyrirliði þeirra mig á eintal og var honum mikið niðri fyrir. Hann sagði að það sem ég hefði gert væri mjög slæmt. Að þeirra mati væri bara einn sem gæti gert slíka hluti og það væri guð þeirra, Allah. Ég ákvað að hætta svona varasamri gamansemi en stuttu seinna gerðist atburður sem varð til þess að mannskapurinn var ekki í nokkrum vafa um að ég væri göldróttur. Við vorum staddir á bátnum úti á fló- anum að leita að torfum til að kasta á en ekkert gekk. Næstum undantekningar- laust var kastað á vaðandi sardínur og fiskileitartæki (arstikk) því lítið notað. Ég hafði lónað lengra út á flóann á dýpra vatn og þar fann ég ágæta torfu á arstikk- inu. Ég sagði strákunum að vera klárir. Þeir mættu allir á dekk, hver á sinn stað, undrandi á svip. Þar var enga torfu að sjá. Ég lónaði tvo þrjá hringi í kringum torfuna og svo kallaði ég: „Laggó,” en sá sem var við sleppilásinn hreyfði sig ekki. Það var ekki fyrr en ég hafði kallað nokkrum sinnum með miklum þjósti að hann sleppti. Ég skildi ekkert í því hver skrattinn hefði hlaupið í karlana, það var nánast eins og að þeir væru komnir í verkfall. Þeir stóðu í hóp á dekkinu og töluðu saman og gláptu upp í brúna þar sem ég stóð þungur á svip. En þeir virt- ust hafa komist að þeirri niðurstöðu að nótinni yrði að ná inn þrátt fyrir að karl- inn væri orðinn brjálaður. Svo gerðist það sem þeir áttu síst von á. Þeir voru nýbyrjaðir að draga nótina þegar torfan alh í einu gaus upp í nótinni. Nú þurfti ekki lengur vitnanna við. Karlinn var göldróttur; kastaði nótinni á auðan sjó en fékk hana samt fulla af fiski. í annað skipti gerðist atburður sem kom þeirri sögu á kreik að ég væri með 38 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.