Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Qupperneq 40
skildar. Kannski vildi hann sýna þakk- læti sitt á annan hátt því hann átti sinn þátt í því að ég var seinna hækkaður í tign og fékk samning minn framlengdan. Heimsóknir fýrirmenna Oft fengum við heimsóknir háttsettra ráðamanna, bæði innlendra og frá Nor- egi. Mikil hátíðahöld voru þegar skólinn var formlega vígður af forseta landsins, Nyerere. Petta var góðmannlegur og vinalegur maður sem gaf sér góðan tíma til að spjalla við okkur kennarana og Lúkas ásamt nokkrum nemendum. hafði ég ekki síst gaman af þessu því að þegar hann vissi hverrar þjóðar ég var ljómaði andlitið á karli. Hann kvaðst eiga gamlan skólabróður á íslandi og í ljós kom að sá maður var Jón Baldvin Hanni- balsson. Forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, kom einnig í heim- sókn. Hún sló upp veglegri veislu i Dar es Salaam og var að sjálfsögðu öllum Norðmönnum í landinu boðið. Þessi veisla átti eftir að verða mjög umtöluð í norskum fjölmiðlum og var hún nefnd fyllerísveisla aldarinnar. Frú Brundtland tók þetta víst nærri sér sem sást best á því að þegar hún i beinu framhaldi heim- sótti nágrannalandið voru einungis born- ir fram gosdrykkir, sem nefnast „brus” i norsku máli. Þessu var illa tekið af mörg- um í landinu og gáfu menn henni nafnið Brusland. Krónprinsessa Noregs, Sonja, heiðraði okkur einnig með nærveru sinni. Heim- sókn hennar átti eftir að verða þýðingar- mikil fyrir mig að margra mati en þannig var að ég var eitthvað seinn fyrir i mót- tökuveisluna. Ég var rétt kominn inn þegar komið var að skólastjóra okkar að ganga fram lil að taka í hönd prinsessunnar. Ég gekk fram á gólfið fyr- ir framan þau og smellti af einni mynd. Fleiri urðu þær ekki því öryggisverðir prinsessunnar hlupu skjótt til og vísuðu mér frá. Ég vissi ekki að myndataka var bönnuð. Myndin tókst með ágætum og brátt barst þetta skólastjóranum til eyrna. Hann var sennilega hégómagjarn sem fleiri og jafnvel meðal þeirra sem litu á það sem toppinn á tilverunni að geta státað af að hafa tekið í höndina á konungbornu fólki. Brátt fór mér að ber- ast lil eyrna að hann ásældist myndina en aldrei bað hann mig um hana sjálfur. Nú vildi svo til að skömmu eftir þetta setti hann mig í hærra embætti. Ég sótt- ist ekkert eftir því, enda hafði ég hvorki menntun né reynslu fyrir starfið. En þetta gekk vel, ég lærði fljótt að auðvelt var að ýta á undan sér vandamálunum og brátt kæmi nýr rnaður í starfið sem tæki á þeim. Illar tungur héldu því fram að þarna hefðu átt sér stað hrossakaup, ég hefði fengið stöðuna en skólastjórinn myndina. Margir þeirra embættismanna og frétlamanna sem þarna komu voru ágæt- ismenn sem virtust ekki kafa svo djúpt í okkar málefni. Við kynnlumst mörgum þeirra allvel og margir þeirra vildu gjarn- an sameina embættisverk og skemmtun og sóttust þá eftir félagsskap okkar sem vorum staðkunnugir. Stundum fannst okkur vissara að bæði sýna og segja sem minnst, sérstaklega þegar í hlut áttu menn sem gengu um með alvarlegt pókerandlit sem erfitt var að lesa úr. Oft þurfti lítið til að brjóta ísinn. Eitt sinn lenti ég í því að aka háttsettum embætt- ismanni um götur Dar es Salaam. Við ræddum lítið saman en öðru hverju benti ég honum á eftirteklarverða staði. Ahugi hann virtist ekki mikill fyrr en ég benti á hús sem við vorum að aka fram hjá. „- Þetta er Bláa húsið”. Eitthvað í svip mín- um hefur kannski gefið til kynna að þetta væri merkilegt hús. Ég lét það flakka. „Þetta er mjög þokkalegt gistihús og afar vinsælt meðal hvítra karlmanna í borginni þegar þá vantar stað til að gamna sér með innlendum vinkonum. Þar er minni hætta á að þeir rekist á ein- hverja sem ekki mega vila hvað þeir eru að gera.” Ég vissi ekki hvort það var van- þóknun eða eitthvað annað sem lesa rnátti úr svip hans þegar hann stakk höfðinu út um opinn gluggann og horfði á þetta hús Sódómu og Gómorru fjar- lægjast. Ég bölvaði mér í hljóði fyrir að hafa ekki haldið kjafti. Þegar hann sneri sér að mér aftur hafði hann sett upp allt annan svip sem ekki var hægt að mis- skilja, enda fékk ég staðfestingu þegar hann sagði: „Þú verður að sýna mér þetta betur. Ég er ekki viss um að ég finni hús- ið aftur.” J ónsmessunæturbrenna Tansanía var æði ólík öðrum kommún- istaríkjum sem ég hafði sótt heim að því leyti að hér virtist fólk geta látið skoðanir sínar óspart í ljós án þess að eiga á hættu að verða sett bak við lás og slá. Þessa á- lyktun dró ég af því hvað nemendur mínir virtust óhræddir við að láta í ljós skoðanir sínar á stjórnmálum. Einu tók ég satnt eftir, forsetinn Nyerere eða Malimu (kennarinn) eins og hann vildi láta kalla sig, var aldrei nefndur í nei- kvæðri umræðu um stjórn landsins. Malimu var dáður maður í landinu þrátt fyrir að ekki væru allir sáttir við stjórn- málastefnu hans. Allavega ekki eins og hún var þá en sjálfsagt var fæstum kunn- ugt um að það var ekki hann sem stjórn- aði lengur heldur Alþjóðabankinn og ýmsar hjálparstofnanir. Mér virtist meiri- hluti nemenda minna vera á móti þróun- arhjálp í þeirri mynd sem hún var fram- kvæmd. 1 augum þeirra var þetta gert í þeim tilgangi einum að halda sökkvandi þjóðarskútu fljótandi frá degi til dags. Það sama átti við um langtímaáætlanir Alþjóðabankans og annarra erlendra lánastofnana. Iðulega var peningunum varið í framkvæmdir sem landsmenn töldu ótímabærar og voru eklci á óska- lista þeirra en þeir fengu engu að ráða í því efni. Öll lán og þróunarhjálp voru bundin skilyrðum þeirra hvítu, enda sátu þeir í öllum embættum og fylgdi hverri lánveitingu eða þróunarverkefni hópur embættismanna til þeirra landa sem neyddust til að þiggja aðstoðina. Sumir héldu því fram að það eina sem starfs- menn hjálparstofnana legðu til landsins væru laun vinnuhjúa og greiðslur til 40 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.