Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 59
Sigling um netið
í umsjón Hilmars Snorrasortar
í áframhaldandi siglingu okkar um
Netið þá ætla ég fyrst að staldra við síðu
sem ég hvet alla þá sem eru á móti nú-
tíma þrælahaldi að skoða. Síðan sem hér
um ræðir er á slóðinni
http://www.icons.org.au/ sem er
International Commission on shipping.
A síðunni er að finna einhverja þá svört-
ustu skýrslu um nútíma þrælahald til
sjós. Það var ekki þrælahald að vera á
íslandsmiðum meðan breskir togarar
stunduðu veiðar hér við land. Áhöfnin á
Miröndu, sem var okkur góðkunn, kom
þó ekki til að veiða heldur að vera tog-
araflotanum til aðstoðar. Síðu urn þetta
merka skip er að finna á slóðinni
http://home.freeuk.net/nigel-
hadley/homepage.htm. Þar má meðal
annars sjá hvernig það var að vera á sjó
við íslandsstrendur. Margar góðar ljós-
myndir eru á síðunni meðal annars úr
þorskastríðunum og frá hafís við landið.
Talandi um veður og hafís þá er ekki
spurning um að benda lesendum á
heimasíðu Veðurstofu íslands á slóðinni
http://www.vedur.is Mjög gagnleg síða
fyrir ekki einungis sjómenn heldur alla
íslendinga. Það er að vísu heill frum-
skógur í að leita ef á að finna síður þar
sem veður ber á góma og þá sérstaklega
sem varðar veður á sjó. Á heimasíðu
kanadísku veðurstofunnar, http://weath-
eroffice.ec.gc.ca/, er meðal annars hægt
að nálgast ískort fyrir allan norðurhvel
jarðar. Til þess að þeir sem eru í sigling-
um til Evrópu geti fylgst með veðrinu og
lægðum þar þá er hægt að fá mjög
skemmtileg veðurkort á slóðinni
http://www.meto.govt.uk/we-
ather/charts/animation.html en það er
hjá bresku veðurstofunni.
Ferjur eru alltaf heillandi að horfa á og
ég tali nú ekki um að ferðast með þeim.
Til að plana ferð næsta surnar þá er til-
valið að fara á slóðina
http://homepages.enterprise.net/nickwOO
OOO/index.html þar sent er að finna lista
yfir ferjufyrirtæki og hvaða leiðir þeir eru
að sigla á. Ef þið farið með Norrænu til
Skotlands þá er hægt að fara hvert sem er
í Evrópu með ferjum fram og til baka.
Fyrir alla þá er fylgjast með í sjávarút-
veginum er Interseafood síðan á slóðinni
http://www.interseafood.com/ sú síða
sem enginn lætur fram hjá sér fara.
Þarna getur að líta helstu fréttir úr út-
gerðinni sem og aflatölur og margt margt
fleira. Ef þið hafið áhuga á að kynna
ykkur það sem verið hefur að gerast í
austur-þýskum skipasmíðaiðnaði síðustu
50 árin áður en múrinn féll þá er
http://www.german-shipbuilding.com/
síðan sem þessar upplýsingar hefur. Þar
má finna m.a. hvað skip voru smíðuð
eða fóru í viðgerð hjá einstökum skipa-
smíðastöðvum þar í landi.
Alþjóðasamtök skipstjóra halda úti
heimasíðu á slóðinni
http ://www.ifsma. org/pages/main .htrnl.
Þar getur að lýta ýmsar upplýsingar um
samtökin og einnig er þar að finna skip-
stjóra ársins. Sá sem fyrir valinu hefur
orðið að þessu sinni er skipstjóri norska
ekjuskipsins Tampa sem að bjargaði
flóttamönnunum undan strönd Ástralíu.
Bandarísk sarntök skipstjóra, stýrimanna
og hafnsögumanna er að finna á
http://www.bridgedeck.com/front.html
þar er hægt að skoða blað það sem sam-
tökin gefa út sem og aðrar rnerkar upp-
lýsingar s.s. eins og staða hinna ýmsu
vísitalna. Það er kannski vísbending um
hvað umbjóðendur þeirra hafast við á frí-
vöktum sínum.
Að lokum þá ætla ég að benda á
nokkrar síður áhugamanna um skip.
Fyrst er að nefna síðu World Ship Soci-
ety á slóðinni http://worldshipsociety.org
en þessi samtök eru búin að vera starf-
andi í yfir 55 ár. Gefið er út mánaðarlegt
tímarit með upplýsingum um nafna-
breytingar skipa. http://www.container-
ships.org/index.asp er síða sem enginn á-
hugamaður um siglingar gámaskipa um
Norður Atlantshaf á að láta fara framhjá
sér. Hér eru ljósmyndir af flestum skip-
um sem eru í siglingum á vegutn ís-
lensku skipafélaganna Eimskips og Sam-
skipa en einnig myndir af görnlu skipun-
um okkar sem í eina tíð báru stolt ís-
lenska þjóðfánann í skut. Slíkt heyrir
því miður einungis fortíðinni til.
Sjómannablaðið Víkingur - 59