Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Page 64
Vald Paulsen er gamalgróið og þekkt fyrirtœki sem hóf starfsemi árið 1910. Það hefur nú flutt bœkistöðxar sínar í Skeifuna 2 Uppruna verslunar Poulsen ehf má rekja alt aftur til ársins 1910, þegar Valdemar Poulsen nokkur að dönskum uppruna tók að versla með eldfastann leir og steina ástamt ýmsum tnálmum. Samhliða þessu rak herra Poulsen járns- miðju hér í Reykjavík. í lok síðari heimstyrjaldar komu þau Ingvar Kjartansson og kona hans Hrefna Matthíasdóttir inní rekstur fyrirtækisins. Þau hjón eignast fyrirtækið að fullu 1963 og frá þeim tíma fram til vors 2001 var það rekið af þeirn hjónum og dætrum þeirra, þeim Sigríði, Margréti og Matthildi. Þau ráku fyrirtækið með mik- lum myndarbrag fram til siðasta dags er þau seldu það og afhentu nýjum eigen- dum, þeim Lovísu Matthíasdóttur, Reyni og Ragnari Matthíassonum ásamt Kristjáni Jónssyni. Þau Lovísa, Reynir og Ragnar eru börn Matthíasar, stofnanda og fyrrum eiganda Bílanausts, og hafa þau öll þrjú að stærs- tum hluta hlotið margbrolna reynslu þar af viðskiptum og rekstri fyrirtækja í geg- num störf sín hjá því fyrirtæki. Þau eru því öllum hnútum kunnug út í ystu æsar hvað varðar rekstur og uppbyggingu fyrirtækis á tæknifaglegum vettvangi. Kristán kemur hinsvegar með víðtæka reynslu af vatnsmeðhöndlun sundlauga, ásamt sérþekkingu um nuddpotta í geg- num sín fyrri störf og eigin rekstur á því sviði, sem leitt hefur til mikilla og aukin- na umsvifa fyrirtækisins hvað það varðar. í öll þau ár sem Poulsen hefur verið þátttakandi í íslensku atvinnulífi, bæði til sjós og lands hefur skapast stór hópur tryggra viðskiptavina í öllum geirum atvinnulífsins við fyrirtækið, og enn bætist í þann góða hóp. Það er ekki síður að þakka viðmóti og þjónustulund starfs- fólks fyrirtækisins og víðtækri þverfagle- gri þekkingu þess á öllum vörum og vöruflokkum fyrirtækisins. Að stofni til hafa starfsmenn unnið hjá fyrirtækinu í til fjölda ára, samanber Magnús Oddson (Maggi í Poulsen) sem starfaði hjá fyrirtækinu allar götur frá 1941 er hann var aðeins 10 ára gamall. Sá ágæti maður hefur nú lagt sloppinn á hilluna, til að taka sér eitthvað annað nýtt og spennandi fyrir hendur. Stefna fyrirtækisins frá upphafi er það hóf að versla með vélbúnað og tæki þar að lútandi, er að leggja höfuðáherslu á stuttan afgreiðslutíma og leggja þannig sitt af mörkum lil að hjól atvinnulífsins stoppuðu ekki um of vegna langrar biðar eftir varahlutum eða nýbúnaði sem til þurfti til að tryggja áframhaldandi keyrslu tækja og tóla. Til að tryggja slíkt hefur fyrirtækið byggt upp einn stærsta og öflugasta vélahluta lager hér á land- inu. Ásamt vélbúnaði sem íhlutum og verkfærum hefur einnig verið lög rík áhersla á heildarlausnir fyrir iðnaðarfyrirtæki á öllum sviðurn. Jafnframt því sem landsmenn þekkja Poulsen sem véla- og verkfæraverslun, er fyrirtækið ekki síður þekkt meðal flestra landsmanna sem verslun með baðherber- gis innréttingar og áhöld þar að lútandi, og nú síðast verslun með nuddpotta og sundlaugavörur fyrir smæstu sem stærstu sundlaugar. Innréttinga hluti fyrirtækisins er þó ekki eins gamall þeim fyrri sem nefndur hefur verið, en þó samt búinn að ná vel yfir þrítugs aldurinn. Er það sama uppá teningnum með innréttingadeildina hvað varðar vörugæði og þjónustu. Einnig þar hefur vöruúrvalið uppá síðkastið verið stórau- kið með glæsilegum innréttingum frá kjörsmiðum og framleiðendum í víðri veröld, ásamt því að deildin hefur hugað vel að nostalgíunni með smáhlutunum og smáatriðunum þannig að svipmót og heildarlausn baðherbergisins verði hvergi ábótavant. í dag hefur fyrirtækið flutt alla starfse- mi sína í Skeifuna 2 Reykjavík, og um leið fengið margfalt það rými sem áður var við Suðurlandsbrautina, sérstaklega fyrir verslunina og uppstillingar í henni, ásamt mjög góðu aðgengi fyrir viðskipta- menn. Allir eldri sem nýir viðskiptavinir POULSEN og starfsmenn eru hvattir til að líta við í Skeifunni og fá kaffibolla og spjall. t+t SLYSflVftRNflFÉLfiGIÐ LflNDSBJÖRG Sjómenn! Við óskum ykkur tii hamingju með sjómannadaginn. Munið eftir því að tilkynna breytingar á símanúmerum til Tilkynningaskyldunnar. 64 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.