Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2001, Blaðsíða 70
Fjölskyldulíf
Maður einn leitaði til læknis og kvartaði undan því að hann
teldi sig vera homma.
- Hvað fær þig til að halda það?, spurði læknirinn.
- Ja, svaraði maðurinn, -afi minn var hommi.
- Kynhegðun gengur ekki í erfðir, útskýrði læknirinn.
- Ég skil, svaraði maðurinn, -en pabbi var líka hommi.
- Það er mjög óvenjulegt, viðurkenndi læknirinn. -En það
þarf ekki að þýða að þú sért líka hommi.
- Allt í lagi, sagði maðurinn, -en bræður mínir eru samt
hommar.
- Ég á ekki til orð, sagði læknirinn hlessa. - Er enginn í fjöl-
skyldunni sem lifir kynlífi með konu?
- Jú, reyndar, svaraði maðurinn. -Systir mín.
(zSfiaxmenn, 'fjezýumenn, fukimenn ocj
vazðskijismenn, þððið óskmn ifkkuz og
aðstandendurn ykkaz yleðiíeyza ióía
ozf fazsæíðaz á komanði ázi.
Q~þökkum samsíarfið á líðanði ázi
/sUn05
Félag íslenskra
skipstjórnarmanna
www.officer.is<http://www.officer.is>
Hlutfall launa sjómanna
Hlutfall launa af heildartekjum út-
gerða samkvæmt Þjóðhagsstofnun er í
flestum tilfellum lægra á síðasta ári
en var árið 1999. Á bátum 10-200
brl. Fer hlulfallð úr 46,5% í 43,9% og
á bátum yfir 200 brl. Úr 48,1% árið
1999 í 42,2% árið 2000. Á loðnubát-
um lækkaði hlutfallið milli ára úr
47,9% í 41,1%. Á ísfisktogurum var
hlutfall launa nær óbreytt eða 38,9%
árið 1999 en 38,5% árið 2000. Á
frystitogurum hækkaði hlutfall launa
milli ára úr 39% í 40,9%
Meðaltekjur allra sjómanna lækk-
uðu úr rúmum þremur milljónum
króna árið 1999 í 2.950 millj. árið
2000. Þetta kemur fram í svari sjávar-
útvegsráðherra við fyrirspurn frá
Svanfríði Jónasdóttur.
Nefnd til sátta
Þingmennirnir Össur Skarphéðins-
son, Steingrímur J Sigfússon og Sverr-
ir Hermannsson hafa lagt frant tillögu
til þingsályktunar þess efnis að Al-
þingi álykti að skipa nefnd fimm
þingmanna, einn frá hverjum þeirra
þingflokka sem eiga sæti á Alþingi, til
að leita sátta um stjórn fiskveiða. Að-
alforsendur nefndarstarfsins verði
fyrning veiðiréttar úr núgildandi
kerfi. Veiðiheimildum verði endurráð-
stafað í formi aflahlutadeildarsamn-
inga á grundvelli jafnræðis byggðanna
og útgerðar til nýtingar þeirra.
Fullgilding á samþykkt
Guðntundur Hallvarðsson er fyrsti
flutningsmaður tillögu til þingsálykt-
unar um að Alþingi álykti að fela rík-
isstjórninni að fullgilda fyrir íslands
hönd samþykkl Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar nr. 163, um aðbúnað
skipverja á hafi úti og í höfn.
Skráningarskylda skipa
Guðjón A. Kristjánsson flytur til-
lögu lil þingsályktunar um að Alþingi
feli samgönguráðherra að semja regl-
ur og breyta lögum ef nauðsyn krefur
í þá veru að skráningarskylt verði sér-
hvert skip sem notað er í atvinnu-
skyni, svo og önnur skip sem eru
lengri en átta rnetrar að skráningar-
lengd.
70 - Sjómannablaðið Víkingur