Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Síða 23
mikla virðingu fyrir og það var alltaf æð- islega gaman þegar hann kom i land. Þegar hann tók sér frí var farið með fjöl- skylduna í bíltúra, stundum út í sveit. Hann var með afbrigðum gjafmildur og það voru alltaf jólin þegar hann kom úr siglingum, hlaðinn gjöfum handa allri fjölskyldunni. Ég fór með honum túr á Nýfundnaland þegar ég var gutti, 10 eða 11 ára. Þar var hann allt öðru vísi heldur en i landi og þá kynntist ég honum fyrst eins og hann var í raun og veru. Hann lét sér ákaflega annt um mig í túrnum og þarna um borð spjallaði ég við fræga sjó- hunda sem kunnu ótal sögur og ég gleypti þær í mig. Ég hef hitt marga sem voru til sjós með Túlla og þeir bera hon- um allir vel söguna. Enda bar hann mikla umhyggju fyrir köllunum sínum. Seinna fór ég svo með honum í siglingu til Englands sem var rnikið ævintýri. Hann var katlþrifinn og lét kallana pússa koparinn á heimleiðinni. Baldi bróðir sigldi líka með honum og ég man alltaf þegar hann kom heim úr þeirri siglingu með fyrstu Bítlaplötuna. Þetta hefur ver- ið 1962 og þegar platan var sett á fóninn breyttist líf mitt. Fram að því hafði ég hlustað á sömu músik og eldri systkini mín, það er rokkið. Elvis, Fats Domino, Ricky Nelson, Jerry Lee og þeir allir. Túlli á yngri árum. Tók stundum lagið - Þessir túrar með pabba þínum hafa ekki kveikt áhuga þinn á sjómennsku? - Nei og hann var ekki að ýta því að °kkur bræðrum, ekki frekar en að ég hali reynt að troða músik upp á mín börn. Þegar ég fór með honum til sjós í fyrra sinnið hafði ég með mér Sínalkó og ^lalta. Við lentum í vondu veðri og þar sem ég lá og egndist af sjóveiki heyrði ég Sínalkóflöskurnar rúlla fram og aftur. Bjarni riddari. Á honuin sigldu Baldvin Halldórsson og synir lians Túlli, Bósi og Haddi. Síðan gat ég aldrei smakkað þann gos- drykk. Þegar ég var 15 ára réðist ég svo sem messi á Gullfoss ásamt vini rnínuin Helga Sæm. Eftir þrjá daga var ég hækk- aður í tign og dressaður upp í þjón. Pabbi var ánægður að heyra þetta, en það var ekkert framhald á minni sjó- mennsku. En ég hef alltaf verið hrifinn af sjómönnum og þeir eru sá þjóðfélags- hópur sem heldur þessu öllu gangandi. - Hafði Túlli eyrafyrir músik? - Hann var mjög músikalsk- ur og sem ungur maður átli hann það til að henda sér uppá svið og taka nokkur lög. Hann var þekktur fyrir að taka Louis Prima, sérstaklega Bóna- sera. Þess vegna held ég mikið uppá það lag og tek það stundum. Pabbi og bræður hans sungu mikið í afmælum og pabbi spilaði á hljóðfæri. Ég hef mikið frá honurn í þessum efnum. í ætt pabba eru söngvarar eins og Kristinn Hallsson. Þeir bræður Hörður og Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari voru góðir vinir pabba, sem og Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Við pabbi hlustuðum saman á músik þegar færi gafst og þeg- ar ég fór að gera plölur fylgd- ist hann vel með mér og gaf mér oft góð ráð sem og uppá- stungur um lagaval á plötur mínar - Nú ert þú þekktur fyrir skondin tilsvör oft á tíðum. Hefur þú þann hœfileikafrá Túlla? - Það held ég hljóti að vera. Hann var oft mjög hnyttinn í tilsvörum. Ég get nefnt sem dæmi þegar menn frá SÁÁ bönkuðu uppá heima og voru að safna fyrir byggingu afvötnunarstöðvar. Pabbi fór til dyra, hlustaði á erindið og sagði svo: „Nei, strákar mínir. Á þessum bæ tök- um við timburmennina út á dívanin- um.“! Við spjöllum enn um stund um Túlla. Sjómannssonurinn talar um föður sinn af virðingu og væntumþykju eins og gömlu skipsfélagarnir. Eftir að Túlli kom í land starfaði hann sem vigtarmaður í Hafnar- firði og oft var gestkvæmt á vigtinni hjá honum. Halldór Baldvinsson andaðist á Hrafnistu 78 ára gainall, eftir að hafa marga hildi háð við Ægi konung. Björgvin Halldórsson syngur á Broadway. Sjómannablaðið Víkingur - 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.