Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Síða 26
Túlli við spilið á togaranum Ágústi.
Sviptur heiðursmerkjum
Björgvin: Uppgangur minn og endalok
í skátahreyfingunni eru tengd snemm-
bærri fíkn í tóbak. Ég var ylfingur í
Hafnarfirði, þreytti próf og fékk stjörnur
og ræmur. Pabbi var í siglingum og
keypti sígarettur í stóru upplagi. Ein-
hverju sinni vorum við strákarnir lens og
ég stal kartoni heima. Chesterfield eða
eitthvað. Pabbi var í landi og ég var
böstaður með kartonið. í skátabúningn-
um með öll heiðursmerkin og strípurnar!
Pabba fannst þetta svo mikið „disgrace".
Pjófur í skátabúningi. Úlfur í sauðagæru.
Hann gerði sér lítið fyrir og svipti mig
öllum heiðursmerkjum á staðnum. Pabbi
gat verið harður í horn að taka. Ef hann
vildi kenna manni lexíu var ekkert hálf-
verk á því og maður lærði þá lexíu „once
and for all.“ Enda var það tilgangurinn.
Hafði læknishendur
Túlli er skapríkur. En tilfinningasemin
hangir ekki utan á honum. Flangsast lítt
utan í fólki að óþörfu. En er hlýlegur og
glaðlyndur. Hefur lúmskan stríðnislegan
húmor. En þegar hann er í landi er hann
dálítið að reyna að vera karlinn í brúnni
þar líka. Systkinin bera óttablandna virð-
ingu fyrir föður sínum. Lífið er óneitan-
lega öðruvísi þegar hann er í landi. Þau
tipla svolítið á tánum þangað til hann
leysir landfestar. Þetta er fríið hans. En
systkinunum fimm er engu að síður gef-
inn langur taumur og þau fá mikið að
ráða sér sjálf. Þeim er treyst. Að því til-
skildu að þau fari ekki yfir tilteknar
grensur. Og þær grensur eru alveg klárar.
Þegar Túlli er í landi stjana allir við
hann. En þegar fjölskyldan fer með hon-
um til sjós snýst dæmið við. Þá ber hann
þau á höndum sér. Á sama hátt og hann
rækir skipverjana sína. Getur þó verið
harður í horn að taka. Systurnar Magga
og Helga reynast náttúraðar til sjó-
mennsku. Hvorug kennir votts af sjó-
veiki. En bræðurnir eru með hökurnar
fram yfir borðstokkinn allan túrinn og
æla eins og múkkar.
Túlli siglir allt stríðið. Skólafélagarnir
undrast að námshesturinn skuli láta stað-
ar numið. Hann hefði getað orðið bæri-
legur græðari. Hefur lækn-
ishendur. Er natinn við sár.
Gerir firnavel að meiðslum
sinna manna úti á sjó. Og
krakkanna í landi. Kemur
pabbi með græjurnar, segja
krakkarnir þegar hann
sækir kassann með áhöld-
um sinum upp á loft. Öllu
vel til skila haldið, sótt-
hreinsað og þvegið. Úti á
rúmsjó getur þurft að
kippa mönnum í liðinn. Og
á einum háseta tekur Túlli
tuttugu og fjögur spor.
Þetta eru engar skemmti-
siglingar. Aðfangadags-
kvöld úti á reginhafi. Út
tekur ungan skipverja.
Honum er náð inn við illan
leik. Túlli freistar þess að
blása í hann lífi. En um
seinan.
Björgvin: - Þetta var ekk-
ert pluss og palísander
með tölvuskermi, hitaveitu
og tvöföldu gleri. Þetta voru síðutogarar,
kolryðgaðir botnvörpungar með óvarin
spil - heavy duty dæmi! Hetjur hafsins.
Ég prisa mig sælan fyrir mina þægilegu
innivinnu. Ég man að ég keyrði einu
sinni með pabba niður að höfn inn í
Reykjavík. Þá var hann að fara að sigla
hjá Júpíter og Mars. En svo var hann
kominn heim aftur, aðeins tveim dögum
siðar. Verulega sleginn. Skipverji hafði
lent í spilinu. Pabbi var sjálfdæmdur
læknir um borð. Gerði það sem unnt var
til að bjarga lífi mannsins. En það var út-
séð um það. Gat í raun lítið annað gert
en lina kvalir hans þar til yfir lauk. Pabbi
hefur eflaust lifað ýmislegt misjafnt um
sína daga en ég sá hann aldrei jafn skek-
inn og þarna.
Hann hélt í sína hinstu sjóferð árið lyr-
ir aldamótin. Ég á erfitt með að sætta
mig við að hann skuli vera farinn. Að
hann komi ekki aflur eins og þegar hann
fór á sjóinn í gamla daga. En sterkir per-
sónuleikar eins og Túlli Bald fara náttúr-
lega aldrei alveg.
(Millifyrirsagnir eru blaðsins)
LOWARA sjódælur
Útgerðamenn - Fiskeldisstöðvar
Sjódælur úr AISI 316L ryðfríu stáli
6 m3/klst. til 228 m3/klst.
0,75 kW til 75 kW A
Gæði - Öryggi - Þjónusta
Danfoss hf
Skútuvogi 6 Sími 510 4100
www.danfoss.is
26 - Sjómannablaðið Víkingur