Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 4
Að vera eða vera ekki... í LÍÚ Hvernig getur einn og sami útgerðarmaðurinn bæði verið og verið ekki í LÍÚ á sama tíma. Ekki nóg með að Guðmundur Kristjáns- son sé í samtökum útgerðarmanna og sé þar í stjórn heldur stendur hann á sama tima að rekstri útgerðarfélagsins Sólbaks ehf. en það fé- lag stendur, eins og menn vita, utan LÍÚ og enginn sjómaður fær pláss á togaranum Sólbaki nema hann fyrst segi sig úr þeim stéttarfé- iögum sem um langan aidur hafa haft þann tilgang einan að standa vörð um réttinda og hagsmunamál íslenskra sjómanna. Þessu undarlega máli hef ég iðulega velt fyrir mér að undanförnu án þess að komast að endanlegri niðurstöðu. Félagsdómur kvað á dögunum upp dóm sem gengur út á að útgerðarfélagið Brim hf sé ekki aðili að Sólbaksmálinu og gerir þar með orð eigandans dauð og ómerk. Allir sem fylgst hafa með málinu, nema að því er virðist dóm- arar Félagsdóms, bæði lásu og hlýddu á marg endurteknar yfirlýsing- ar, þar sem því var lýst yfir að stofnun Sólbaks ehf. væri gagngert gerð í þeim eina tilgangi að komast hjá gildandi kjarasamningi. Félagsdómur kveður síðan upp úr með að ekki sé um málamynda- gjörning að ræða, enda verði, eins og segir i dómnum, útgerðarfélagið Sólbakur eftir sem áður bundið af því að uppfylla öll skilyrði al- mennra kjarasamninga og ákvæði laga nr.55/1980 um lágmarkskjör. Mál SSÍ var látið niður falla vegna þess að útgerð Sólbaks lýsti yfir að farið yrði eftir kjarasamningi í hvívetna gagnvart áhöfninni. í kjölfarið á þessu leikriti, eins og einhver nefndi þetta, er staðan um þessar mundir sú að kjarasamningar á togaranum Sólbak eru brotnir, lög sem varða öryggi sjómanna eru brotin, auk þess sem það gefur auga leið að með 12 manna áhöfn eru frívaktir staðnar út í eitt í mun meira mæli en viðgengst á öðrum skipum þar sem ætlast er til þeirra afkasta sem raun ber vitni. Auk þess er vandséð hvernig hægt er að keyra á svo fámennri áhöfn án þess að vinnuálag sé út úr kort- inu og gæði rýrni verulega, en það er í algjörri þversögn við það sem haldið er á lofti innan greinarinnar þar sem öll áhersla er nú á tímum lögð á aukinn ferskleika og gæði. Allt er í lausu lofti varðandi greiðslumiðlunarsjóð, greiðslur í sjúkra- og orlofssjóði áhafnar svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í stuttu máli sú mynd sem blasir við ef að er gáð. Með hlið- sjón af framansögðu er mér spurn, til hvers var barist? Hver er bætt- ari? Eru það sjómennirnir? Er það útgerðin? Eða er það þjóðfélagið. Er það starfsumhverfi sem skapast með ofangreindum hætti á ein- hvern hátt eftirsóknarvert eða til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg? Mitt svar er nei í öllum tilfellum, en ef megin markmiðið felst i því að sniðganga kjarasamninga og komast upp með það burt séð frá hag- kvæmni eða skynsemi þá horfir málið e.t.v. öðruvísi við. Ég skora hér með á hlutaðeigandi aðila að endurskoða afstöðu sína og viðhorf, með þá stefnu að leiðarljósi, að þegar til lengri tíma er litið, þá er heillavænlegast að byggja upp gagnkvæmt traust og virðingu milli manna í stað þess að brjóta slikt niður. Ami Bjamason Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar í samvinnu \’ió Farmanna og [ W fiskimannasamband íslands. I \ Afgreiðsla og áskrift: símar 587-2619 og 462-251 5. I I J Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sæmundur Guðvinsson, sítni 868 21 59, netfang sgg@mmedia.is. Pósthóli 1656, 121 Reykjavík. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587-4647. ^ , Ritncfnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason ógjón Hjajtason. CT jZT C j Forseti FFSÍ: Arni Bjarnason. ■ ■ ^ ■ Prentvinnsla: Gutenberg. Aðildarfclög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, fælag íslenskra loftskeytamanna. lælag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Verðandi, Vestmannaéyjutn og Vísir, Suðurnesjum, Sjömannablaðið Víkingur kcmur út fjórum sinnum á ári og er drcifi tíi allra félagsmanna Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. 4 Forystugrein Árna Bjarnasonar forseta FFSl. 6-10 Sagt frá Ljósmyndakeppni sjómanna og Nor- rænu Ijósmyndakeppninni í máli og myndum. 11-15 Fréttir af ýmsum toga og umsóknarblað fyrir orlofshús FS 2005. 16-17 Fjöltækniskóli íslands. Nýr skóli á gömlum grunni. 20-24 Það kostar brottrekstur að eiga við farminn. Viðtal við Þórð Þórsson 1. stýrimann á skemmtiferðaskipinu Adventure of The Seas sem siglir milli eyja í Karíbahafinu. 26-28 Utan úr heimi. Hilmar Snorrason segir fjölda frétta utan úr hinum stóra heimi siglinga og sjávarútvegs þar sem margt er að gerast eins og fyrri daginn. 30-33 Nú eru liðin 100 ár frá komu fyrsta íslenska togarans, Coot, til landsins. Það skip þætti ekki merkilegt fley í dag en markaði þó tímamót í útgerðarsögunni. Hér eru birtir þættir úr bókinni Kastað í Flóanum eftir Ásgeir Jakobsson þar sem segir frá þessu skipi og útgerð þess. Bók- in hefur nú verið endurútgefin í kiljuformi. 34 Hilmar Snorrason siglir um Netið og rekst á margt forvitnilegt á leið sinni. 35 Frívaktin er á sínum stað eins og vanalega. 36-37 Fyrsti íslenski togaraskipstjórinn. Hér segir frá Indriða Gottsveinssyni skipstjóra á Coot og það fer ekki milli mála að Indriði hefur verið karl í krapinu. 38-46 Á þessum síðum segir meðal annar frá heim- iidamynd sem gerð verður um áhöfnina á Kleifabergi frá Ólafsfirði og hljómsveitina Roð- laust og beinlaust sem skipverjar halda úti og hefur náð miklum vinsældum. Einnig segir af nýjum ratsjárbúnaði í varðskipunum Tý og Ægi ásamt ýmsu fleiru.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.