Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 27
því að ásakanir Spánverja á hendur skipstjóra eigi enga stoð.
Spánverjar hafa ásakað Apostolos um ósamvinnuþýði við
stjórnvöld vegna ástands skipsins. Aftur á móti setur rannsókn-
arnefndin fram athugasemdir við störf spænsk eftirlitsmanns
flokkunarfélags skipsins sem kom um borð í skipið áður en
slysið varð. Nú er að sjá hvort Spánverjarnir taki eitthvert mark
á bahamísku rannsóknarnefndinni eða haldi áfram nornaveið-
urn á hendur skipstjóranum.
Skipstjóri Cap Anamur ásamt rekstrastjóra hjálparstarfsins með
„gamla Arnarfellið" í bakgrunninn.
Göfugt starf
Skipstjóri, yfirstýrimaður og læknir um borð i skipinu Cap
Anamur voru handteknir við komu skipsins til hafnar á Ítalíu í
ágúst á síðasta ári. Voru þeir sakaðir um að koma með ólöglega
innflytjendur til hafnar þar í landi en skipstjórinn bar því við að
hann hefði bjargað fólkinu í hafi. Skipið Cap Anamur er rekið
af samnefndum þýskum samtökum sem stofnuð voru árið 1979
til aðstoðar vietnömsku flóttafólki. Skip samtakanna fara til
þeirra svæða þar sem flóttafólk er að ferðast langar vegalendir á
sjó því til bjargar. Um borð í skipinu voru 37 flóttamenn frá
Ghana, Nigeríu og Niger en skipstjórinn vildi ekki gefa upp
hvar hann tók mennina upp. ftölsk yfirvöld telja þó að þetta
hafi gerst á hafsvæðinu við Möltu. Flóttamennirnir voru allir
settir í varðhald og munu verða sendir til síns heima. Fyrir þá
sem vilja fræðasl meira um þessi samtök er bent á heimasíðu
þeirra á slóðinni www.cap-anamur.org. Pví er svo við að bæta
að skipið Cap Anamur er mörgum íslendingnum kunnugt en
skipið sigldi hér i strandsiglingum á vegum Samskipa undir
nafninu Arnarfell.
Slæmt ástand skipa
Skipstjóri alsírska skipsins Bechar sem fórst í óveðri undan
strönd Alsírs nýlega hefur ásakað útgerð skipsins CNAN um
vanrækslu í viðhaldi skipsins. Á sama tíma hefur hann einnig
sakað útgerðina um að hafa mjög lágan staðal á öryggismálum
og sjóhæfni skipa útgerðarinnar. Alsírska skipstjórnarmannafé-
lagið stendur við bak skipstjórans í ásökunum á útgerðina en
hún hefur saksótt félagið fyrir útbreiðslu á rógburði á hendur
útgerðinni.
Þýsku ríkisstyrkirnir
Hin veika fjárhagsstaða Þýskalands hefur þvingað sambands-
stjórnina í Berlín til að draga úr ríkisábyrgðum til þarlendra
skipasmíðastöðva um allt að helming. Pess í stað ætlast stjórnin
dl að einstök sambandsríki taki á sig styrkina þannig að ekki
verði hrun í greininni. Petta getur reynst þeim þungur róður
þar sem ríkisfjárlög fyrir 2005 gera ekki ráð fyrir slíku. Þýskar
skipasmíðastöðvar hafa verið að fá stöðugar fleiri pantanir þar
sem skipasmíðastöðvar í Asiu eru fullbókaðar lil lengri tíma. Til
að vera samkeppnishæfar hafa skipasmíðastöðvarnar geta sótt
um allt að 6% styrk miðað við umsantið smíðaverðmæti skips.
Estonia ekki þögnuð
Sænska ríkisstjórnin hefur nú krafist þess að ítarleg rannsókn
fari fram á ný á orsökum þess að ferjan Estonia fórst fyrir 10
árum síðan. Ástæðuna má rekja til að sjónvarpsstöðin SVT var
með þátt þar sem upplýst var að oft hefðu verið flutt rússnesk
vopn með skipinu í ferðum þess milli Tallinn og Stokkhólms.
Pessir flutningar hefðu verið með vitneskju einstaklinga í
sænsku tollgæslunni.
Ekki á hverjum degi
Það var stór stund í sögu Eistlands í byrjun síðasta mánaðar
þegar 3.800 tonna flutningaskip var sjósett við skipasmíðastöð-
ina OU BLRT. Petta 88 metra skip er fyrsta skip af fimm sem
skipasmíðastöðin hefur tekið að sér að smíða fyrir Damen
skipasmíðastöðina í Hollandi. En af hverju stór stund? Jú í Eist-
landi hefur ekki verið sjósett flutningaskip síðan á árunum fyrir
seinni heimsstyrjöld. Meginverkefni skipasmíðastöðvarinnar
hefur verið srníði á stáleiningum fyrir aðrar skipasmíðastöðvar í
Evrópu.
Vantar stál
Stálskorturinn er farinn að hafa umtalsverð áhrif í skipa-
smíðaiðnaðinum. Japanskar skipasmíðastöðvar hafa nú lengt af-
hendingartíma skipa sem þar eru í smíðum þar sem afhending-
artími stáls hefur lengst. Stálframleiðendur hafa ekki undan við
framleiðsluna enda mikil eftirspurn eftir nýsmíðum.
Hvar má drekka?
Skipstjóri á einni af ferjum Hardanger Sunnhordalandske
Dampskibsselskap fékk nýlega uppsagnarbréf eflir að hann
hafði setið á polla á bryggjunni í Hufthamar í Noregi þar sem
ferjur útgerðarinnar leggja að. Skipstjórinn senr hvorki var í
vinnunni né klæddur í einkennisföt var að drekka bjór ásamt
félaga sínum sem varð til þess að hann var rekinn frá útgerð-
inni. Skipstjórinn var að vonum óhress með uppsögnina en
talsmaður útgerðarinnar sagði í viðtali við Bergens Tidende að
hjá útgerðinni væri svokölluð núll áfengisstefna en að öðru leiti
vildi hann ekki tjá sig um málið. Ljóst er að víða eru útgerðir
farnar að gera mjög strangar kröfur hvað varðar áfengisnotkun
áhafna sinna. Sjaldgæft er þó að útgerðir skipti sér af frítíma-
neyslu skipverja sinna en eflaust þurfa þeir að skýra reglur bet-
ur út fyrir starfsmönnum sínum að þeir vilja ekki sjá þá vera að
sulla í frítímum á vinnustaðnum og allra síst skipstjóra sína.
Flutningaskip með sofandi skipstjóra slasaði húsráðanda við ásigling-
una.
Árekstur
Húsráðanda í húsi á japönsku eyjunni Osaki fékk fremur
óvenjulega heimsókn síðastliðið sumar þegar 500 tonna flutn-
ingaskip, Shin Tsunetoyo, sigldi nokkra metra inn í hús hans.
Sjómannablaðið Víkingur - 27