Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 40
Nýr ratsjárbúnaður í varðskipunum Tý og Ægi Ekki alls fyrir löngu var lokið uppsetn- ingu á nýjum ratsjárbúnaði og sjálfvirk- um auðkenningarbúnaði (AIS) um borð í varðskipunum Tý ogÆgi. Um er að ræða tvær ratsjár af gerðinni Sperry (S og X - band ). Auk þess að nýtast sem sigl- ingatæki fyrir varðskipin eru ratsjárnar búnar sérstökum eiginleikum sem hann- aðir hafa verið fyrir sjóheri m.a. til að fylgjast með flugvélum og til að leið- beina þyrlum til lendingar. Búnaður þessi hefur það fram yfir eldri ratsjárbún- að varðskipanna að hann getur tengst svokölluðu IBS-kerfi sem tengir öll stjórn- og siglingatæki skipanna þannig að þau mynda eina heild. IBS-kerfi verð- ur sett í varðskipin á næstu tveimur árum. Ratsjárbúnaðurinn var keyptur af fyrirtækinu Radiomiðun í kjölfar útboðs á vegum Ríkiskaupa. Sjálfvirki auðkenningarbúnaðurinn (AlS-system) tekur við upplýsingum um staðsetningu skipa, sem sendar eru sjálf- virkt frá þeim, og öðrum upplýsingum um skipin og birtir á ratsjárskjá og í sigl- ingatölvu. Búnaðurinn gerir kleyft að þekkja skip sem eru með samskonar búnað úr mikilli fjarlægð. Meðal annars koma fram upplýsingar um stærð skips, hraða þess, hættulegan farm, ef um slíkt er að ræða, og ákvörðunarstað. Upphaf- lega var slíkur búnaður hannaður fyrir Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý að prófa nýja ratsjárbúnaðinn en hjá honum standa Gylfi Geirsson forstöðumaður fjarskipta- og upplýsingatœknisviðs Landhelgis- gœslunnar ogjóhann Bjarnasonframkvœmdastjóri Radíómiðunar. skip sem öryggistæki, t.d. til að koma í veg fyrir árekstur þegar skip voru að mætast á þröngum siglingaleiðum, en nú er hann notaður í fjölþættari tilgangi. M.a. hafa verið settar upp landstöðvar til að fylgjast með skipunum. Vegna eftir- lits- og björgunarstarfsemi Landhelgis- gæslunnar eru kostir slíks tækis ótvíræð- Hér er Sigurður Steinar Ketilsson skipherra við stjórntceki skipsins í brúnni ásamt stýrimönnun- um Guðmundi R. Jónssyni og Pálma Jónssyni. Lzwrtmnv Ijdui 'tiíí? LL&ítin í síðasta tbl. Víkingsins var birt bréf sem blaðinu barst frá Gunnari Guð- mundssyni skipstjóra í Bandaríkjun- um og fyrrum sjómanni á íslandsmið- um. Rar lét hann fylgja ljóð eflir Aðal- stein Gíslason, sem allir sjómenn þekktu á sínum tíma undir nafninu Blásteinn. Pelta ljóð var ort urn 1948. Fyrir mistök féll niður fyrsta erindi ljóðsins í blaðinu. Pví er það birl hér í heild um leið og beðist er afsökunar á þessum mistökum. Hvað boðar okkur betri jól en botnvörpungsins skrapatól er togvindunnar tannahjól tauta heims unt ból. Að eta úr kagga kjöt og klæða sig í slorug föt. Streða við troll og staga í göt og slást við sérhvern hlut. t>ó Gulltoppur sé gæðasldp með glæsilegan jólasvip, þá geng ég þar mín þrautaþrep og þræla undir drep. 40 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.