Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 23
 mw \ pilvá uMMJMh Brúin er ein sú stœrsta og dýrasta sem um getue ur fyrir á svona stóru skipi, fæðingar jafnt sem andlát og allt þar á milli. Ekki bara fyrir auðkýfinga Margir íslendingar eru þess fullvissir að það sé ekki á færi annarra en þeirra sem eru auðugir af fé að ferðast með skemmtiferðaskipum. Þórður segir að þetta sé hinn mesti misskilningur og langt í frá að farþegar séu almennt ein- hverjir auðmenn. - Þetta eru bara venjulegir Ameríkan- ar, llestir þeirra. Yfir 90% farþega eru af amerískri millistétt, svona eins og meðal- jónar hjá okkur. Þegar maður talar við fólk hérna heima virðist það almennt halda að það sé mjög dýrt að fara með svona skipum og helst ekki á færi ann- arra en aldraðra auðkýfinga. En þetta er bara ekki svoleiðis og kostar ekki rneira en að fara i sumarfrí til Spánar. Að vísu er nokkuð dýrt að fljúga út en samt er það alltaf að lækka. Farið með skipinu held ég að sé bara mjög sambærilegt við hótelkostnað á Spáni. Svo er innifalið í verðinu allur matur eins og þú getur í þig látið, öll skemmtiatriði og uppákom- ur um borð. Farþegar borga fyrir drykk- ina og það sem þeir kaupa í búðunum. Svo eyða sumir auðvitað nokkrum upp- hæðum í spilavítunum. Þórður bendir á að það sé mjög þægi- legur ferðamáti að fara með skemmti- ferðaskipi, til dæmis þegar farið er í sigl- ingu um Miðjarðarhafið. Þá mætir fólk bara á einn stað með farangurinn og gist- ir þar ásamt þvi að farið er milli borga og staða sem fólk vill skoða. Það þarf ekki að vera pakka niður og eyða tima i flug- ferðir milli staða. - Hefurðu orðið var við einhverja íslend- >nga sem farþega um borð hjá þér? - Já, já. íslendingar fara um allt. Að vísu fara þeir meira með skipunum sem eru gerð út frá Miami og öðrum stöðum í Bandaríkjunum. En það hafa komið ís- lendingar um borð hjá mér. Ég held að þeim hafi brugðið dálítið þegar ég hringdi og bauð góðan dag. Spurði hvor það mætti ekki bjóða þeim upp í brú. Eftir atburðina 11. september er brúin lokuð og læst og almenningur fær ekki að korna þar inn. Það er bara fáeinum út- völdum boðið að koma upp í brú. Breskir Gurkhahermenn við öryggisgæslu - Fyrst eftir atburðina 11. september varð rnikill samdráttur í ferðamennsku og fólk vildi helst ekki fljúga. Síðan sáu Ameríkanar að það væri kjörið að fara i siglingu því þar væri fólk á öruggum og afmörkuðum stað í vernduðu umhverfi, en kæmist samt í sólina. Þessi tegund ferðamennsku er því í miklum blóma núna. Hins vegar veit maður að það þarf ekki nema rán á einu skipi eða árás á eilt skip lil þess að kollvarpa þessari útgerð. - Er ströng gæsla í skipinu og við það? - Já, það er gríðarlega ströng öryggis- gæsla og við erum með öryggisverði um borð. Þetta er Nepalar, Gurkhahermenn úr breska hernum. Þetta eru rnjög al- mennilegir og vinalegir gæjar svo lengi sem allt er með felldu. En þegar eitthvað kemur uppá eru þeir harkan sex og hleypa engurn upp með neitt múður. Allt sem kemur um borð er gegnumlýst og Vélarstærðir 210 til 589 hestöfl Mjög sparneytin Eyðsla 145 g/ha.klst. við 1500 sn/mín. Eldhringur Minna slit Minni smurolíueyðsla 0,22 g/ha.klst. VÉLAR m SKIP ©OdlL Hólmaslóð 4 • Sími 562 0095 Abyggð smurolíu- skilvinda Lægri rekstrarkostnaður Sjómannablaðið Víkingur - 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.