Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 21
Þórður í eldhúsinu heima á Fálkagötu.
á Freyju til þess að athuga hvort það
væri laust pláss. Þeir svöruðu og sögðu
að það væri nóg af lausum plássum, ég
léti bara vita þegar ég væri ldár. Ég sagði
svo starfinu lausu hjá Nesskip og þegar
uppsagnarfresturinn var að renna út lét
ég þá vita að hvenær ég losnaði og þeir
sögðu mér bara að koma. Ég flaug til San
Juan í Puerto Rico og fór þar um borð og
hef verið á þessu skipi síðan. Ég byrjaði
sem II. stýrimaður eins og venjan er og
svo tók ég fljótlega við sem I. stýrimaður.
Það eru þrír I. stýrimenn og þrír II. stýri-
ntenn um borð í flestum þessara skipa
svo þetta er stór hópur, eða samtals níu
vakthafandi stýrimenn. Pað er eru alltaf
tveir á vakt og þetta eru þrjár átta tíma
vaktir sem við stöndum. Maður stendur
sína álta tíma í einni fotu og á svo frí á
milli sem er mjög þægilegt.
- Eruð þið áfastri rútu?
Já, við erum alltaf á sömu rútunni. Við
förum frá San Juan til Aruba Nassau og
síðan til St. Martin og St. Thomas,
bandarísku Jómfrúreyjanna. Yfir sumar-
mánuðina erum við með tvær rútur sitt
hvora vikuna, frá apríl fram i nóvember.
Þá förum við seinni vikuna frá San Juan
til St. Thomas og St. Maarten, Antigua og
St. Lusia og Barbados.
Ristir aðeins níu metra
Skemmtiferðaskipið Adventure of The
Seas er 311 metra langt, 132 þúsund
tonn. Það siglir undir fána Bahama.
Þangað til nýja Queen Mary byrjaði að
sigla í fyrra var þetta slærsla farþegaskip
heims. Það er pláss fyrir uppundir fjögur
þúsund gesti um borð en Þórður segir að
það séu um 3.500 farþegar í hverri ferð
að meðaltali. I áhöfn eru 1.200 manns
sem eru talsverð viðbrigði frá Laxfossi og
Freyju þar sem voru níu og elfefu um
borð.
- Starfið sjálft. Þetta er kannski ekki
hefðbundin sjómennska?
- Nei og þó. Þetta er auðvitað hefð-
bundið þannig að við siglum skipinu og
það breytist ekkert að því leyti. En öll
dekkvinna og svona er aðallega fólgin í
að mála, skúra og hvítþvo. Þetta er mikið
hefðbundin vinna eins og á farskipunum
nema við þurfum ekki að sjóbúa farminn
- fáum það ekki!
- í sjónvarpi eða bíóum sjást yfirmenn á
svona skipum aðallega með glas í annairi
hendi haldandi utan umfagra konu ineð
hinni?
- Það er nú ekki svo gott í raun. Við
megum auðvitað vera innan um gestina
og blanda geði við þá. Skipstjórinn held-
ur móttökur fyrir farþega, kokkteilboð
og svona og við megum auðvitað ræða
við gestina en ef maður fer eitthvað að
eiga við farminn þá er maður rekinn! Jú,
maður fær voða fint uniform sem verður
alltað að íklæðast þegar maður er með
gestunum.
Á vaktinni er ég með II. stýrimann til
þess að vinna með mér því við erum ekki
bara að sigla skipinu. Við erum líka með
allt eldvarnareftirlit um borð, það eru
reykskynjarar í hverjum klefa og hverju
einasla rými. Eldvarnareftirlitið er mikið
og mjög strangt. Svo sjáum við auðvitað
um alla balllest og stöðugleika, sund-
laugar og það er mikil vinna sem fer
fram önnur en siglingin á skipinu. Annar
okkur er að stýra og hinn er í því að taka
símann og sinna ýmsum störfum. Svo
erum við alltaf með einn háseta á vakt
sem er á útkíkki.
- Getið þig lagst uppað á öllum við-
komustöðunum?
- Já við förurn alls staðar upp að
bryggju. Þótt skipið sé einir 70 metrar
uppúr sjó ristir það ekki nema tæpa níu
metra. Á hinum rútunum sem skip fé-
lagsins sigla á hefur þurft að vera með
báta en ekki hjá okkur. Sums staðar eru
allt upp í fjögur skip samtímis við
bryggju.
Þú færð allt til
rafsuðu hjá okkur
Tæki, vír og fylgihluti
ESAB
rafsuðubúnaður fyrir þig
Hanfncc hf Skútuvogiö 104Reykjavík
L/alllUaa III sími5104100 • www.danfoss.is
Sjómannablaðið Víkingur - 21