Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 18
 Stjórnendur Samskipa veittu i febrúar viðtöku nýju 11 þúsund tonna skipi félagsins við hátíðlega athöfn í Hamborg að viðstöddum Ólafi Davíðssyni sendi- herra og fleiri góðum gestum. Hlaut skipið nafnið Helgafell og leysir af hólmi gamla Helgafellið á siglingaleiðinni milli íslands og Evrópu. Pað kom í hlut Arn- eyjar Guðmundsdóttur, starfsmanns í mötuneyti Samskipa, að nefna nýja skip- ið en hún var valin til verksins úr hópi allra kvenkyns starfsmanna félagsins á Is- landi í happdrætti sem fram fór við vígslu nýrra höfuðstöðva Samskipa. Skipið getur flutt 908 gámaeiningar (TEU), eða rúmlega 200 gámaeiningum meira en gamla Helgafellið, og burðarget- an er allt að 11.143 tonn. Ganghraði skipsins er allt að 18,4 sjómílur á klst. og það er 138 metra langt og 21 metra breitt, í áhöfn eru 11 menn, allt íslend- ingar, en skipið er skráð í Færeyjum af rekstrarlegum ástæðum. Helgafellið nýja er systurskip Amarfells- ins, sem Samskip fengu afhent i janúar. Bæði skipin vora sérhönnuð fyrir Samskip til að standast siglingar félagsins milli ís- lands og Evrópu, jafnframt því sem krafa var gerð um að þau væra þannig útbúin að þau gætu athafnað sig í þröngum höfnum. Þýska skipasmíðastöðin JJ Sietas tók að sér smíði skipanna, eftir ítarlegan verð- samaburð. og nam kostnaður við hvort skip um 1,7 milljarði íslenskra króna (21 milljón evra). Verkefnið var fjármagnað af I4SH Nordbank og eru skipin 1 eigu skipasmíðastöðvarinnar en Samskip leigja þau til sjö ára, með kauprétti að þeim tíma liðnum. Með tilkomu nýju skipanna hefur flutningsgeta Samskipa milli íslands og Evrópu ríflega tvöfaldast. Enn frekari slækkun flutningakerfisins er ákveðin í sumar þegar stærri skip leysa af hólmi gámaskipin Akrafell og Skafta- fell. Kynningarátak Rannsóknarnefndar sjóslysa ber árangur Aldrei fyrr hafa eins margar tilkynn- ingar borist Rannsóknarnefnd sjó- slysa eins og á nýliðnu ári. Alls bárust nefndinni 152 tilkynningar á nýliðnu ári, en meðaltal siðastliðinna 10 ára eru um 117 mál á ári. Ekki svo að skilja að lleiri slys hafi orðið á síðasta ári, heldur er um að ræða betri og skilvirkari til- kynningar en áður.Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNS) er skipuð af samgöngu- ráðherra, og samanstendur nefndin af fimm kunnáttumönnum, sem allir hafa menntun og starfsreynslu á sviðum sem sérstaklega nýtast við rannsóknir sjóslysa. Siðastliðið haust opnaði RNS nýja gagnvirka heimasiðu, http//: www.rns.is, en þar er hægt að tilkynna um slys og ó- höpp á sjó. Er næsta víst að rekja má aukningu tilkynninga til nefndarinnar til hinnar nýju heimasiðu. Heimasíðan er ekki eingöngu sett í loftið til að auðvelda tilkynningar heldur er tilgangur hennar að upplýsa sjófarendur um eðli og orsak- ir slysa, og hvar og við hvaða aðstæður slys á sjó gerast. Umrædd síða er afar vel úr garði gerð og inniheldur m.a. all- ar skýrslur rannsóknarnefndarinnar, en nefndin kannar orsakir allra sjóslysa þegar islensk skip farast og rannsakar öll slys þar sem manntjón verða. Á heimasiðunni er einnig leitarforrit, með mjög víðtækum leitarmöguleikum, sem á að auðvelda sjófarendum að nálgast gögn hvers slyss fyrir sig. Rannsóknarnefnd sjóslysa leggur á- herslu á að fá tilkynningar um öll óhöpp og slys á sjó enda er tilgangur nefndar- innar sá að rannsóknir hennar miði að því að koma í veg fyrir slys um borð í skipum og að auka öryggi til sjós. 18 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.