Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Síða 39
Við erum að klappa Magna gamla - segir Hilmar Kristinsson í Stálsmiðjunni Jón Páll Ásgeirsson tók þessa skemmtilegu tnynd sem sýnir Magna vera að aðstoða gamla Magna þegar verið var aðfæra hann til við athafnasvœði Stálsmiðjunnar í vetur. Hinn fornfrægi dráttarbátur Magni er til aðhlynningar hjá Stálsmiðjunni í Reykjavtk. Þar á bæ bera menn hlýjar tilfinningar til bátsins, enda var hann smíðaður þar fyrir hálfri öld. Magni er fyrsta stálskipið sem var teiknað og smíðað hér á landi, en það var Hjálmar R. Bárðarson sem teiknaði skipið og hafði umsjón með smíðinni. Síðan þjónaði Magni Reykjavíkurhöfn vel og dyggilega áratugum saman þar til vélin hrundi í honum fyrir um 15 árum. Þar með var ferill hans sem dráttarbáts á enda og annar Magni tekið við hlut- verki hans. - Við erum klappa Magna gamla, búnir að mála hann og gera hann fal- legan. Annars ætlum við bara að geyma hann þar til verður ákveðið hvað gert verður við hann, en Magni er enn í eigu Reykjavíkurhafnar, sagði Hilmar Kristinsson verkstjóri í Stál- smiðjunni þegar Sjómannablaðið Vík- ingur spurðist fyrir um hinn aldna dráttarbát. - Það ónýt í honum vélin og aðal- vandamálið að ná í aðra vél þannig að þá sé hægt að hreyfa hann. Við erum að skoða hvað við getum gert. Skrokkurinn er aðeins farinn að láta á sjá, enda var hann búinn að liggja síðan vélin hrundi um 1990. Það fer mjög illa með skip að liggja svona lengi við hliðina á öðrum skipum. En hann er langt í frá svo illa farinn að ekki sé hægt að bjarga honum, sagði Hilmar ennfremur. I ljósmyndabók Hjálmars R. Bárðar- sonar, Ljós og skuggar, eru myndir frá smíði Magna. Þar sést meðal annars þegar afturstefnið hafði verið reist og verið var að lyfta á sinn stað hluta af þiljurn í afturskipinu. Vegna þess hve lyftigeta krana við brautina var tak- mörkuð varð að miða stærð skipshlut- anna, sem smíðaðir voru og settir sam- an inni í verkstæðinu við þyngd þeirra. Kvótamiðlun SM kvótaþing stundar kvótamiðlun og er algjörlega óháð öllum hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Skipa- og bátamiðlun SM kvótaþing sér um skipamiðlun á öllum gerðum báta, skipa og togara. Ráðgjöf og þjónusta SM kvótaþing veitir alhliða ráðgjöf varðandi fjárfest- ingar, fjármögnun og kaup á veiðiheimildum og skipum Sími 577 7010 SM Kvótaþing ehf. Fax 577 7011 Þverholti 2 kvotathing@kvotathing.is 270 Mosfellsbæ SM kvótaþing Sjómannablaðið Víkingur - 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.